Tæknifrjóvganir á Íslandi : þróun starfseminnar [ritstjórnargreinar]

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/20892
Title:
Tæknifrjóvganir á Íslandi : þróun starfseminnar [ritstjórnargreinar]
Other Titles:
The development of prenatal diagnosis [editorial]
Authors:
Þórður Óskarsson
Citation:
Læknablaðið 2001, 87(6):509-510
Issue Date:
1-Jun-2001
Abstract:
Lög um tæknifrjóvgun öðluðust gildi á Íslandi 1. júní 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður er verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasa-frjóvgun. Tæknisæðing er aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum. Glasafrjóvgun er aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Reglugerð um framkvæmd laganna var sett 30. september 1997 af heilbrigðisráðherra. Tæknifrjóvgun má eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Meðal annarra ákvæða laganna er að konan, sem gengst undir að-gerðina, sé í samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta. Aldur pars skal teljast eðlilegur með tilliti til velferðar barnsins á uppvaxtarárum. Konan skal þó aldrei vera eldri en 45 ára og eiginmaður eða sam-býlismaður að jafnaði ekki eldri en 50 ára þegar settur er upp fósturvísir. Bjóða skal upp á faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins skulu vera góðar. Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram en synjun má kæra til landlæknis. Gjafakynfrumur eru leyfilegar samkvæmt ákveðnum reglum, en skilyrði er að, að minnsta kosti önnur kynfruman komi frá parinu sjálfu. Þannig er gjöf fósturvísa óheimil sem og staðgöngumæðrun. Geyma má kynfrumur í allt að 10 ár og frysta fósturvísa má geyma í fimm ár. Rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum skulu vera óheimilar. Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum ef þær eru liður í glasafrjóvgunarmeðferð, ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, ef þær miða að framförum í meðferð vegna ófrjósemi eða ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Hámarks leyfilegur ræktunartími fósturvísa utan líkamans er 14 dagar. Óheimilt er að framkvæma einræktun.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÞórður Óskarsson-
dc.date.accessioned2008-03-17T11:34:27Z-
dc.date.available2008-03-17T11:34:27Z-
dc.date.issued2001-06-01-
dc.date.submitted2008-04-17-
dc.identifier.citationLæknablaðið 2001, 87(6):509-510en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.pmid17018990-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/20892-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractLög um tæknifrjóvgun öðluðust gildi á Íslandi 1. júní 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður er verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasa-frjóvgun. Tæknisæðing er aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum. Glasafrjóvgun er aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Reglugerð um framkvæmd laganna var sett 30. september 1997 af heilbrigðisráðherra. Tæknifrjóvgun má eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Meðal annarra ákvæða laganna er að konan, sem gengst undir að-gerðina, sé í samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta. Aldur pars skal teljast eðlilegur með tilliti til velferðar barnsins á uppvaxtarárum. Konan skal þó aldrei vera eldri en 45 ára og eiginmaður eða sam-býlismaður að jafnaði ekki eldri en 50 ára þegar settur er upp fósturvísir. Bjóða skal upp á faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins skulu vera góðar. Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram en synjun má kæra til landlæknis. Gjafakynfrumur eru leyfilegar samkvæmt ákveðnum reglum, en skilyrði er að, að minnsta kosti önnur kynfruman komi frá parinu sjálfu. Þannig er gjöf fósturvísa óheimil sem og staðgöngumæðrun. Geyma má kynfrumur í allt að 10 ár og frysta fósturvísa má geyma í fimm ár. Rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum skulu vera óheimilar. Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum ef þær eru liður í glasafrjóvgunarmeðferð, ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, ef þær miða að framförum í meðferð vegna ófrjósemi eða ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Hámarks leyfilegur ræktunartími fósturvísa utan líkamans er 14 dagar. Óheimilt er að framkvæma einræktun.en
dc.languageICE-
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectTæknifrjóvganiren
dc.subjectFósturvísaren
dc.subjectLögen
dc.subject.classificationLBL12-
dc.subject.meshPrenatal Diagnosisen
dc.titleTæknifrjóvganir á Íslandi : þróun starfseminnar [ritstjórnargreinar]is
dc.title.alternativeThe development of prenatal diagnosis [editorial]en
dc.typeArticleen
dc.contributor.departmentDivision of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. thosk@simnet.is.en
dc.identifier.journalLæknablaðiðen

Related articles on PubMed

All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.