2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/76020
Title:
Nýjungar í heimilislækningum
Authors:
Jóhann Ág. Sigurðsson
Citation:
Læknablaðið 1994, 80(1):33-9
Issue Date:
1-Jan-1994
Abstract:
Haustið 1992 flutti Guðmundur Þorgeirsson erindi um grunnrannsóknir í læknisfræði í tilefni af komandi afmælisári Læknafélags Íslands (1). Þar færði hann rök fyrir því að grunnrannsóknir og framfarir nýttust að jafnaði á mörgum og oft gjörólíkum sviðum. Nýjar uppgötvanir í læknisfræði eru á sama hátt sjaldnast bundnar við eina sérgrein læknisfræðinnar, heldur nýtast þær innan hverrar sérgreinar fyrir sig þó í mismiklum mæli sé. Heimilislækningar byggjast á þekkingu frá mörgum sérgreinum auk eigin kjarna. Það er því ljóst að umfjöllun um nýjungar í heimilislækningum snýst oft um efni sem eru skyld öðrum greinum læknisfræðinnar. Þessar nýjungar hafa jafnvel verið reyndar þar og síðan teknar upp í heimilislækningum. Sem dæmi má nefna að flestar nýjungar og framfarir í lyfjameðferð við of háum blóðþrýstingi má rekja til grunnrannsókna í efna- og lífeðlisfræði. Eftir að rannsóknarferli í tilraunaglösum og dýratilraunum lýkur eru ný lyf gjarnan prófuð fyrst á fólki inni á sjúkrahúsum undir eftirliti lyflækna. Þegar nægileg reynsla er fengin af nýjum lyfjum og þróun þeirra komin á lokastig eru þau einkum notuð af sjúklingum utan sjúkrahúsa í umsjá heimilislækna. Meðferð sem áður var nýjung innan lyflækninga er nú orðin nýjung innan heimilislækninga. Hin nýja þekking á beitingu streptókínasa við að leysa upp blóðkekki í bráðri kransæðastíflu er enn dæmigerð nýjung í lyflæknisfræði. Hins vegar eru margir heimilislæknar úti á landsbyggðinni farnir að beita henni við bráðatilvik af þessu tagi.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorJóhann Ág. Sigurðsson-
dc.date.accessioned2009-07-31T11:52:14Z-
dc.date.available2009-07-31T11:52:14Z-
dc.date.issued1994-01-01-
dc.date.submitted2009-07-31-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1994, 80(1):33-9en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/76020-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractHaustið 1992 flutti Guðmundur Þorgeirsson erindi um grunnrannsóknir í læknisfræði í tilefni af komandi afmælisári Læknafélags Íslands (1). Þar færði hann rök fyrir því að grunnrannsóknir og framfarir nýttust að jafnaði á mörgum og oft gjörólíkum sviðum. Nýjar uppgötvanir í læknisfræði eru á sama hátt sjaldnast bundnar við eina sérgrein læknisfræðinnar, heldur nýtast þær innan hverrar sérgreinar fyrir sig þó í mismiklum mæli sé. Heimilislækningar byggjast á þekkingu frá mörgum sérgreinum auk eigin kjarna. Það er því ljóst að umfjöllun um nýjungar í heimilislækningum snýst oft um efni sem eru skyld öðrum greinum læknisfræðinnar. Þessar nýjungar hafa jafnvel verið reyndar þar og síðan teknar upp í heimilislækningum. Sem dæmi má nefna að flestar nýjungar og framfarir í lyfjameðferð við of háum blóðþrýstingi má rekja til grunnrannsókna í efna- og lífeðlisfræði. Eftir að rannsóknarferli í tilraunaglösum og dýratilraunum lýkur eru ný lyf gjarnan prófuð fyrst á fólki inni á sjúkrahúsum undir eftirliti lyflækna. Þegar nægileg reynsla er fengin af nýjum lyfjum og þróun þeirra komin á lokastig eru þau einkum notuð af sjúklingum utan sjúkrahúsa í umsjá heimilislækna. Meðferð sem áður var nýjung innan lyflækninga er nú orðin nýjung innan heimilislækninga. Hin nýja þekking á beitingu streptókínasa við að leysa upp blóðkekki í bráðri kransæðastíflu er enn dæmigerð nýjung í lyflæknisfræði. Hins vegar eru margir heimilislæknar úti á landsbyggðinni farnir að beita henni við bráðatilvik af þessu tagi.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectHeimilislækningaren
dc.subjectTækniþróunen
dc.subject.meshPhysicians, Familyen
dc.subject.meshPrimary Health Careen
dc.subject.meshFamily Practiceen
dc.titleNýjungar í heimilislækningumis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.