Samanburður á tveimur aðferðum við endurhæfingu á hjartasjúklingum [M.S. ritgerð]

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/55333
Title:
Samanburður á tveimur aðferðum við endurhæfingu á hjartasjúklingum [M.S. ritgerð]
Authors:
Ólöf Ragna Ámundadóttir
Citation:
Ólöf Ragna Ámundadóttir. Samanburður á tveimur aðferðum við endurhæfingu á hjartasjúklingum. Reykjavík: 1999
Issue Date:
1999
Abstract:
Sjúklingar með kransæðasjúkdóma á Íslandi sem fara í annars stigs hjartaendurhæfingu geta valið á milli tveggja þjálfunaraðferða: 1) Endurhæfing á Reykjalundi, endurhæfingarstofnun þar sem einstaklingurinn dvelur í 4 vikur; eða 2) Endurhæfing á Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga þar sem er þjálfað þrisvar sinnum í viku að heiman, klukkutíma í senn, alls 24 skipti. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman skammtíma- og langtímaárangur þessara tveggja þjálfunaraðferða. Jafnframt að kanna hvort árangurinn væri jafngóður á báðum stöðum, fyrir annars vegar einstaklinga sem höfðu fengið kransæðastíflu og hins vegar einstaklinga sem höfðu farið í kransæðaaðgerð (kransæðahjáveitu eða kransæðavíkkun) í fyrirbyggjandi skyni. Hámarkssúrefnisupptaka, afkastageta, uppsöfnun á mjólkursýru og líkamssamsetning var metin í stöðluðu þrekprófi fyrir endurhæfingartímabilið, strax að því loknu og þrettán mánuðum síðar. Heilsutengd lífsgæði voru mæld með stöðluðum spurningalista fyrir endurhæfingartímabilið og þrettán mánuðum eftir lok þess. Þrjátíu og sjö einstaklingar luku rannsókninni. Meðaltals hámarkssúrefnisupptaka á þyngdareiningu var í upphafi 22,8 ml kg-1mín-1, eftir annars stigs hjartaendurhæfinguna 26,0 ml kg-1 mín-1 og þrettán mánuðum síðar 25,3 ml kg-1 mín-1. Meðaltals afkastageta var í sömu mælingum 1,80 vött-kg-1, 2,12 vött-kg-1 og 2,0 vött-kg-1, og meðaltals mjólkursýruþröskuldur (4 mM) var við 1,41 vött-kg-1 1,57 vött-kg-1 og 1,56 vött-kg-1. Aukningin sem varð í hámarkssúrefnisupptöku, afkastagetu og mjólkursýruþröskuldi meðan á endurhæfingunni stóð var tölfræðilega marktæk í öllum ofangreindum mælingum og var það líka þrettán mánuðum seinna. Einstaklingar sem höfðu fengið kransæðastíflu og fóru í endurhæfingu á HL-stöðina bættu sig marktækt minna í súrefnisupptöku og afköstum en aðrir. Allir sem höfðu farið í kransæðavíkkun eftir kransæðastíflu voru í þessum hóp. Þátttakendur í rannsókninni byggðu upp vöðvamassa og - v - minnkuðu þyngd fitu á meðan á rannsókninni stóð. Fimm þættir af tólf sem mældir voru með spurningalista um heilsutengd lífsgæði voru tölfræðilega marktækt betri þrettán mánuðum eftir lok endurhæfingartímabilsins, það er heilsufar, þrek, líkamsheilsa og líðan. Þegar þjálfunaraðferðirnar tvær voru bornar saman fannst enginn tölfræðilega marktækur munur á þeim í ofangreindum þáttum. Árangur annars stigs endurhæfingar hjartasjúklinga hér á landi er sambærilegur við það sem þekkist annars staðar og ekki er munur á árangri þeirra tveggja þjálfunaraðferða sem notaðar eru hérlendis fyrir þá sem höfðu farið í fyrirbyggjandi kransæðaaðgerð.; Patients with cardiovascular diseases who undergo phase II cardiac rehabilitation can choose between the following two rehabilitation programs: 1) Reykjalundur Rehabilitation Center, a four week intensive inpatient rehabilitation; or 2) The Heart and Lung Rehabilitation Center (HL-Center), an outpatient clinic where patients train three times a week for one hour at a time for 8-10 weeks. The purpose of this study was to compare the short-term and long-term outcome measures of the two rehabilitation programs. Also to compare the outcome measures both of patients with a history of myocardial infarct and of patients who underwent a coronary operation without a history of myocardial infarct. Peak oxygen uptake, blood lactate build-up, peak performance and body composition were measured by a standard cardio-pulmonary exercise test before the phase II heart rehabilitation program began, immediately after it was completed and 13 months later. Quality of life was measured by a standardized questionnaire before and thirteen months after conclusion of the phase II cardiac rehabilitation. Thirty seven patients completed the study. Mean peak oxygen uptake before the rehabilitation program was 22.8 ml kg-1min-1, after the phase II rehabilitation 26.0 ml kg-1 min-1 and thirteen months later 25.3 ml kg-1 min-1. Mean peak performance was 1.80 w-kg-1, 2.12 w-kg-1 and 2.0 w-kg-1, respectively. Mean lactate threshold (4 mM) was at 1.41 w-kg-1 1.57 w-kg-1 1.56 w-kg-1, respectively. The improvement in these three measurements over the phase II cardiac rehabilitation period was statistically significant and also thirteen months later. Patients who had a history of myocardial infarct and underwent phase II cardiac rehabilitation at the HL-Center increased their peak oxygen uptake and peak performance significally less than the other patients. All of those who underwent percutaneous transluminal coronary angioplasty (PTCA) after myocardial infarct were in the first group. The patients gained muscle mass and reduced their fat tissue over the study period. Quality of life results indicated significant improvement at the end of the study in five out of twelve factors measured: general health, concentration, energy, physical health and general well being. However, there was no statistically significant difference between the programs. This study indicates that the results of cardiac rehabilitation in Iceland are in accord with other studies. There is no statistical difference between these two rehabilitation programs in Iceland in the factors measured for patient without a history of myocardial infarct.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast ritgerðina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Rights:
openAccess

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÓlöf Ragna Ámundadóttir-
dc.date.accessioned2009-03-13T16:21:46Z-
dc.date.available2009-03-13T16:21:46Z-
dc.date.issued1999-
dc.date.submitted2009-03-13-
dc.identifier.citationÓlöf Ragna Ámundadóttir. Samanburður á tveimur aðferðum við endurhæfingu á hjartasjúklingum. Reykjavík: 1999en
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/55333-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast ritgerðina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractSjúklingar með kransæðasjúkdóma á Íslandi sem fara í annars stigs hjartaendurhæfingu geta valið á milli tveggja þjálfunaraðferða: 1) Endurhæfing á Reykjalundi, endurhæfingarstofnun þar sem einstaklingurinn dvelur í 4 vikur; eða 2) Endurhæfing á Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga þar sem er þjálfað þrisvar sinnum í viku að heiman, klukkutíma í senn, alls 24 skipti. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman skammtíma- og langtímaárangur þessara tveggja þjálfunaraðferða. Jafnframt að kanna hvort árangurinn væri jafngóður á báðum stöðum, fyrir annars vegar einstaklinga sem höfðu fengið kransæðastíflu og hins vegar einstaklinga sem höfðu farið í kransæðaaðgerð (kransæðahjáveitu eða kransæðavíkkun) í fyrirbyggjandi skyni. Hámarkssúrefnisupptaka, afkastageta, uppsöfnun á mjólkursýru og líkamssamsetning var metin í stöðluðu þrekprófi fyrir endurhæfingartímabilið, strax að því loknu og þrettán mánuðum síðar. Heilsutengd lífsgæði voru mæld með stöðluðum spurningalista fyrir endurhæfingartímabilið og þrettán mánuðum eftir lok þess. Þrjátíu og sjö einstaklingar luku rannsókninni. Meðaltals hámarkssúrefnisupptaka á þyngdareiningu var í upphafi 22,8 ml kg-1mín-1, eftir annars stigs hjartaendurhæfinguna 26,0 ml kg-1 mín-1 og þrettán mánuðum síðar 25,3 ml kg-1 mín-1. Meðaltals afkastageta var í sömu mælingum 1,80 vött-kg-1, 2,12 vött-kg-1 og 2,0 vött-kg-1, og meðaltals mjólkursýruþröskuldur (4 mM) var við 1,41 vött-kg-1 1,57 vött-kg-1 og 1,56 vött-kg-1. Aukningin sem varð í hámarkssúrefnisupptöku, afkastagetu og mjólkursýruþröskuldi meðan á endurhæfingunni stóð var tölfræðilega marktæk í öllum ofangreindum mælingum og var það líka þrettán mánuðum seinna. Einstaklingar sem höfðu fengið kransæðastíflu og fóru í endurhæfingu á HL-stöðina bættu sig marktækt minna í súrefnisupptöku og afköstum en aðrir. Allir sem höfðu farið í kransæðavíkkun eftir kransæðastíflu voru í þessum hóp. Þátttakendur í rannsókninni byggðu upp vöðvamassa og - v - minnkuðu þyngd fitu á meðan á rannsókninni stóð. Fimm þættir af tólf sem mældir voru með spurningalista um heilsutengd lífsgæði voru tölfræðilega marktækt betri þrettán mánuðum eftir lok endurhæfingartímabilsins, það er heilsufar, þrek, líkamsheilsa og líðan. Þegar þjálfunaraðferðirnar tvær voru bornar saman fannst enginn tölfræðilega marktækur munur á þeim í ofangreindum þáttum. Árangur annars stigs endurhæfingar hjartasjúklinga hér á landi er sambærilegur við það sem þekkist annars staðar og ekki er munur á árangri þeirra tveggja þjálfunaraðferða sem notaðar eru hérlendis fyrir þá sem höfðu farið í fyrirbyggjandi kransæðaaðgerð.en
dc.description.abstractPatients with cardiovascular diseases who undergo phase II cardiac rehabilitation can choose between the following two rehabilitation programs: 1) Reykjalundur Rehabilitation Center, a four week intensive inpatient rehabilitation; or 2) The Heart and Lung Rehabilitation Center (HL-Center), an outpatient clinic where patients train three times a week for one hour at a time for 8-10 weeks. The purpose of this study was to compare the short-term and long-term outcome measures of the two rehabilitation programs. Also to compare the outcome measures both of patients with a history of myocardial infarct and of patients who underwent a coronary operation without a history of myocardial infarct. Peak oxygen uptake, blood lactate build-up, peak performance and body composition were measured by a standard cardio-pulmonary exercise test before the phase II heart rehabilitation program began, immediately after it was completed and 13 months later. Quality of life was measured by a standardized questionnaire before and thirteen months after conclusion of the phase II cardiac rehabilitation. Thirty seven patients completed the study. Mean peak oxygen uptake before the rehabilitation program was 22.8 ml kg-1min-1, after the phase II rehabilitation 26.0 ml kg-1 min-1 and thirteen months later 25.3 ml kg-1 min-1. Mean peak performance was 1.80 w-kg-1, 2.12 w-kg-1 and 2.0 w-kg-1, respectively. Mean lactate threshold (4 mM) was at 1.41 w-kg-1 1.57 w-kg-1 1.56 w-kg-1, respectively. The improvement in these three measurements over the phase II cardiac rehabilitation period was statistically significant and also thirteen months later. Patients who had a history of myocardial infarct and underwent phase II cardiac rehabilitation at the HL-Center increased their peak oxygen uptake and peak performance significally less than the other patients. All of those who underwent percutaneous transluminal coronary angioplasty (PTCA) after myocardial infarct were in the first group. The patients gained muscle mass and reduced their fat tissue over the study period. Quality of life results indicated significant improvement at the end of the study in five out of twelve factors measured: general health, concentration, energy, physical health and general well being. However, there was no statistically significant difference between the programs. This study indicates that the results of cardiac rehabilitation in Iceland are in accord with other studies. There is no statistical difference between these two rehabilitation programs in Iceland in the factors measured for patient without a history of myocardial infarct.en
dc.language.isoisen
dc.rightsopenAccessen
dc.subjectHjartasjúkdómaren
dc.subjectEndurhæfingen
dc.subjectKransæðasjúkdómaren
dc.subjectMælingaren
dc.subjectSjúkraþjálfunen
dc.subjectÞjálfunen
dc.subject.meshHeart Diseasesen
dc.subject.meshRehabilitationen
dc.subject.meshCoronary Diseaseen
dc.titleSamanburður á tveimur aðferðum við endurhæfingu á hjartasjúklingum [M.S. ritgerð]is
dc.typeThesisen
dc.rights.accessOpen Accessen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.