2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/64497
Title:
Illkynja háhiti á Íslandi, skimun og skráning [fræðileg ábending]
Authors:
Þórarinn Ólafsson; Stefán B. Sigurðsson
Citation:
Læknablaðið 1996, 82(10):714-5
Issue Date:
1-Oct-2006
Abstract:
Illkynja háhiti (malignant hyperthermy, MH) er erfðasjúkdómur sem fyrst var lýst af áströlskum læknum árið 1960 (1) og stafar af galla í kalkbúskap vöðvafrumna (2). Þeir sem hafa þennan erfðagalla eru heilbrigðir í sínu daglega lífi og heyrir til undantekningar ef viðkomandi vita um gallann eða verða varir við hann. Einhver einkenni geta þó komið fram við mjög mikið líkamlegt álag í miklum hita. Skráning og leit hér á landi að einstaklingum jákvæðum fyrir illkynja háhita hófst fyrir 12 árum (3,4) og hefur verið ákveðið að senda út skrá yfir alla þá sem reynst hafa jákvæðir við rannsókn á vöðvasýnum. Sjúkdómurinn hefur verið kallaður martröð svæfingalæknisins. Ástæðan er sú að þessir einstaklingar þola ekki að vera meðhöndlaðir með svokölluðum kveikiefnum (succinylcholine) við barkaþræðingu og/eða svæfðir með halógeneruðum svæfingalyfjum svo sem halótan, enflúran og svo framvegis. Þegar það er gert fara þessi efni inn í vöðvafrumurnar og vegna galla í frymisneti þeirra geta efnin valdið losun kalsíumjóna (Ca++) sem leiðir til stöðugs samdráttar (stífleika) í vöðvunum. Þetta krefst mjög mikillar orkulosunar í líkamanum og leiðir það til aukins efnaskiptahraða, hitamyndimar (2-6° á klukkustund), hraðari hjartsláttar, aukningar á hlutaþrýstingi koltvíildis (pC02) sem leiðir til mikillar súrnunar, aukningar á kalíumstyrk í blóði ásamt stóraukins magns af vöðvahvötum kreatínkínasa (creatine kinase CK). Þessi viðbrögð koma fram skyndilega, ná fljótt hámarki (á nokkrum mínútum) og leiða yfirleitt til dauða sjúklingsins ef ekki er brugðist rétt við. Það sem flækir málið meira er að jafnvel þótt sjúkdómurinn sé til staðar getur það verið tilviljun háð hvort einkenni hans koma fram við svæfinguna. Dæmi er um að sjúklingur hafi verið svæfður oftar en 10 sinnum áður en einkenni illkynja háhita komu í ljós. Ástæðan er óþekkt.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÞórarinn Ólafsson-
dc.contributor.authorStefán B. Sigurðsson-
dc.date.accessioned2009-04-06T11:47:36Z-
dc.date.available2009-04-06T11:47:36Z-
dc.date.issued2006-10-01-
dc.date.submitted2009-04-06-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1996, 82(10):714-5en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/64497-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractIllkynja háhiti (malignant hyperthermy, MH) er erfðasjúkdómur sem fyrst var lýst af áströlskum læknum árið 1960 (1) og stafar af galla í kalkbúskap vöðvafrumna (2). Þeir sem hafa þennan erfðagalla eru heilbrigðir í sínu daglega lífi og heyrir til undantekningar ef viðkomandi vita um gallann eða verða varir við hann. Einhver einkenni geta þó komið fram við mjög mikið líkamlegt álag í miklum hita. Skráning og leit hér á landi að einstaklingum jákvæðum fyrir illkynja háhita hófst fyrir 12 árum (3,4) og hefur verið ákveðið að senda út skrá yfir alla þá sem reynst hafa jákvæðir við rannsókn á vöðvasýnum. Sjúkdómurinn hefur verið kallaður martröð svæfingalæknisins. Ástæðan er sú að þessir einstaklingar þola ekki að vera meðhöndlaðir með svokölluðum kveikiefnum (succinylcholine) við barkaþræðingu og/eða svæfðir með halógeneruðum svæfingalyfjum svo sem halótan, enflúran og svo framvegis. Þegar það er gert fara þessi efni inn í vöðvafrumurnar og vegna galla í frymisneti þeirra geta efnin valdið losun kalsíumjóna (Ca++) sem leiðir til stöðugs samdráttar (stífleika) í vöðvunum. Þetta krefst mjög mikillar orkulosunar í líkamanum og leiðir það til aukins efnaskiptahraða, hitamyndimar (2-6° á klukkustund), hraðari hjartsláttar, aukningar á hlutaþrýstingi koltvíildis (pC02) sem leiðir til mikillar súrnunar, aukningar á kalíumstyrk í blóði ásamt stóraukins magns af vöðvahvötum kreatínkínasa (creatine kinase CK). Þessi viðbrögð koma fram skyndilega, ná fljótt hámarki (á nokkrum mínútum) og leiða yfirleitt til dauða sjúklingsins ef ekki er brugðist rétt við. Það sem flækir málið meira er að jafnvel þótt sjúkdómurinn sé til staðar getur það verið tilviljun háð hvort einkenni hans koma fram við svæfinguna. Dæmi er um að sjúklingur hafi verið svæfður oftar en 10 sinnum áður en einkenni illkynja háhita komu í ljós. Ástæðan er óþekkt.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectSvæfingaren
dc.subjectErfðiren
dc.subject.meshMalignant Hyperthermiaen
dc.subject.meshAnestheticsen
dc.titleIllkynja háhiti á Íslandi, skimun og skráning [fræðileg ábending]is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.