2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/14581
Title:
Úthlutun verkefna
Authors:
Helga Bragadóttir
Citation:
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2002, 78(5):273-6
Issue Date:
1-Dec-2002
Abstract:
Þessi grein fjallar um óbeinu hjúkrunarmeðferðina úthlutun verkefna. Gerð er grein fyrir mikilvægi þess fyrir hjúkrunarfræðinga að kunna að úthluta verkefnum, hvernig færni í úthlutun verkefna hefur áhrif á vinnuumhverfi og hvernig þjálfa má færni í úthlutun verkefna. Bent er á lykilatriði árangursríkrar stjórnunar, uppbyggingu teymis og færni í úthlutun verkefna. Sett er fram dæmi fyrir lesandann til að æfa sig í úthlutun verkefna. Eitt af því sem við hjúkrunarfræðingar þurfum að kunna skil á er úthlutun verkefna (del Bueno, 1993; Hansten og Washburn, 1992). Niðurstaðna íslenskrar rannsóknar á úthlutun verkefna hjúkrunarfræðinga (Ingibjörg Tómasdóttir og Þóra Geirsdóttir, 1998) er að vænta innan skamms en bandarískar rannsóknir benda til ákveðinnar tregðu hjá hjúkrunarfræðingum í að úthluta verkefnum (Blegen, Gardner og McCloskey, 1992) þrátt fyrir að úthlutun verkefna sé ein þeirra óbeinu hjúkrunaraðferða sem mest er notuð (McCloskey, Bulechek, Moorhead og Daly, 1996). Úthlutun verkefna (e. delegation) er óbein hjúkrunarmeðferð og felst í því að „flytja ábyrgð á ákveðnum verkþáttum í umönnun sjúklinga en vera áfram ábyrgðarskyldur fyrir útkomunni“ (McCloskey og Bulechek, 2000 bls. 244; Flokkunarkerfi hjúkrunarmeðferða NIC, 2001, blað 38 af 43). Í ljósi umræðu undanfarinna ára um skort á hjúkrunarfræðingum, mikið vinnuálag á hjúkrunarfræðinga og hlutverk sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er tímabært að huga nánar að þessari óbeinu hjúkrunarmeðferð. Í skýrslunni Samhæft verklag og ábyrgðarsvið sjúkraliða (2001), sem unnin var af umbótahópi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH), má lesa að skortur á úthlutun verkefna í hjúkrun, skortur á færni til að úthluta verkefnum og óljós verkaskipting eru þættir sem taldir eru hamla því að aðstoðarfólk í hjúkrun á LSH nýtist sem skyldi. Þetta leiðir svo aftur til skorts á samhæfingu verklags og ábyrgðarsviðs þessa starfsfólks. Má leiða líkum að því að ekki sé um einsdæmi að ræða og að ástandið sé svipað á fleiri heilbrigðisstofnunum hér á landi. Úthlutun verkefna og áhrif þeirrar úthlutunar á vinnu hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólks þeirra er gerð að umfjöllunarefni í grein þessari. Gerð er grein fyrir áhrifum þess að úthluta verkefnum á árangursríkan hátt, mikilvægi þess í teymisvinnu og hvernig auka megi færni klínískra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda í hjúkrun í úthlutun verkefna. Leitast er við að setja efnið þannig fram að það nýtist lesendum til að auka færni sína í úthlutun verkefna.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.hjukrun.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorHelga Bragadóttir-
dc.date.accessioned2007-11-16T15:16:02Z-
dc.date.available2007-11-16T15:16:02Z-
dc.date.issued2002-12-01-
dc.date.submitted2007-11-16-
dc.identifier.citationTímarit hjúkrunarfræðinga 2002, 78(5):273-6en
dc.identifier.issn1022-2278-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/14581-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÞessi grein fjallar um óbeinu hjúkrunarmeðferðina úthlutun verkefna. Gerð er grein fyrir mikilvægi þess fyrir hjúkrunarfræðinga að kunna að úthluta verkefnum, hvernig færni í úthlutun verkefna hefur áhrif á vinnuumhverfi og hvernig þjálfa má færni í úthlutun verkefna. Bent er á lykilatriði árangursríkrar stjórnunar, uppbyggingu teymis og færni í úthlutun verkefna. Sett er fram dæmi fyrir lesandann til að æfa sig í úthlutun verkefna. Eitt af því sem við hjúkrunarfræðingar þurfum að kunna skil á er úthlutun verkefna (del Bueno, 1993; Hansten og Washburn, 1992). Niðurstaðna íslenskrar rannsóknar á úthlutun verkefna hjúkrunarfræðinga (Ingibjörg Tómasdóttir og Þóra Geirsdóttir, 1998) er að vænta innan skamms en bandarískar rannsóknir benda til ákveðinnar tregðu hjá hjúkrunarfræðingum í að úthluta verkefnum (Blegen, Gardner og McCloskey, 1992) þrátt fyrir að úthlutun verkefna sé ein þeirra óbeinu hjúkrunaraðferða sem mest er notuð (McCloskey, Bulechek, Moorhead og Daly, 1996). Úthlutun verkefna (e. delegation) er óbein hjúkrunarmeðferð og felst í því að „flytja ábyrgð á ákveðnum verkþáttum í umönnun sjúklinga en vera áfram ábyrgðarskyldur fyrir útkomunni“ (McCloskey og Bulechek, 2000 bls. 244; Flokkunarkerfi hjúkrunarmeðferða NIC, 2001, blað 38 af 43). Í ljósi umræðu undanfarinna ára um skort á hjúkrunarfræðingum, mikið vinnuálag á hjúkrunarfræðinga og hlutverk sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er tímabært að huga nánar að þessari óbeinu hjúkrunarmeðferð. Í skýrslunni Samhæft verklag og ábyrgðarsvið sjúkraliða (2001), sem unnin var af umbótahópi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH), má lesa að skortur á úthlutun verkefna í hjúkrun, skortur á færni til að úthluta verkefnum og óljós verkaskipting eru þættir sem taldir eru hamla því að aðstoðarfólk í hjúkrun á LSH nýtist sem skyldi. Þetta leiðir svo aftur til skorts á samhæfingu verklags og ábyrgðarsviðs þessa starfsfólks. Má leiða líkum að því að ekki sé um einsdæmi að ræða og að ástandið sé svipað á fleiri heilbrigðisstofnunum hér á landi. Úthlutun verkefna og áhrif þeirrar úthlutunar á vinnu hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólks þeirra er gerð að umfjöllunarefni í grein þessari. Gerð er grein fyrir áhrifum þess að úthluta verkefnum á árangursríkan hátt, mikilvægi þess í teymisvinnu og hvernig auka megi færni klínískra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda í hjúkrun í úthlutun verkefna. Leitast er við að setja efnið þannig fram að það nýtist lesendum til að auka færni sína í úthlutun verkefna.en
dc.format.extent128446 bytes-
dc.format.mimetypeapplication/pdf-
dc.language.isoisen
dc.publisherFélag íslenskra hjúkrunarfræðingaen
dc.relation.urlhttp://www.hjukrun.isen
dc.subjectVerkefnastjórnunen
dc.subjectHjúkrunen
dc.subjectHópvinnaen
dc.subject.classificationHJU12en
dc.titleÚthlutun verkefnaen
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalTímarit hjúkrunarfræðingais
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.