2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/13983
Title:
Sá nýi yfirsetukvennaskóli : uppruni og viðtökur
Authors:
Bragi Þorgrímur Ólafsson
Citation:
Ljósmæðrablaðið 2007, 85(1):28-33
Issue Date:
1-Jun-2007
Abstract:
Í greininni er rakin saga fyrstu bókarinnar um yfirsetukvennafræði sem kom út á íslensku. Bókin ber titilinn Sá nýi yfirsetukvennaskóli og kom út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Forgöngumaður útgáfunnar var Halldór Brynjólfsson Hólabiskup (1692-1752) sem taldi nauðsynlegt að yfirsetukonur fengju gott fræðsluefni á sviði fæðingafræða, en á þessum tíma var fræðsla yfirsetukvenna í höndum presta og þá einkum af trúarlegum toga. Sá nýi yfirsetukvennaskóli er þýðing á danskri bók, Nye Jorde-Moder- Skole sem danski læknirinn Balthazar Johann de Buchwald (1697-1763) gaf út árið 1725. Buchwald hafði notið kennslu ýmissa þekktra lærimeistara á sviði læknisfræði á meginlandi Evrópu á fyrri hluta 18. aldar. Bók Buchwalds er þó að miklu leyti þýðing á sænskri bók eftir lækninn Johann von Hoorn (1662-1724) sem kom út árið 1715, en megin efni hennar má rekja til bókar sem Hoorn gaf út árið 1697 og var fyrsta bókin um yfirsetukvennafræði sem kom út í Svíþjóð. Hoorn lærði í París hjá þekktum lærimeisturum og jafnframt hjá franskri ljósmóður á Hôtel-Dieu í París. Árið 1760 var landlæknisembættið stofnað hér á landi og ári síðar var farið að nota Yfirsetukvennaskólann við fræðslu yfirsetukvenna. Í bréfasafni Bjarna Pálssonar landlæknis (1719- 1779) má sjá að bókin fékk blendnar viðtökur sem hann taldi að mætti rekja til feimni og andúðar á nýjungum. Útgáfu Yfirsetukvennaskólans má þó telja merkilegt framtak, en finna má heimildir um að bókin hafi verið mikils metin hjá yfirsetukonum þegar frá leið.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://ljosmodir.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorBragi Þorgrímur Ólafsson-
dc.date.accessioned2007-10-08T11:04:31Z-
dc.date.available2007-10-08T11:04:31Z-
dc.date.issued2007-06-01-
dc.date.submitted2007-10-08-
dc.identifier.citationLjósmæðrablaðið 2007, 85(1):28-33en
dc.identifier.issn1670-2670-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/13983-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÍ greininni er rakin saga fyrstu bókarinnar um yfirsetukvennafræði sem kom út á íslensku. Bókin ber titilinn Sá nýi yfirsetukvennaskóli og kom út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Forgöngumaður útgáfunnar var Halldór Brynjólfsson Hólabiskup (1692-1752) sem taldi nauðsynlegt að yfirsetukonur fengju gott fræðsluefni á sviði fæðingafræða, en á þessum tíma var fræðsla yfirsetukvenna í höndum presta og þá einkum af trúarlegum toga. Sá nýi yfirsetukvennaskóli er þýðing á danskri bók, Nye Jorde-Moder- Skole sem danski læknirinn Balthazar Johann de Buchwald (1697-1763) gaf út árið 1725. Buchwald hafði notið kennslu ýmissa þekktra lærimeistara á sviði læknisfræði á meginlandi Evrópu á fyrri hluta 18. aldar. Bók Buchwalds er þó að miklu leyti þýðing á sænskri bók eftir lækninn Johann von Hoorn (1662-1724) sem kom út árið 1715, en megin efni hennar má rekja til bókar sem Hoorn gaf út árið 1697 og var fyrsta bókin um yfirsetukvennafræði sem kom út í Svíþjóð. Hoorn lærði í París hjá þekktum lærimeisturum og jafnframt hjá franskri ljósmóður á Hôtel-Dieu í París. Árið 1760 var landlæknisembættið stofnað hér á landi og ári síðar var farið að nota Yfirsetukvennaskólann við fræðslu yfirsetukvenna. Í bréfasafni Bjarna Pálssonar landlæknis (1719- 1779) má sjá að bókin fékk blendnar viðtökur sem hann taldi að mætti rekja til feimni og andúðar á nýjungum. Útgáfu Yfirsetukvennaskólans má þó telja merkilegt framtak, en finna má heimildir um að bókin hafi verið mikils metin hjá yfirsetukonum þegar frá leið.en
dc.format.extent-1 bytes-
dc.format.mimetypeapplication/pdf-
dc.language.isoisen
dc.publisherLjósmæðrafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://ljosmodir.isen
dc.subjectLjósmóðurfræðien
dc.subjectVísindasagaen
dc.subjectMenntunen
dc.subject.classificationLJO12en
dc.titleSá nýi yfirsetukvennaskóli : uppruni og viðtökuren
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLjósmæðrablaðiðis
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.