Merkingarminni og Alzheimersjúkdómurinn : nokkur orð um mikið efni

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/14588
Title:
Merkingarminni og Alzheimersjúkdómurinn : nokkur orð um mikið efni
Authors:
María K. Jónsdóttir
Citation:
Öldrun 2002, 20(2):10-13
Issue Date:
2002
Abstract:
Minnisskerðing er það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar rætt er um Alzheimer sjúkdóm enda eru fyrstu merki sjúkdómsins oftast minnisglöp. Minnisglöpin ná í fyrstu einkum til þess hluta minnis sem sálfræðingar kalla atburðaminni (e. episodic minni). Eins og nafnið gefur til kynna geymir atburðaminni upplýsingar um atburði í lífi okkar sem við getum staðsett í tíma og rúmi og sem við rifjum upp á meðvitaðan hátt (Tulving, 1972; Wheeler, Stuss og Tulving, 1997). Atburðaminni gerir okkur kleift að rifja upp hvað okkur var sagt í fréttum í afmælisveislunni hennar ömmu í fyrradag og söguþráðinn í kvikmyndinni sem við sáum í sjónvarpinu í gær með fjölskyldunni í stofunni heima. Atburðaminni er hluti langtímaminnis en langtímaminni rúmar einnig annars konar upplýsingar. Staðreyndaþekking af ýmsum toga, sem ekki er bundin stað eða stund, eigin upplifun eða samhengi (t.d. hver var með okkur og hvernig okkur leið), er einnig hluti af langtímaminni. Við kunnum margföldunartöfluna en munum ekki hvar og hvenær við lærðum hana þótt við vitum að við lærðum hana í skólanum. Það sama gildir um ýmsar sögulegar staðreyndir og fræðilega þekkingu. Sá hluti langtímaminnis sem geymir þessa staðreyndaþekkingu er kallaður merkingarminni (e. semantic memory). Einstök hugtök eru líka geymd í merkingarminni. Merkingaminnið gerir okkur kleift að þekkja hluti og rifja upp heiti þeirra, framkalla merkingu orða sem við lesum og umbreyta hugsun okkar og hugtakalegri þekkingu í töluð orð (Chertkow og Bub, 1990). Tungumálið og merkingarminni eru því tengd órjúfanlegum böndum.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorMaría K. Jónsdóttir-
dc.date.accessioned2007-11-15T09:22:57Z-
dc.date.available2007-11-15T09:22:57Z-
dc.date.issued2002-
dc.date.submitted2007-11-15-
dc.identifier.citationÖldrun 2002, 20(2):10-13en
dc.identifier.issn1607-6060-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/14588-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractMinnisskerðing er það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar rætt er um Alzheimer sjúkdóm enda eru fyrstu merki sjúkdómsins oftast minnisglöp. Minnisglöpin ná í fyrstu einkum til þess hluta minnis sem sálfræðingar kalla atburðaminni (e. episodic minni). Eins og nafnið gefur til kynna geymir atburðaminni upplýsingar um atburði í lífi okkar sem við getum staðsett í tíma og rúmi og sem við rifjum upp á meðvitaðan hátt (Tulving, 1972; Wheeler, Stuss og Tulving, 1997). Atburðaminni gerir okkur kleift að rifja upp hvað okkur var sagt í fréttum í afmælisveislunni hennar ömmu í fyrradag og söguþráðinn í kvikmyndinni sem við sáum í sjónvarpinu í gær með fjölskyldunni í stofunni heima. Atburðaminni er hluti langtímaminnis en langtímaminni rúmar einnig annars konar upplýsingar. Staðreyndaþekking af ýmsum toga, sem ekki er bundin stað eða stund, eigin upplifun eða samhengi (t.d. hver var með okkur og hvernig okkur leið), er einnig hluti af langtímaminni. Við kunnum margföldunartöfluna en munum ekki hvar og hvenær við lærðum hana þótt við vitum að við lærðum hana í skólanum. Það sama gildir um ýmsar sögulegar staðreyndir og fræðilega þekkingu. Sá hluti langtímaminnis sem geymir þessa staðreyndaþekkingu er kallaður merkingarminni (e. semantic memory). Einstök hugtök eru líka geymd í merkingarminni. Merkingaminnið gerir okkur kleift að þekkja hluti og rifja upp heiti þeirra, framkalla merkingu orða sem við lesum og umbreyta hugsun okkar og hugtakalegri þekkingu í töluð orð (Chertkow og Bub, 1990). Tungumálið og merkingarminni eru því tengd órjúfanlegum böndum.en
dc.format.extent332134 bytes-
dc.format.mimetypeapplication/pdf-
dc.language.isoisen
dc.publisherÖldrunarfræðifélag Íslandsen
dc.subjectAlzheimers-sjúkdómuren
dc.subjectMinnien
dc.subject.classificationOLD12en
dc.subject.meshAlzheimer Diseaseen
dc.subject.meshMemoryen
dc.titleMerkingarminni og Alzheimersjúkdómurinn : nokkur orð um mikið efnien
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalÖldrunis
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.