Nýrnafrumukrabbamein á Íslandi 1971-1990 : nýgengi og sjúkdómseinkenni - klínísk rannsókn á 408 tilfellum

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/75977
Title:
Nýrnafrumukrabbamein á Íslandi 1971-1990 : nýgengi og sjúkdómseinkenni - klínísk rannsókn á 408 tilfellum
Authors:
Tómas Guðbjartsson; Guðmundur V. Einarsson; Jónas Magnússon
Citation:
Læknablaðið 1994, 80(1):13-9
Issue Date:
1-Jan-1994
Abstract:
Nýgengi nýrnafrumukrabbameins er mjög hátt á Íslandi. Einkenni þess eru lúmsk og meinið greinist seint. Lítið er vitað um hvernig sjúklingar með nýrnafrumukrabbamein greinast hérlendis. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna nýgengi nýrnafrumukrabbameins hér á landi, greiningu og hvernig staðið væri að rannsóknum. Afturskyggn klínísk rannsókn var gerð á öllum sjúklingum sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi árin 1971-1990, alls 408 sjúklingum. Skráð voru sjúkdómseinkenni og tímalengd einkenna fyrir greiningu. Einnig var athugað hversu margir sjúklingar greindust fyrir tilviljun og hvaða myndrannsóknum var beitt við greiningu. Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Íslandi 1971-1990 reyndist 10,5/100.000 karlar og 6,8/100.000 konur, þar á meðal 69 sjúklingar greindir við krufningu. Af 408 sjúklingum greindum á lífi höfðu 334 (82%) sjúkdómseinkenni og voru verkir í kviði/síðu, blóð í þvagi, þyngdartap og einkenni blóðskorts algengustu einkennin. Flestir höfðu haft einkenni í langan tíma (>3 mánuði) fyrir greiningu. Alls greindust 74 sjúklingar fyrir tilviljun (18%). Æxlið var langoftast greint með nýrnamynd. Meinvörp fundust hjá 170 sjúklingum (42%), þar af höfðu 74 stök meinvörp. Æxlisdröngull út í stóra grein nýrnabláæðar eða neðri holæð fannst hjá 81 sjúklingi (20%). Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Íslandi hefur haldist svipað síðustu tvo áratugi en er engu að síður hvergi hærra í heiminum. Sjúkdómseinkenni og vefjafræði æxlanna eru svipuð og erlendis en sjúkdómurinn greinist oft seint og stór hluti sjúklinga hefur meinvörp við greiningu. Til að bæta greiningu og þar með fækka sjúklingum sem greinast með meinvörp verða læknar að þekkja betur fjölbreytileg einkenni nýrnafrumukrabbameins.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorTómas Guðbjartsson-
dc.contributor.authorGuðmundur V. Einarsson-
dc.contributor.authorJónas Magnússon-
dc.date.accessioned2009-07-30T14:39:12Z-
dc.date.available2009-07-30T14:39:12Z-
dc.date.issued1994-01-01-
dc.date.submitted2009-07-30-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1994, 80(1):13-9en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/75977-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractNýgengi nýrnafrumukrabbameins er mjög hátt á Íslandi. Einkenni þess eru lúmsk og meinið greinist seint. Lítið er vitað um hvernig sjúklingar með nýrnafrumukrabbamein greinast hérlendis. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna nýgengi nýrnafrumukrabbameins hér á landi, greiningu og hvernig staðið væri að rannsóknum. Afturskyggn klínísk rannsókn var gerð á öllum sjúklingum sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi árin 1971-1990, alls 408 sjúklingum. Skráð voru sjúkdómseinkenni og tímalengd einkenna fyrir greiningu. Einnig var athugað hversu margir sjúklingar greindust fyrir tilviljun og hvaða myndrannsóknum var beitt við greiningu. Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Íslandi 1971-1990 reyndist 10,5/100.000 karlar og 6,8/100.000 konur, þar á meðal 69 sjúklingar greindir við krufningu. Af 408 sjúklingum greindum á lífi höfðu 334 (82%) sjúkdómseinkenni og voru verkir í kviði/síðu, blóð í þvagi, þyngdartap og einkenni blóðskorts algengustu einkennin. Flestir höfðu haft einkenni í langan tíma (>3 mánuði) fyrir greiningu. Alls greindust 74 sjúklingar fyrir tilviljun (18%). Æxlið var langoftast greint með nýrnamynd. Meinvörp fundust hjá 170 sjúklingum (42%), þar af höfðu 74 stök meinvörp. Æxlisdröngull út í stóra grein nýrnabláæðar eða neðri holæð fannst hjá 81 sjúklingi (20%). Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Íslandi hefur haldist svipað síðustu tvo áratugi en er engu að síður hvergi hærra í heiminum. Sjúkdómseinkenni og vefjafræði æxlanna eru svipuð og erlendis en sjúkdómurinn greinist oft seint og stór hluti sjúklinga hefur meinvörp við greiningu. Til að bæta greiningu og þar með fækka sjúklingum sem greinast með meinvörp verða læknar að þekkja betur fjölbreytileg einkenni nýrnafrumukrabbameins.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectKrabbameinen
dc.subjectNýrnakrabbameinen
dc.subjectNýrnafrumukrabbameinen
dc.subject.meshCarcinoma, Renal Cellen
dc.subject.meshIceland/epidemiologyen
dc.subject.meshKidney Neoplasmsen
dc.subject.meshNeoplasm Stagingen
dc.subject.meshIncidenceen
dc.titleNýrnafrumukrabbamein á Íslandi 1971-1990 : nýgengi og sjúkdómseinkenni - klínísk rannsókn á 408 tilfellumis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.