Sortuæxli og frumubreytingar í blettum : skugginn frá ljósabekknum? [ritstjórnargrein]

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/30973
Title:
Sortuæxli og frumubreytingar í blettum : skugginn frá ljósabekknum? [ritstjórnargrein]
Other Titles:
Melanoma and dysplastic nevi. The dark side of tanning beds [editorial]
Authors:
Jón Hjaltalín Ólafsson; Kristín Þórisdóttir
Citation:
Læknablaðið 2000, 86 (7/8):485-86
Issue Date:
1-Jul-2000
Abstract:
Greining á blettum (naevus) í húð hefur lengi vafist fyrir læknum og ekki að ástæðulausu. Þótt til séu reglur um hvaða bletti sé eðlilegt að fjarlægja eru frávikin mikil og ekki óalgengt að niðurstöður vefjagreiningar komi lækninum á óvart. Mikilvægi frumubreytinga í blettum (dysplasia, architectural disorder) hefur einnig verið umdeilt þótt nú hafi náðst allgóð sátt um túlkun þeirra. Frumubreytingar gefa til kynna að viðkomandi sé í aukinni hættu á að fá sortuæxli. Ef náin ættmenni hafa einnig frumubreytingar eða hafa haft sortuæxli þarf að hafa gott eftirlit með sjúklingnum. Meginástæða þess að blettur er fjarlægður er grunur um frumubreytingar eða sortuæxli. Fyrir 30 árum voru um 80 af hundraði þeirra sem greindust með ífarandi sortuæxli látnir eftir fimm ár. Í dag er öldin önnur og er nærri lagi að 80 af hundraði lifi að fimm árum liðnum. Ekki er þó öll sagan sögð því fjöldi þeirra sem greinast með sjúkdóminn hefur aukist verulega. Árin 1959-1963 greindust að meðaltali 2,4 á ári með ífarandi sortuæxli en 1998 greindust 30. Dauðsföllum hefur þó ekki fjölgað á sama hátt. Erfitt getur því verið að meta miklvægi þessarar miklu aukningar, meðal annars vegna þess að þykkt æxlanna var ekki metin á sama hátt og nú er gert, en þykktin ákvarðar fyrst og fremst hve alvarlegur sjúkdómurinn er.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorJón Hjaltalín Ólafsson-
dc.contributor.authorKristín Þórisdóttir-
dc.date.accessioned2008-07-04T11:55:13Z-
dc.date.available2008-07-04T11:55:13Z-
dc.date.issued2000-07-01-
dc.date.submitted2008-06-04-
dc.identifier.citationLæknablaðið 2000, 86 (7/8):485-86en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.pmid17018937-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/30973-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractGreining á blettum (naevus) í húð hefur lengi vafist fyrir læknum og ekki að ástæðulausu. Þótt til séu reglur um hvaða bletti sé eðlilegt að fjarlægja eru frávikin mikil og ekki óalgengt að niðurstöður vefjagreiningar komi lækninum á óvart. Mikilvægi frumubreytinga í blettum (dysplasia, architectural disorder) hefur einnig verið umdeilt þótt nú hafi náðst allgóð sátt um túlkun þeirra. Frumubreytingar gefa til kynna að viðkomandi sé í aukinni hættu á að fá sortuæxli. Ef náin ættmenni hafa einnig frumubreytingar eða hafa haft sortuæxli þarf að hafa gott eftirlit með sjúklingnum. Meginástæða þess að blettur er fjarlægður er grunur um frumubreytingar eða sortuæxli. Fyrir 30 árum voru um 80 af hundraði þeirra sem greindust með ífarandi sortuæxli látnir eftir fimm ár. Í dag er öldin önnur og er nærri lagi að 80 af hundraði lifi að fimm árum liðnum. Ekki er þó öll sagan sögð því fjöldi þeirra sem greinast með sjúkdóminn hefur aukist verulega. Árin 1959-1963 greindust að meðaltali 2,4 á ári með ífarandi sortuæxli en 1998 greindust 30. Dauðsföllum hefur þó ekki fjölgað á sama hátt. Erfitt getur því verið að meta miklvægi þessarar miklu aukningar, meðal annars vegna þess að þykkt æxlanna var ekki metin á sama hátt og nú er gert, en þykktin ákvarðar fyrst og fremst hve alvarlegur sjúkdómurinn er.en
dc.languageICE-
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectHúðkrabbameinen
dc.subjectSortuæxlien
dc.subject.meshSkin Neoplasmsen
dc.subject.meshMelanomaen
dc.titleSortuæxli og frumubreytingar í blettum : skugginn frá ljósabekknum? [ritstjórnargrein]is
dc.title.alternativeMelanoma and dysplastic nevi. The dark side of tanning beds [editorial]en
dc.typeArticleen
dc.contributor.departmentDepartment of skin and sexually transmitted diseases, Landspitali University Hospital, Þverholti, 105 Reykjavík, Iceland. jonh@landspitali.is.en
dc.identifier.journalLæknablaðiðen

Related articles on PubMed

All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.