Hvað er opinn aðgangur (Open Access, OA)?

Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfuform. Upphaf þess má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Búdapest í desember 2001. Þar var opinn aðgangur skilgreindur sem „aðgangur án endurgjalds á Interneti til að lesa, hlaða niður, afrita, dreifa, prenta, leita í eða tengja við heildartexta greina og leyfi til að nota textann löglega en án fjárhagslegra, tæknilegra eða lagalegra hindrana“. Eina skilyrði afritunar og dreifingar efnis í opnum aðgangi er að vitnað sé rétt í höfundinn og hann viðurkenndur sem slíkur.


Toolbar

Latest publications  RSS Feed Subscribe for email notification