2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/78902
Title:
Könnun á spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi
Authors:
Karen Júlía Sigurðardóttir; Daníel Þór Ólason; Jakob Smári
Citation:
Sálfræðiritið 2004, 9:37-42
Issue Date:
2004
Abstract:
Gerð var könnun á spilahegðun og tíðni hugsanlegs spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi. Þátttakendur voru 750 nemendur valdir af hentugleika úr 12 framhaldsskólum, 371 stúlka og 379 drengir. Tvö erlend mælitæki (SOGS-RA og DSM-IV-MR-J) sem notuð eru til þess að meta spilavanda voru þýdd, bakþýdd og forprófuð áður en fyrirlögn fór fram. Helstu niðurstöður voru þær að nánast allir nemendur höfðu spilað peningaspil einhvern tímann á ævinni, 79% þeirra spiluðu á undanförnum 12 mánuðum og rúmlega 10% spiluðu reglulega. Vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2% til 2,7% fyrir allt úrtakið en spilavandi var mun algengari meðal drengja en stúlkna. Ályktunarvillur um peningaspil voru algengari meðal þeirra sem eru í einhverjum vanda vegna peningaspila en hinna sem spila vandræðalaust. Í megindráttum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að lítill hluti unglinga eigi við spilavanda að stríða og að ályktunarvillur um eðli tilviljunar eða hæfileika í peningaspilum einkenni frekar hugsunarhátt þessa hóps, en þeirra sem spila peningaspil án vandkvæða. Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir á algengi spilavanda og hugsanlegum orsökum hans meðal íslenskra unglinga.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.sal.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorKaren Júlía Sigurðardóttir-
dc.contributor.authorDaníel Þór Ólason-
dc.contributor.authorJakob Smári-
dc.date.accessioned2009-08-27T14:05:08Z-
dc.date.available2009-08-27T14:05:08Z-
dc.date.issued2004-
dc.date.submitted2009-08-27-
dc.identifier.citationSálfræðiritið 2004, 9:37-42en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/78902-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractGerð var könnun á spilahegðun og tíðni hugsanlegs spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi. Þátttakendur voru 750 nemendur valdir af hentugleika úr 12 framhaldsskólum, 371 stúlka og 379 drengir. Tvö erlend mælitæki (SOGS-RA og DSM-IV-MR-J) sem notuð eru til þess að meta spilavanda voru þýdd, bakþýdd og forprófuð áður en fyrirlögn fór fram. Helstu niðurstöður voru þær að nánast allir nemendur höfðu spilað peningaspil einhvern tímann á ævinni, 79% þeirra spiluðu á undanförnum 12 mánuðum og rúmlega 10% spiluðu reglulega. Vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2% til 2,7% fyrir allt úrtakið en spilavandi var mun algengari meðal drengja en stúlkna. Ályktunarvillur um peningaspil voru algengari meðal þeirra sem eru í einhverjum vanda vegna peningaspila en hinna sem spila vandræðalaust. Í megindráttum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að lítill hluti unglinga eigi við spilavanda að stríða og að ályktunarvillur um eðli tilviljunar eða hæfileika í peningaspilum einkenni frekar hugsunarhátt þessa hóps, en þeirra sem spila peningaspil án vandkvæða. Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir á algengi spilavanda og hugsanlegum orsökum hans meðal íslenskra unglinga.en
dc.language.isoisen
dc.publisherSálfræðingafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://www.sal.isen
dc.subjectSpilafíknen
dc.subjectUnglingaren
dc.subject.meshGamblingen
dc.subject.meshBehavior, Addictiveen
dc.subject.meshAdolescenten
dc.titleKönnun á spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandiis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalSálfræðiritiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.