Áhættuþættir fyrir ofurábyrgðarkennd og áráttu-þráhyggju

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/86236
Title:
Áhættuþættir fyrir ofurábyrgðarkennd og áráttu-þráhyggju
Authors:
Jakob Smári; Davíð Rúrik Martinsson; Hjalti Einarsson
Citation:
Sálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:7-12
Issue Date:
2009
Abstract:
Í rannsókninni var kannað hvort hvatvísi/ofvirknieinkenni (H/O) hafi tengsl við eða áhrif á áráttu og þráhyggjueinkenni (Á/Þ). Enn fremur var kannað hvort ofverndun auki líkur á ofurábyrgðarkennd og Á/Þ í samræmi við tilgátu Salkovskis og félaga (Salkovskis o.fl., 1999). Loks var kannað hvort samvirkni væri á milli ofverndunar og H/O m.t.t. ofurábyrgðar og Á/Þ. Þetta var rannsakað í stóru úrtaki íslenskra ungmenna (N=570). Lögð voru fyrir eftirfarandi mælitæki: Áráttu og þráhyggjuprófið (OCI-R), Ofurábyrgðarkenndarprófið (RAS), Kvíða og þunglyndiskvarði til notkunar á sjúkrahúsum (HADS), Próf fyrir uppeldishætti foreldra (EMBU) og samtíma og fortíðareinkenni athyglisbrests með ofvirkni. Það var undirkvarði hvatvísi/ofvirkni (H/O) sem notaður var úr síðastnefnda prófinu. Ofverndun spáði fyrir um ofurábyrgð og Á/Þ. Einkenni H/O gerðu það líka. Loks kom í ljós samvirkni á milli einkenna hvatvísi/ofvirkni og ofverndunar. Hún benti til þess að H/O tengist fremur Á/Þ og ofurábyrgðarkennd þegar fólk hefur notið lítillar fremur en mikillar ofverndunar í uppvextinum. Jafnframt tengdist ofverndun einkennum Á/Þ og ofurábyrgðarkennd hjá þeim sem höfðu einkenni hvatvísi/ofvirkni í litlum mæli, en ekki hjá þeim sem höfðu þau í ríkum mæli. Niðurstöður benda til þess að misræmi á milli „þarfar“ fyrir stjórn foreldra og þeirrar sem veitt er sé meðal þess sem skipti máli í þróun áráttu og þráhyggjueinkenna.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.sal.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorJakob Smárien
dc.contributor.authorDavíð Rúrik Martinssonen
dc.contributor.authorHjalti Einarssonen
dc.date.accessioned2009-11-16T13:10:00Z-
dc.date.available2009-11-16T13:10:00Z-
dc.date.issued2009-
dc.date.submitted2009-11-16-
dc.identifier.citationSálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:7-12en
dc.identifier.issn1607-8326-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/86236-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractÍ rannsókninni var kannað hvort hvatvísi/ofvirknieinkenni (H/O) hafi tengsl við eða áhrif á áráttu og þráhyggjueinkenni (Á/Þ). Enn fremur var kannað hvort ofverndun auki líkur á ofurábyrgðarkennd og Á/Þ í samræmi við tilgátu Salkovskis og félaga (Salkovskis o.fl., 1999). Loks var kannað hvort samvirkni væri á milli ofverndunar og H/O m.t.t. ofurábyrgðar og Á/Þ. Þetta var rannsakað í stóru úrtaki íslenskra ungmenna (N=570). Lögð voru fyrir eftirfarandi mælitæki: Áráttu og þráhyggjuprófið (OCI-R), Ofurábyrgðarkenndarprófið (RAS), Kvíða og þunglyndiskvarði til notkunar á sjúkrahúsum (HADS), Próf fyrir uppeldishætti foreldra (EMBU) og samtíma og fortíðareinkenni athyglisbrests með ofvirkni. Það var undirkvarði hvatvísi/ofvirkni (H/O) sem notaður var úr síðastnefnda prófinu. Ofverndun spáði fyrir um ofurábyrgð og Á/Þ. Einkenni H/O gerðu það líka. Loks kom í ljós samvirkni á milli einkenna hvatvísi/ofvirkni og ofverndunar. Hún benti til þess að H/O tengist fremur Á/Þ og ofurábyrgðarkennd þegar fólk hefur notið lítillar fremur en mikillar ofverndunar í uppvextinum. Jafnframt tengdist ofverndun einkennum Á/Þ og ofurábyrgðarkennd hjá þeim sem höfðu einkenni hvatvísi/ofvirkni í litlum mæli, en ekki hjá þeim sem höfðu þau í ríkum mæli. Niðurstöður benda til þess að misræmi á milli „þarfar“ fyrir stjórn foreldra og þeirrar sem veitt er sé meðal þess sem skipti máli í þróun áráttu og þráhyggjueinkenna.en
dc.language.isoisen
dc.publisherSálfræðingafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://www.sal.isen
dc.subjectÁráttaen
dc.subjectMælitækien
dc.subjectÞráhyggjaen
dc.subjectSálfræðiprófen
dc.titleÁhættuþættir fyrir ofurábyrgðarkennd og áráttu-þráhyggjuis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalSálfræðiritið : Fylgiriten
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.