2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/16354
Title:
Kenningar um sjúkraþjálfun
Authors:
María H. Þorsteinsdóttir
Citation:
Sjúkraþjálfarinn 2004, 31(1):10-11, 13-14
Issue Date:
2004
Abstract:
Kenning eða líkan er óhlutstæð (afstrakt) hugmynd sem er notuð til að útskýra og túlka ýmis fyrirbæri og setja þau í ákveðið fræðilegt samhengi (Shepard 1991). Kenning um sjúkraþjálfun er þannig hugmynd um hvað sjúkraþjálfun er og skýrir sérstöðu fagsins miðað við aðrar fagstéttir. Sjúkraþjálfun nýtir vitneskju frá mörgum fræðasviðum. Það styrkir fagið en á sama tíma veldur það örðugleikum með að aðgreina það sem sérstakt fræðasvið (Cott et al. 1995). Margir hafa reynt að lýsa sjúkraþjálfun, en fáar tilraunir hafa verið gerðar til að smíða heildstæð líkön sem gætu nýst sem hugtakarammi fyrir fagið eða skýrt hver þekkingargrunnur fagsins er. Í þessari grein verða kynnt þrjú líkön um sjúkraþjálfun sem hafa verið sett fram á undanförnum árum, nánar tiltekið á árunum 1975–1995. Líkönin eiga það sameiginlegt að þau ganga út frá því að aðalviðfangsefni sjúkraþjálfunar sé hreyfing. Þetta er almennt viðurkennt og má geta þess að félag bandarískra sjúkraþjálfara (APTA) skilgreinir sjúkraþjálfara sem heilbrigðisstétt sem skoðar, greinir, lagfærir, fyrirbyggir eða dregur úr frávikum eðlilegrar hreyfingar. Kjarninn í skilgreiningu á sjúkraþjálfun er því að sjúkraþjálfarar stuðli að heilsu fólks með hreyfingu og vinni að því að bæta hreyfigetu. Hreyfing er þó ekki einkasvið sjúkraþjálfara, en það sem aðgreinir sjúkraþjálfun frá öðrum greinum er þá hvernig sjúkraþjálfarar hugsa um hreyfingu (Cott et al. 1995). Líkönin sem hér er lýst endurspegla hvernig þær hugmyndir hafa þróast í gegnum árin. Öll líkönin eru hugsuð sem heildarkenning (grand theory) um sjúkraþjálfun, þ.e. þau eiga að ná yfir öll svið fagsins og mynda ramma fyrir undirkenningar.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.physio.is/Sjukratjalfarinn.asp

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorMaría H. Þorsteinsdóttir-
dc.date.accessioned2008-01-18T16:04:50Z-
dc.date.available2008-01-18T16:04:50Z-
dc.date.issued2004-
dc.date.submitted2008-01-18-
dc.identifier.citationSjúkraþjálfarinn 2004, 31(1):10-11, 13-14en
dc.identifier.issn1670-2204-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/16354-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractKenning eða líkan er óhlutstæð (afstrakt) hugmynd sem er notuð til að útskýra og túlka ýmis fyrirbæri og setja þau í ákveðið fræðilegt samhengi (Shepard 1991). Kenning um sjúkraþjálfun er þannig hugmynd um hvað sjúkraþjálfun er og skýrir sérstöðu fagsins miðað við aðrar fagstéttir. Sjúkraþjálfun nýtir vitneskju frá mörgum fræðasviðum. Það styrkir fagið en á sama tíma veldur það örðugleikum með að aðgreina það sem sérstakt fræðasvið (Cott et al. 1995). Margir hafa reynt að lýsa sjúkraþjálfun, en fáar tilraunir hafa verið gerðar til að smíða heildstæð líkön sem gætu nýst sem hugtakarammi fyrir fagið eða skýrt hver þekkingargrunnur fagsins er. Í þessari grein verða kynnt þrjú líkön um sjúkraþjálfun sem hafa verið sett fram á undanförnum árum, nánar tiltekið á árunum 1975–1995. Líkönin eiga það sameiginlegt að þau ganga út frá því að aðalviðfangsefni sjúkraþjálfunar sé hreyfing. Þetta er almennt viðurkennt og má geta þess að félag bandarískra sjúkraþjálfara (APTA) skilgreinir sjúkraþjálfara sem heilbrigðisstétt sem skoðar, greinir, lagfærir, fyrirbyggir eða dregur úr frávikum eðlilegrar hreyfingar. Kjarninn í skilgreiningu á sjúkraþjálfun er því að sjúkraþjálfarar stuðli að heilsu fólks með hreyfingu og vinni að því að bæta hreyfigetu. Hreyfing er þó ekki einkasvið sjúkraþjálfara, en það sem aðgreinir sjúkraþjálfun frá öðrum greinum er þá hvernig sjúkraþjálfarar hugsa um hreyfingu (Cott et al. 1995). Líkönin sem hér er lýst endurspegla hvernig þær hugmyndir hafa þróast í gegnum árin. Öll líkönin eru hugsuð sem heildarkenning (grand theory) um sjúkraþjálfun, þ.e. þau eiga að ná yfir öll svið fagsins og mynda ramma fyrir undirkenningar.en
dc.language.isoisen
dc.publisherFélag íslenskra sjúkraþjálfaraen
dc.relation.urlhttp://www.physio.is/Sjukratjalfarinn.aspen
dc.subjectSjúkraþjálfunen
dc.subjectKenningaren
dc.subjectHreyfingar (líffræði)is
dc.subject.classificationSJU12-
dc.titleKenningar um sjúkraþjálfunis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalSjúkraþjálfarinnen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.