Mannréttindi og lækningar : nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga [ritstjórnargrein]

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/64673
Title:
Mannréttindi og lækningar : nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga [ritstjórnargrein]
Authors:
Örn Bjarnason
Citation:
Læknablaðið 1996, 82(8):554-5
Issue Date:
1-Aug-1996
Abstract:
Í þessu tölublaði er birt uppkast að Samningi um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði (1). Verður samþykkt samningsins mikilvægur áfangi á ferli, sem hófst fyrir réttum fimmtíu árum. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp ýmis ný vandamál, sem læknastéttin þurfti að takast á við. Eitt var það, að innan Þriðja ríkisins höfðu nasistar gert tilraunir á fólki, er höfðu lítið sem ekkert vísindagildi og beitt það ýmsum ómannúðlegum aðgerðum, allt án samþykkis þess. Síðar kom í ljós, að ekki hafði heldur allt verið með felldu innan lýðræðisríkjanna vestan hafs og austan (2). Umræðan leiddi til þess að hugtakið vitneskjusamþykki var skilgreint og Alþjóðafélag lækna gaf út fyrstu Helsinkiyfirlýsinguna (3). Endurlífgun og líffæraflutningar komu í kjölfar nýrrar þekkingar og tækni. Dauðinn og dauðastundin urðu þar með afstæð og engar reglur voru til um það, hvenær ætti að endurlífga og hvenær að hafast ekki að. Þar kom, að svæfingalæknar héldu heimsþing sitt í Rómaborg haustið 1957 og leituðu þeir svara hjá Píusi páfa tólfta um skyldur lækna í þessu tilliti. Páfi komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, aö staðfesting dauðastundarinnar í einstökum tilvikum verði ekki ráðin af neinum trúarlegum eða heimspekilegum meginreglum. Þess vegna falli spurningin ekki innan umráðasviðs kirkjunnar og þekking lækna geri þeim fært að skilgreina dauðastundina (4). Hins vegar opnaði hann leiðina til nýrrar skilgreiningar dauðans og hann lagði til hugtökin venjuleg og óvenjuleg ráð til viðhalds lífs, þegar hann ræddi um þá, sem eru í djúpu meðvitundarleysi, — í dái.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorÖrn Bjarnason-
dc.date.accessioned2009-04-08T09:23:33Z-
dc.date.available2009-04-08T09:23:33Z-
dc.date.issued1996-08-01-
dc.date.submitted2009-04-08-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1996, 82(8):554-5en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/64673-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÍ þessu tölublaði er birt uppkast að Samningi um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði (1). Verður samþykkt samningsins mikilvægur áfangi á ferli, sem hófst fyrir réttum fimmtíu árum. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp ýmis ný vandamál, sem læknastéttin þurfti að takast á við. Eitt var það, að innan Þriðja ríkisins höfðu nasistar gert tilraunir á fólki, er höfðu lítið sem ekkert vísindagildi og beitt það ýmsum ómannúðlegum aðgerðum, allt án samþykkis þess. Síðar kom í ljós, að ekki hafði heldur allt verið með felldu innan lýðræðisríkjanna vestan hafs og austan (2). Umræðan leiddi til þess að hugtakið vitneskjusamþykki var skilgreint og Alþjóðafélag lækna gaf út fyrstu Helsinkiyfirlýsinguna (3). Endurlífgun og líffæraflutningar komu í kjölfar nýrrar þekkingar og tækni. Dauðinn og dauðastundin urðu þar með afstæð og engar reglur voru til um það, hvenær ætti að endurlífga og hvenær að hafast ekki að. Þar kom, að svæfingalæknar héldu heimsþing sitt í Rómaborg haustið 1957 og leituðu þeir svara hjá Píusi páfa tólfta um skyldur lækna í þessu tilliti. Páfi komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, aö staðfesting dauðastundarinnar í einstökum tilvikum verði ekki ráðin af neinum trúarlegum eða heimspekilegum meginreglum. Þess vegna falli spurningin ekki innan umráðasviðs kirkjunnar og þekking lækna geri þeim fært að skilgreina dauðastundina (4). Hins vegar opnaði hann leiðina til nýrrar skilgreiningar dauðans og hann lagði til hugtökin venjuleg og óvenjuleg ráð til viðhalds lífs, þegar hann ræddi um þá, sem eru í djúpu meðvitundarleysi, — í dái.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectDauðien
dc.subjectSiðfræðien
dc.subjectRéttarstaðaen
dc.subject.meshPatient Advocacyen
dc.titleMannréttindi og lækningar : nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga [ritstjórnargrein]is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.