2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/11274
Title:
Notkun hjartsláttarrita í fæðingu
Authors:
María Egilsdóttir
Citation:
Ljósmæðrablaðið 2005, 83(1):14-8
Issue Date:
1-Jun-2005
Abstract:
Dagbókarverkefni þetta fjallar um notkun mónitora eða hjartsláttarrita í fæðingu. Ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni er valið er margþætt. Í fyrsta lagi er það vegna þeirra tilfinninga sem ég ber til þessa tækis. Í upphafi námsins stóð ég sjálfa mig að því að vera alltof upptekin af mónitornum og ritinu og lagði allt mitt traust á það. Ég varla þorði að taka konurnar úr því. Sennilega hefur það verið vegna óöryggis míns og hversu nýtt þetta var allt fyrir mér. Nú er staðan hins vegar sú að hjartsláttarritun í fæðingunni hefur truflandi áhrif á mig og mér finnst konur alltof mikið hafðar í riti í eðlilegum fæðingum. Önnur ástæða fyrir valinu er að mér finnst að hjartsláttarritun í fæðingu hafi truflandi áhrif á konuna sjálfa og maka hennar þar sem þau eru oft á tíðum mjög upptekin af því að velta sér upp úr ritinu ekki endilega af hjartslætti barnsins heldur einnig styrk hríðanna og miklar vangaveltur um það hversu hátt tölurnar á hríðamælinum komust upp í. Þetta er ef til vill ekkert skrýtið því fólk festist í því að stara á tækið þar sem konan er „föst“ á sama stað í langan tíma meðan hún er í ritinu. Þriðja og síðasta ástæðan fyrir valinu er að reynsla mín af hjartsláttarriti í fæðingu hefur sýnt sig að gefi ekki alltaf rétta mynd af líðan barnsins og hvernig hún er eftir fæðinguna. Máli mínu til stuðnings ætla ég að flétta saman sögum af þremur fæðingum sem ég tók þátt í og vöktu mig til umhugsunar um það hvort maður leggi ekki alltof mikið traust á tækið og gleymi að horfa á heildarmyndina og nota innsæið sem ég veit að við flestar búum yfir. Dæmin sem tekin verða fyrir eru af tveimur fullmeðgengnum frumbyrjum á svipuðum aldri sem báðar komu inn á fæðingardeild í sjálfkrafa sótt. Meðganga beggja var eðlileg og allt hafði gengið vel. Til þess að styrkja mál mitt langar mig einnig að ræða lítillega um heimafæðingu sem ég fékk að vera viðstödd en þar var kona að fæða sitt þriðja barn.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://ljosmodir.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorMaría Egilsdóttir-
dc.date.accessioned2007-04-18T14:05:02Z-
dc.date.available2007-04-18T14:05:02Z-
dc.date.issued2005-06-01-
dc.date.submitted2007-04-18-
dc.identifier.citationLjósmæðrablaðið 2005, 83(1):14-8en
dc.identifier.issn1670-2670-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/11274-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractDagbókarverkefni þetta fjallar um notkun mónitora eða hjartsláttarrita í fæðingu. Ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni er valið er margþætt. Í fyrsta lagi er það vegna þeirra tilfinninga sem ég ber til þessa tækis. Í upphafi námsins stóð ég sjálfa mig að því að vera alltof upptekin af mónitornum og ritinu og lagði allt mitt traust á það. Ég varla þorði að taka konurnar úr því. Sennilega hefur það verið vegna óöryggis míns og hversu nýtt þetta var allt fyrir mér. Nú er staðan hins vegar sú að hjartsláttarritun í fæðingunni hefur truflandi áhrif á mig og mér finnst konur alltof mikið hafðar í riti í eðlilegum fæðingum. Önnur ástæða fyrir valinu er að mér finnst að hjartsláttarritun í fæðingu hafi truflandi áhrif á konuna sjálfa og maka hennar þar sem þau eru oft á tíðum mjög upptekin af því að velta sér upp úr ritinu ekki endilega af hjartslætti barnsins heldur einnig styrk hríðanna og miklar vangaveltur um það hversu hátt tölurnar á hríðamælinum komust upp í. Þetta er ef til vill ekkert skrýtið því fólk festist í því að stara á tækið þar sem konan er „föst“ á sama stað í langan tíma meðan hún er í ritinu. Þriðja og síðasta ástæðan fyrir valinu er að reynsla mín af hjartsláttarriti í fæðingu hefur sýnt sig að gefi ekki alltaf rétta mynd af líðan barnsins og hvernig hún er eftir fæðinguna. Máli mínu til stuðnings ætla ég að flétta saman sögum af þremur fæðingum sem ég tók þátt í og vöktu mig til umhugsunar um það hvort maður leggi ekki alltof mikið traust á tækið og gleymi að horfa á heildarmyndina og nota innsæið sem ég veit að við flestar búum yfir. Dæmin sem tekin verða fyrir eru af tveimur fullmeðgengnum frumbyrjum á svipuðum aldri sem báðar komu inn á fæðingardeild í sjálfkrafa sótt. Meðganga beggja var eðlileg og allt hafði gengið vel. Til þess að styrkja mál mitt langar mig einnig að ræða lítillega um heimafæðingu sem ég fékk að vera viðstödd en þar var kona að fæða sitt þriðja barn.en
dc.format.extent138216 bytes-
dc.format.mimetypeapplication/pdf-
dc.language.isoisen
dc.publisherLjósmæðrafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://ljosmodir.isen
dc.subjectFæðingen
dc.subjectFæðingarhjálpen
dc.subjectHjartsláttarmælingaren
dc.subjectHjartariten
dc.subject.classificationLJO12en
dc.subject.meshDiagnostic Techniques, Obstetrical and Gynecologicalen
dc.subject.meshHeart Rateen
dc.subject.meshPregnancyen
dc.subject.meshInfant, Newbornen
dc.subject.meshCardiotocographyen
dc.titleNotkun hjartsláttarrita í fæðinguen
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLjósmæðrablaðiðis
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.