2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/41697
Title:
Mat á vexti fósturs á meðgöngu : kostir og gallar
Authors:
Hrafnhildur Margrét Bridde; Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Citation:
Ljósmæðrablaðið 2008, 86(1):13-15
Issue Date:
1-Jun-2008
Abstract:
Heilsugæsla á meðgöngu felst í því að fylgjast með vellíðan móður og barns auk þess sem mikið forvarnarstarf fer fram í mæðravernd. Markmið meðgönguverndar samkvæmt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (2007) er að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf, að greina áhættuþætti og veita fræðslu. Gert er ráð fyrir því að kona komi í fyrstu skoðun í mæðravernd fyrir 12. viku meðgöngu eins og tilgreint er í Klínískum leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu (Jóna Dóra Kristinsdóttir, Anna Björg Aradóttir, & Hildur Kristjánsdóttir, 2006). Mæðravernd er almennt í höndum ljósmæðra á Íslandi og er það undirstrikað í Reglugerð um heilsugæslustöðvar frá 2007 (nr. 7 7,. 1 .gr., 1.mgr.). Eitt af mikilvægustu verkefnum ljósmóður í mæðravernd er að fylgjast með vexti fósturs í gegnum alla meðgönguna. Í skoðun á 25.viku meðgöngu byrjar ljósmóðir að skrá hæð legbotns og meta þannig vöxt fóstursins miðað við stærð legsins (Jóna Dóra Kristinsdóttir og fleiri, 2006). Skráð er á staðlað legvaxtarrit sem styðst við meðaltalsmælingar á legbotni hjá heilbrigðum konum í hverri viku eðlilegrar meðgöngu. Línurnar eru staðalfrávik frá meðaltalinu (Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, 2004). Markmiðið með því að fylgjast með vexti er að greina þau fóstur sem ekki vaxa eðlilega. Skilgreiningar á vaxtarskerðingu geta verið mismunandi eftir heimildum. Algengasta skilgreiningin er að léttburi sé 1501-2500 grömm við fæðingu eða 2 staðalfrávikum frá meðaltalsþyngd miðað við meðgöngulengd en vaxtarskertur léttburi er léttari en 1500gr við fæðingu (Candy, Davies, & Ross, 2001; Clausson, Gardosi, Francis, & Cnattingius, 2001).
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.ljosmaedrafelag.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorHrafnhildur Margrét Bridde-
dc.contributor.authorHarpa Ósk Valgeirsdóttir-
dc.date.accessioned2008-12-02T10:04:36Z-
dc.date.available2008-12-02T10:04:36Z-
dc.date.issued2008-06-01-
dc.date.submitted2008-12-02-
dc.identifier.citationLjósmæðrablaðið 2008, 86(1):13-15en
dc.identifier.issn1670-2670-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/41697-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractHeilsugæsla á meðgöngu felst í því að fylgjast með vellíðan móður og barns auk þess sem mikið forvarnarstarf fer fram í mæðravernd. Markmið meðgönguverndar samkvæmt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (2007) er að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf, að greina áhættuþætti og veita fræðslu. Gert er ráð fyrir því að kona komi í fyrstu skoðun í mæðravernd fyrir 12. viku meðgöngu eins og tilgreint er í Klínískum leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu (Jóna Dóra Kristinsdóttir, Anna Björg Aradóttir, & Hildur Kristjánsdóttir, 2006). Mæðravernd er almennt í höndum ljósmæðra á Íslandi og er það undirstrikað í Reglugerð um heilsugæslustöðvar frá 2007 (nr. 7 7,. 1 .gr., 1.mgr.). Eitt af mikilvægustu verkefnum ljósmóður í mæðravernd er að fylgjast með vexti fósturs í gegnum alla meðgönguna. Í skoðun á 25.viku meðgöngu byrjar ljósmóðir að skrá hæð legbotns og meta þannig vöxt fóstursins miðað við stærð legsins (Jóna Dóra Kristinsdóttir og fleiri, 2006). Skráð er á staðlað legvaxtarrit sem styðst við meðaltalsmælingar á legbotni hjá heilbrigðum konum í hverri viku eðlilegrar meðgöngu. Línurnar eru staðalfrávik frá meðaltalinu (Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, 2004). Markmiðið með því að fylgjast með vexti er að greina þau fóstur sem ekki vaxa eðlilega. Skilgreiningar á vaxtarskerðingu geta verið mismunandi eftir heimildum. Algengasta skilgreiningin er að léttburi sé 1501-2500 grömm við fæðingu eða 2 staðalfrávikum frá meðaltalsþyngd miðað við meðgöngulengd en vaxtarskertur léttburi er léttari en 1500gr við fæðingu (Candy, Davies, & Ross, 2001; Clausson, Gardosi, Francis, & Cnattingius, 2001).en
dc.language.isoisen
dc.publisherLjósmæðrafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://www.ljosmaedrafelag.isen
dc.subjectMæðravernden
dc.subjectFósturþroskien
dc.titleMat á vexti fósturs á meðgöngu : kostir og gallaris
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLjósmæðrablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.