Bacteroides mjúkvefjasýking í brjóstvegg í tengslum við ristilkrabbamein [sjúkratilfelli]

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/48876
Title:
Bacteroides mjúkvefjasýking í brjóstvegg í tengslum við ristilkrabbamein [sjúkratilfelli]
Authors:
Þorvarður R. Hálfdanarson; Örn Thorstensen; Runólfur Pálsson
Citation:
Læknablaðið 1998, 84(9):643-5
Issue Date:
1-Sep-1998
Abstract:
Sjúkratilfelli Sjötugur karlmaður var lagður inn á lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hita og brjóstverkjar. Veikindi hófust tveimur dögum fyrir innlögn með kuldahrolli og 40°C hita og daginn eftir fór að bera á vaxandi verk í framanverðum brjóstkassa, neðan hægra viðbeins. Verkurinn var ótengdur öndun og var um tíma illþolanlegur. Við nánari eftirgrennslan lýsti hann vaxandi óþægindum ofan við lífbein undanfarna mánuði. Þá hafði hann lést um nokkur kílógrömm og fundið fyrir vaxandi magnleysi. Fyrri saga var einungis markverð fyrir hjartsláttartruflanir sem hann tók verapamil við. Við skoðun var sjúklingur veikindalegur. Hiti var 39,6°C, blóðþrýstingur 165/85, púls 75 slög á mínútu og öndunartíðni 18. Meðvitund var eðlileg. Eymsli voru við þreifingu á brjóstkassa neðan hægra viðbeins en þar var sérstaklega aumt svæði, um 2 cm í þvermál. Einnig þreifieymsli yfir vöðvum hægri axlar. Engin litarbreyting var sjáanleg á húð á þessum svæðum og enginn þroti var til staðar. Hlustun lungna og hjarta var eðlileg. Kviður var lítillega þaninn með vægum eymslum ofan lífbeins. Endaþarmsskoðun var eðlileg og próf fyrir blóð í saur var neikvætt.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÞorvarður R. Hálfdanarson-
dc.contributor.authorÖrn Thorstensen-
dc.contributor.authorRunólfur Pálsson-
dc.date.accessioned2009-02-11T12:58:11Z-
dc.date.available2009-02-11T12:58:11Z-
dc.date.issued1998-09-01-
dc.date.submitted2009-02-11-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1998, 84(9):643-5en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/48876-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractSjúkratilfelli Sjötugur karlmaður var lagður inn á lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hita og brjóstverkjar. Veikindi hófust tveimur dögum fyrir innlögn með kuldahrolli og 40°C hita og daginn eftir fór að bera á vaxandi verk í framanverðum brjóstkassa, neðan hægra viðbeins. Verkurinn var ótengdur öndun og var um tíma illþolanlegur. Við nánari eftirgrennslan lýsti hann vaxandi óþægindum ofan við lífbein undanfarna mánuði. Þá hafði hann lést um nokkur kílógrömm og fundið fyrir vaxandi magnleysi. Fyrri saga var einungis markverð fyrir hjartsláttartruflanir sem hann tók verapamil við. Við skoðun var sjúklingur veikindalegur. Hiti var 39,6°C, blóðþrýstingur 165/85, púls 75 slög á mínútu og öndunartíðni 18. Meðvitund var eðlileg. Eymsli voru við þreifingu á brjóstkassa neðan hægra viðbeins en þar var sérstaklega aumt svæði, um 2 cm í þvermál. Einnig þreifieymsli yfir vöðvum hægri axlar. Engin litarbreyting var sjáanleg á húð á þessum svæðum og enginn þroti var til staðar. Hlustun lungna og hjarta var eðlileg. Kviður var lítillega þaninn með vægum eymslum ofan lífbeins. Endaþarmsskoðun var eðlileg og próf fyrir blóð í saur var neikvætt.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectRistilkrabbameinen
dc.subject.meshBacteroides Infectionsen
dc.subject.meshColorectal Neoplasmsen
dc.titleBacteroides mjúkvefjasýking í brjóstvegg í tengslum við ristilkrabbamein [sjúkratilfelli]is
dc.typeArticleen
dc.typeOtheren
dc.typeCase Reportsen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.