Rauðkornarof í sermissýnum : könnun á tíðni þess og svöruðum niðurstöðum á kalíum

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/77473
Title:
Rauðkornarof í sermissýnum : könnun á tíðni þess og svöruðum niðurstöðum á kalíum
Authors:
Gunnlaug Hjaltadóttir; Ingunn Þorsteinsdóttir
Citation:
Tímarit lífeindafræðinga 2010, 5(1):6-12
Issue Date:
1-Jul-2010
Abstract:
Inngangur: In vitro rauðkornarof (hemolysis) í sermissýnum er algengustu mistök í forgreiningarfasa (pre-analytical phase) heildar rannsóknarferlis. Helstu orsakir in vitro rauðkornarofs í sermissýnum eru þættir tengdir blóðsýnatöku, ófullkominni vinnslu og meðhöndlun blóðsýna. Tíðni in vitro rauðkornarofs í sermissýnum hefur reynst hæst í blóðsýnum sem tekin eru í gegnum innanbláæða holleggi (intravenous catheters) á slysa- og bráðadeildum. Vægt in vitro rauðkornarof í sermissýnum hefur ofast lítil eða engin áhrif á niðurstöður lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði. Sermissýni með óeðlilega miklu magni af rauðkornarofi (hemóglóbín ≥2 g/L) eru talin óhæf til mælinga á vel flestum lífefnum í klínískri lífefnafræði. Kalíum niðurstöðu á aldrei gefa út á óhæfu sýni. Markmið: Að kanna tíðni rauðkornarofs í sermissýnum á slysa- og bráðadeild (BrG2) Landspítalans í Fossvogi (LSH-Fv) og athuga hvernig niðurstöðum á kalíum í sermissýnum með rauðkornarof er svarað í FlexLab, tölvu- og upplýsingakerfi klínískrar lífefnafræðideildar. Efni og aðferðir: Tíðni rauðkornarofs var kannað í 540 og 641 blóðsýnum sem flest voru tekin í gegnum innanbláæða holleggi í 14 daga með sex mánaða millibili á BrG2 LSH-Fv (maí og desember 2008). Einnig voru skoðuð 444 blóðsýni, sem voru tekin á hefðbundinn hátt í mars 2009 á göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv. Rauðkornarof var metið sjónrænt í sermissýnum. Niðurstöður kalíums í sermissýnum með rauðkornarof voru athugaðar í FlexLab. Niðurstöður: Fjöldi sermissýna sem innihéldu sjáanlegt rauðkornarof í öllum sermissýnum var í maí, desember og mars í þeirri röð sem getið er 106 (19,6%), 70 (10,9%) og 2 (0,5%). Tölfræðilega marktækur munur var á tíðni rauðkornarofs í sermissýnum sem tekin voru á BrG2 og göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv (p <0,001) Heildarfjöldi sjúklingasýna sem talin voru óhæf til mælinga á kalíum vegna of mikils magns af rauðkornarofi í maí og desember var 82 (n =176) eða 46,6%. Heildarfjöldi sjúklingasýna með svaraðar niðurstöður á kalíum í sermissýnum með mikið rauðkornarof (hemóglóbín ≥2 g/L) í FlexLab var 20 (n = 82) eða 24,4%. Ályktun: Blóðsýnataka gegnum innanbláæða holleggi tengist marktækt meira rauðkornarofi í sermissýnum miðað við hefðbundna blóðsýnatöku. Kanna þarf hvaða lykilþættir það eru í blóðsýnatöku í gegnum innanbláæða holleggi á BrG2 sem valda rauðkornarofi í sermissýnum. Verklagsreglur um meðhöndlun sermissýna með rauðkornarof á klínískri lífefnafræðideild LSH-Fv þurfa að vera skýrari.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.sigl.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorGunnlaug Hjaltadóttir-
dc.contributor.authorIngunn Þorsteinsdóttir-
dc.date.accessioned2009-08-17T09:47:31Z-
dc.date.available2009-08-17T09:47:31Z-
dc.date.issued2010-07-01-
dc.date.submitted2009-08-17-
dc.identifier.citationTímarit lífeindafræðinga 2010, 5(1):6-12en
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/77473-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractInngangur: In vitro rauðkornarof (hemolysis) í sermissýnum er algengustu mistök í forgreiningarfasa (pre-analytical phase) heildar rannsóknarferlis. Helstu orsakir in vitro rauðkornarofs í sermissýnum eru þættir tengdir blóðsýnatöku, ófullkominni vinnslu og meðhöndlun blóðsýna. Tíðni in vitro rauðkornarofs í sermissýnum hefur reynst hæst í blóðsýnum sem tekin eru í gegnum innanbláæða holleggi (intravenous catheters) á slysa- og bráðadeildum. Vægt in vitro rauðkornarof í sermissýnum hefur ofast lítil eða engin áhrif á niðurstöður lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði. Sermissýni með óeðlilega miklu magni af rauðkornarofi (hemóglóbín ≥2 g/L) eru talin óhæf til mælinga á vel flestum lífefnum í klínískri lífefnafræði. Kalíum niðurstöðu á aldrei gefa út á óhæfu sýni. Markmið: Að kanna tíðni rauðkornarofs í sermissýnum á slysa- og bráðadeild (BrG2) Landspítalans í Fossvogi (LSH-Fv) og athuga hvernig niðurstöðum á kalíum í sermissýnum með rauðkornarof er svarað í FlexLab, tölvu- og upplýsingakerfi klínískrar lífefnafræðideildar. Efni og aðferðir: Tíðni rauðkornarofs var kannað í 540 og 641 blóðsýnum sem flest voru tekin í gegnum innanbláæða holleggi í 14 daga með sex mánaða millibili á BrG2 LSH-Fv (maí og desember 2008). Einnig voru skoðuð 444 blóðsýni, sem voru tekin á hefðbundinn hátt í mars 2009 á göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv. Rauðkornarof var metið sjónrænt í sermissýnum. Niðurstöður kalíums í sermissýnum með rauðkornarof voru athugaðar í FlexLab. Niðurstöður: Fjöldi sermissýna sem innihéldu sjáanlegt rauðkornarof í öllum sermissýnum var í maí, desember og mars í þeirri röð sem getið er 106 (19,6%), 70 (10,9%) og 2 (0,5%). Tölfræðilega marktækur munur var á tíðni rauðkornarofs í sermissýnum sem tekin voru á BrG2 og göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv (p <0,001) Heildarfjöldi sjúklingasýna sem talin voru óhæf til mælinga á kalíum vegna of mikils magns af rauðkornarofi í maí og desember var 82 (n =176) eða 46,6%. Heildarfjöldi sjúklingasýna með svaraðar niðurstöður á kalíum í sermissýnum með mikið rauðkornarof (hemóglóbín ≥2 g/L) í FlexLab var 20 (n = 82) eða 24,4%. Ályktun: Blóðsýnataka gegnum innanbláæða holleggi tengist marktækt meira rauðkornarofi í sermissýnum miðað við hefðbundna blóðsýnatöku. Kanna þarf hvaða lykilþættir það eru í blóðsýnatöku í gegnum innanbláæða holleggi á BrG2 sem valda rauðkornarofi í sermissýnum. Verklagsreglur um meðhöndlun sermissýna með rauðkornarof á klínískri lífefnafræðideild LSH-Fv þurfa að vera skýrari.en
dc.language.isoisen
dc.publisherFélag lífeindafræðingaen
dc.relation.urlhttp://www.sigl.isen
dc.titleRauðkornarof í sermissýnum : könnun á tíðni þess og svöruðum niðurstöðum á kalíumis
dc.typeArticleen
dc.identifier.eissn1670-6919-
dc.identifier.journalTímarit lífeindafræðingaen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.