2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/65257
Title:
Um fár í kúm og mönnum [ritstjórnargrein]
Authors:
Guðmundur Georgsson
Citation:
Læknablaðið 1996, 82(5):362-3, 365
Issue Date:
1-May-1996
Abstract:
Heilbrigðismálaráðherra Breta, Stephen Dorell, mun vart hafa órað fyrir því hver áhrif orð sem hann lét falla á þingi þann 20. mars síðastliðinn um hugsanleg tengsl riðu í kúm (Bovine spongiform encephalopathy) og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá mönnum, mundu hafa. Það kom fyrir lítið að hann lagði áherslu á að það væri engan veginn sannað að kúariða bærist í menn og að áhættan væri að minnsta kosti sáralítil. Viðbrögð stjórnarandstöðu sem sökuðu stjórnvöld um að hafa haldið upplýsingum um þessa hættu leyndum svo og viðbrögð fjölmiðla og almennings leiddu til þess að viku síðar virtist blómlegur atvinnuvegur breskra bænda algjörlega rústaður. Öll þessi atburðarás sýnir glöggt hve upplýsingar er varða heilsufar folks eru vandmeðfarnar. Aðdragandi þessarar atburðarásar er þó nokkur. Þegar sýnt þótti fyrir ríflega áratug að smitefni sauðfjárriðu hefðu stigið yfir tegundaþröskuldinn (species barrier), og hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum sauðmeinlausu skepnum í óð dýr, „mad cow disease" var það heiti sem sjúkdómnum var gefið í fyrstu, vaknaði meðal annars sú spurning hvort menn gætu smitast? Margs konar samtök hafa alið á tortryggni gagnvart stjórnvöldum og vænt þau um aðgerðarleysi og að leyna upplýsingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera aðeins grein fyrir hvað riða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur eiga sameiginlegt: 1) Þetta eru heilasjúkdómar; 2) meðgöngutími er langur, til dæmis 10-40 ár í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi; 3) gangur sjúkdóms eftir að einkenni koma fram er hraður og leiðir ávallt til dauða; 4) megindrættir vefjaskemmda í heila eru nánast eins; 5) síðast en ekki síst er smitefnið náskylt. Vegna þess að þeir uppfylla skilmerki hæggengra smitsjúkdóma hafa þeir verið taldir til þeirra og jafnframt verið auðkenndir með heitinu „spongiform encephalopathies" sem tekur mið af einkennandi vefjaskemmdum.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorGuðmundur Georgsson-
dc.date.accessioned2009-04-17T13:11:28Z-
dc.date.available2009-04-17T13:11:28Z-
dc.date.issued1996-05-01-
dc.date.submitted2009-04-17-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1996, 82(5):362-3, 365en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/65257-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractHeilbrigðismálaráðherra Breta, Stephen Dorell, mun vart hafa órað fyrir því hver áhrif orð sem hann lét falla á þingi þann 20. mars síðastliðinn um hugsanleg tengsl riðu í kúm (Bovine spongiform encephalopathy) og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá mönnum, mundu hafa. Það kom fyrir lítið að hann lagði áherslu á að það væri engan veginn sannað að kúariða bærist í menn og að áhættan væri að minnsta kosti sáralítil. Viðbrögð stjórnarandstöðu sem sökuðu stjórnvöld um að hafa haldið upplýsingum um þessa hættu leyndum svo og viðbrögð fjölmiðla og almennings leiddu til þess að viku síðar virtist blómlegur atvinnuvegur breskra bænda algjörlega rústaður. Öll þessi atburðarás sýnir glöggt hve upplýsingar er varða heilsufar folks eru vandmeðfarnar. Aðdragandi þessarar atburðarásar er þó nokkur. Þegar sýnt þótti fyrir ríflega áratug að smitefni sauðfjárriðu hefðu stigið yfir tegundaþröskuldinn (species barrier), og hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum sauðmeinlausu skepnum í óð dýr, „mad cow disease" var það heiti sem sjúkdómnum var gefið í fyrstu, vaknaði meðal annars sú spurning hvort menn gætu smitast? Margs konar samtök hafa alið á tortryggni gagnvart stjórnvöldum og vænt þau um aðgerðarleysi og að leyna upplýsingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera aðeins grein fyrir hvað riða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur eiga sameiginlegt: 1) Þetta eru heilasjúkdómar; 2) meðgöngutími er langur, til dæmis 10-40 ár í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi; 3) gangur sjúkdóms eftir að einkenni koma fram er hraður og leiðir ávallt til dauða; 4) megindrættir vefjaskemmda í heila eru nánast eins; 5) síðast en ekki síst er smitefnið náskylt. Vegna þess að þeir uppfylla skilmerki hæggengra smitsjúkdóma hafa þeir verið taldir til þeirra og jafnframt verið auðkenndir með heitinu „spongiform encephalopathies" sem tekur mið af einkennandi vefjaskemmdum.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectRiðuveikien
dc.subjectCreutzfeldt-Jakob sjúkdómuren
dc.subjectSmitsjúkdómaren
dc.subjectHúsdýren
dc.subject.meshCreutzfeldt-Jakob Syndromeen
dc.titleUm fár í kúm og mönnum [ritstjórnargrein]is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.