2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/73913
Title:
Erfðir og krabbamein [bréf til blaðsins]
Authors:
Reynir Arngrímsson
Citation:
Læknablaðið 1994, 80(8):392-3
Issue Date:
1-Oct-1994
Abstract:
Nýlega birtist spá um verulega aukningu krabbameinstilfella á Íslandi fram yfir aldamót (1). Meiri aukningu krabbameins var spáð hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Þetta væri uggvekjandi þróun, því þrátt fyrir bætta meðferðarmöguleika og betri lífslíkur er krabbamein á meðal algengustu dánarorsaka Íslendinga. Árlega er varið miklum fjármunum í rannsóknir á orsökum krabbameins og hefur áherslan í vaxandi mæli verið lögð á erfðarannsóknir. Sameiginlegt öllum krabbameinsfrumum eru breytingar í erfðaefni, sem meðal annars koma fram sem litningabreytingar, brottfall á arfbreytileika (loss of heterozygosity) og stökkbreytingar. Breytingar þessar geta verið arfgengar eða áunnar. Til skamms tíma hafa krabbameinsrannsóknir beinst að umhverfisþáttum sem geta valdið áunnum breytingum á erfðaefninu og umbreytt eðlilegri frumu í æxlisfrumu en nú er meira kapp lagt á að einangra og skilja hegðun þeirra gena sem umbreytast í krabbameini. Þó að krabbamein sé í flestum tilfellum margþátta sjúkdómur, þar sem samspil umhverfisþátta og arfgerðar hafa áhrif á líkur þess að ákveðnir einstaklingar veikist, finnast í öllum þjóðfélögum fjölskyldur þar sem krabbamein leggst á stóran hluta fjölskyldumeðlima og greina má sláandi mendelísk erfðamynstur (fjölskyldubundið krabbamein) (2). Einnig er vel þekkt að krabbamein er til sem erfðasjúkdómur, til dæmis geta arfgengar stökkbreytingar í æxlisgenum á litningum 2,3 og 5 valdið ristilkrabbameini. Í þessum afbrigðum krabbameins kemur sjúkdómurinn gjarnan fram hjá ungu fólki.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorReynir Arngrímsson-
dc.date.accessioned2009-07-15T13:30:17Z-
dc.date.available2009-07-15T13:30:17Z-
dc.date.issued1994-10-01-
dc.date.submitted2009-07-15-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1994, 80(8):392-3en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/73913-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractNýlega birtist spá um verulega aukningu krabbameinstilfella á Íslandi fram yfir aldamót (1). Meiri aukningu krabbameins var spáð hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Þetta væri uggvekjandi þróun, því þrátt fyrir bætta meðferðarmöguleika og betri lífslíkur er krabbamein á meðal algengustu dánarorsaka Íslendinga. Árlega er varið miklum fjármunum í rannsóknir á orsökum krabbameins og hefur áherslan í vaxandi mæli verið lögð á erfðarannsóknir. Sameiginlegt öllum krabbameinsfrumum eru breytingar í erfðaefni, sem meðal annars koma fram sem litningabreytingar, brottfall á arfbreytileika (loss of heterozygosity) og stökkbreytingar. Breytingar þessar geta verið arfgengar eða áunnar. Til skamms tíma hafa krabbameinsrannsóknir beinst að umhverfisþáttum sem geta valdið áunnum breytingum á erfðaefninu og umbreytt eðlilegri frumu í æxlisfrumu en nú er meira kapp lagt á að einangra og skilja hegðun þeirra gena sem umbreytast í krabbameini. Þó að krabbamein sé í flestum tilfellum margþátta sjúkdómur, þar sem samspil umhverfisþátta og arfgerðar hafa áhrif á líkur þess að ákveðnir einstaklingar veikist, finnast í öllum þjóðfélögum fjölskyldur þar sem krabbamein leggst á stóran hluta fjölskyldumeðlima og greina má sláandi mendelísk erfðamynstur (fjölskyldubundið krabbamein) (2). Einnig er vel þekkt að krabbamein er til sem erfðasjúkdómur, til dæmis geta arfgengar stökkbreytingar í æxlisgenum á litningum 2,3 og 5 valdið ristilkrabbameini. Í þessum afbrigðum krabbameins kemur sjúkdómurinn gjarnan fram hjá ungu fólki.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectKrabbameinen
dc.subjectErfðiren
dc.subject.meshGeneticsen
dc.subject.meshNeoplasmsen
dc.titleErfðir og krabbamein [bréf til blaðsins]is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.