Stiklur úr sögu félagsins : 1909, Læknafélag Reykjavíkur 90 ára, 1999

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/47221
Title:
Stiklur úr sögu félagsins : 1909, Læknafélag Reykjavíkur 90 ára, 1999
Authors:
Árni Björnsson
Citation:
Læknablaðið 1999, 85(10):811, 813-4, 816-8, 820-2, 824-5
Issue Date:
1-Oct-1999
Abstract:
Þegar formaður Læknafélags Reykjavíkur bað mig á liðnu vori að semja ágrip af sögu félagsins fyrir væntanlegt níræðisafmæli, gerði ég mér vel ljóst að það væri ekki létt verk, ef vel átti að gera, en féllst þó á að reyna. Eins og ég bjóst við reyndist verkið nokkuð torsótt en á hinn bóginn var mjög fróðlegt og gaman að fara yfir þau gögn sem til eru um félagið. í fyrstu las ég yfir þann úrdrátt úr fundargerðum félagsins sem eru í Læknablaðinu en komst fljótt að raun um að þær eru eins og undanrenna, það vantaði rjómann, svo ég ákvað að lesa fundargerðarbækurnar sjálfar eftir því sem kostur væri á en með því fannst mér ég komast nær anda félagsins. Fundargerðirnar eru að vísu misnákvæmar og misvel skrifaðar en þær gefa glögga hugmynd af félagsandanum og hvernig hann hefur breyst á þessum 90 árum sem liðin eru frá því að níu læknar komu saman til að stofna Læknafélag Reykjavíkur, en það sem hratt stofnun þess af stokkunum var stofnun Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem þurfti að hafa einhvern ábyrgan aðila til að semja við um kaup og kjör lækna og læknar þurftu að standa saman um hagsmuni sína. Síðan hefur saga LR og SR tvinnast saman, allt þar til SR var sameinað Tryggingastofnun ríkisins um áramótin 1989/1990. í þeirri sambúð hefur gengið á ýmsu og er sú saga svo fyrirferðarmikil á braut félagsins og áhugaverð á margan hátt, að hún gæti verið sérstakt rannsóknarefni fyrir áhugasaman félagsfræðing eða stjórnmálafræðing. Annað kalláði líka á félagsstofnun og það var þörfin fyrir faglega upplýsingu og viðhaldsmenntun. Hér voru engar lækningastofnanir, sem hægt var að sækja fræðslu til. Þó að hér væri háskóli, þá var hér engin akademía og ekki var hér neitt tímarit um læknisfræðileg efni. Samt er það höfundi stöðugt undrunarefni hve vel íslenskir læknar fylgdust með nýjungum í læknisfræði á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÁrni Björnsson-
dc.date.accessioned2009-01-09T16:00:57Z-
dc.date.available2009-01-09T16:00:57Z-
dc.date.issued1999-10-01-
dc.date.submitted2009-01-09-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1999, 85(10):811, 813-4, 816-8, 820-2, 824-5en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/47221-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÞegar formaður Læknafélags Reykjavíkur bað mig á liðnu vori að semja ágrip af sögu félagsins fyrir væntanlegt níræðisafmæli, gerði ég mér vel ljóst að það væri ekki létt verk, ef vel átti að gera, en féllst þó á að reyna. Eins og ég bjóst við reyndist verkið nokkuð torsótt en á hinn bóginn var mjög fróðlegt og gaman að fara yfir þau gögn sem til eru um félagið. í fyrstu las ég yfir þann úrdrátt úr fundargerðum félagsins sem eru í Læknablaðinu en komst fljótt að raun um að þær eru eins og undanrenna, það vantaði rjómann, svo ég ákvað að lesa fundargerðarbækurnar sjálfar eftir því sem kostur væri á en með því fannst mér ég komast nær anda félagsins. Fundargerðirnar eru að vísu misnákvæmar og misvel skrifaðar en þær gefa glögga hugmynd af félagsandanum og hvernig hann hefur breyst á þessum 90 árum sem liðin eru frá því að níu læknar komu saman til að stofna Læknafélag Reykjavíkur, en það sem hratt stofnun þess af stokkunum var stofnun Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem þurfti að hafa einhvern ábyrgan aðila til að semja við um kaup og kjör lækna og læknar þurftu að standa saman um hagsmuni sína. Síðan hefur saga LR og SR tvinnast saman, allt þar til SR var sameinað Tryggingastofnun ríkisins um áramótin 1989/1990. í þeirri sambúð hefur gengið á ýmsu og er sú saga svo fyrirferðarmikil á braut félagsins og áhugaverð á margan hátt, að hún gæti verið sérstakt rannsóknarefni fyrir áhugasaman félagsfræðing eða stjórnmálafræðing. Annað kalláði líka á félagsstofnun og það var þörfin fyrir faglega upplýsingu og viðhaldsmenntun. Hér voru engar lækningastofnanir, sem hægt var að sækja fræðslu til. Þó að hér væri háskóli, þá var hér engin akademía og ekki var hér neitt tímarit um læknisfræðileg efni. Samt er það höfundi stöðugt undrunarefni hve vel íslenskir læknar fylgdust með nýjungum í læknisfræði á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectLæknablaðiðen
dc.subjectVísindasagaen
dc.subjectLæknafélag Reykjavíkuren
dc.subject.meshHistory, 21st Centuryen
dc.titleStiklur úr sögu félagsins : 1909, Læknafélag Reykjavíkur 90 ára, 1999is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.