2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/75124
Title:
Um notkun skjaldkirtilsprófa [ritstjórnargrein]
Authors:
Ari Jóhannesson
Citation:
Læknablaðið 1994, 80(5):176-8
Issue Date:
1-May-1994
Abstract:
Ákvörðun um rannsóknir og túlkun þeirra eru snar þáttur í störfum okkar lækna. Þær gegna veigamiklu hlutverki til dæmis við kembileit, staðfestingu eða útilokun sjúkdómsgreiningar og sjúkdómseftirlit. Markviss notkun rannsókna ætti að vera keppikefii allra lækna, einkum nú á tímum vaxandi krafna um góða þjónustu, en þó með sem minnstum kostnaði. Margar athuganir hafa sýnt að rannsóknarstofur virðast ofnotaðar (1). Heildarkostnaður vegna þessa er vafalaust drjúgmikill, þótt einstakar algengar rannsóknir séu ekki ýkja dýrar ("little ticket technology"). Þá eru óþarfar rannsóknir varasamar af öðrum ástæðum, meðal annars vegna þess að þær geta hrundið af stað skriðu frekari rannsókna á grundvelli falskt jákvæðra niðurstaðna (heilkenni Odysseifs) (2). Margt getur skýrt ofnotkun á lækningarannsóknum: 1. - Skortur á tilhlýðilegri þekkingu á takmörkunum rannsókna og þar með oftrú á gildi þeirra meðal margra lækna og nær allra sjúklinga. Samfara þessu er gjarnan vanmat á hefðbundnum gildum sjúkrasögu og skoðunar. 2.- Ör þróun í rannsóknartækni, sem leiðir af sér mikið framboð rannsókna og tíð umskipti í mælingaraðferðum fyrir hverja rannsókn, gerir okkur erfitt um vik að leggja rétt mat á gildi þeirra í daglegum störfum. 3. - Of lítil tengsl eru á milli lækna og almennra rannsóknarstofa. Starfsmenn hinna síðarnefndu virðast á stundum sitja í fílabeinsturni heillandi nýjunga í mælingaraðferðum sem verða jafnvel markmið í sjálfu sér. Enn er alltof lítið um það að rannsóknarstofur í stoðgreinum, til dæmis blóðrannsóknum og myndgreiningu skýri í rituðu máli þær rannsóknir sem boðið er upp á, ekki síst þær nýjustu, helstu ábendingar, frábendingar, takmarkanir og þess háttar. 4. - Einhvers konar áráttuofnotkun sumra lækna á rannsóknum. Skýringar gætu verið til dæmis ótti við að missa af sjaldgæfri sjúkdómsgreiningu eða einhvers konar fullvissuþráhyggja í sjúkdómaleit (3). 5. - Fáfræði um kostnað rannsókna. Að hluta til er þetta vegna þess að upplýsingar um kostnað eru víða ekki aðgengilegar. 6. - Ágóðasjónarmið, til dæmis ef læknir sem ákveður rannsókn er sá sami og framkvæmir hana og fær þá jafnframt umbun fyrir.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorAri Jóhannesson-
dc.date.accessioned2009-07-23T11:28:29Z-
dc.date.available2009-07-23T11:28:29Z-
dc.date.issued1994-05-01-
dc.date.submitted2009-07-23-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1994, 80(5):176-8en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/75124-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÁkvörðun um rannsóknir og túlkun þeirra eru snar þáttur í störfum okkar lækna. Þær gegna veigamiklu hlutverki til dæmis við kembileit, staðfestingu eða útilokun sjúkdómsgreiningar og sjúkdómseftirlit. Markviss notkun rannsókna ætti að vera keppikefii allra lækna, einkum nú á tímum vaxandi krafna um góða þjónustu, en þó með sem minnstum kostnaði. Margar athuganir hafa sýnt að rannsóknarstofur virðast ofnotaðar (1). Heildarkostnaður vegna þessa er vafalaust drjúgmikill, þótt einstakar algengar rannsóknir séu ekki ýkja dýrar ("little ticket technology"). Þá eru óþarfar rannsóknir varasamar af öðrum ástæðum, meðal annars vegna þess að þær geta hrundið af stað skriðu frekari rannsókna á grundvelli falskt jákvæðra niðurstaðna (heilkenni Odysseifs) (2). Margt getur skýrt ofnotkun á lækningarannsóknum: 1. - Skortur á tilhlýðilegri þekkingu á takmörkunum rannsókna og þar með oftrú á gildi þeirra meðal margra lækna og nær allra sjúklinga. Samfara þessu er gjarnan vanmat á hefðbundnum gildum sjúkrasögu og skoðunar. 2.- Ör þróun í rannsóknartækni, sem leiðir af sér mikið framboð rannsókna og tíð umskipti í mælingaraðferðum fyrir hverja rannsókn, gerir okkur erfitt um vik að leggja rétt mat á gildi þeirra í daglegum störfum. 3. - Of lítil tengsl eru á milli lækna og almennra rannsóknarstofa. Starfsmenn hinna síðarnefndu virðast á stundum sitja í fílabeinsturni heillandi nýjunga í mælingaraðferðum sem verða jafnvel markmið í sjálfu sér. Enn er alltof lítið um það að rannsóknarstofur í stoðgreinum, til dæmis blóðrannsóknum og myndgreiningu skýri í rituðu máli þær rannsóknir sem boðið er upp á, ekki síst þær nýjustu, helstu ábendingar, frábendingar, takmarkanir og þess háttar. 4. - Einhvers konar áráttuofnotkun sumra lækna á rannsóknum. Skýringar gætu verið til dæmis ótti við að missa af sjaldgæfri sjúkdómsgreiningu eða einhvers konar fullvissuþráhyggja í sjúkdómaleit (3). 5. - Fáfræði um kostnað rannsókna. Að hluta til er þetta vegna þess að upplýsingar um kostnað eru víða ekki aðgengilegar. 6. - Ágóðasjónarmið, til dæmis ef læknir sem ákveður rannsókn er sá sami og framkvæmir hana og fær þá jafnframt umbun fyrir.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectSkjaldkirtilssjúkdómaren
dc.subjectSkjaldkirtillen
dc.subject.meshThyroid Diseasesen
dc.subject.meshThyroid Function Testsen
dc.titleUm notkun skjaldkirtilsprófa [ritstjórnargrein]is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.