Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/86560
Title:
Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007
Authors:
Daníel Þór Ólason
Citation:
Sálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:19-28
Issue Date:
2009
Abstract:
Könnuð var spilahegðun og algengi spilafíknar meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007. Könnunin var gerð í síma og byggðist á tilviljunarúrtaki 5000 íslendinga úr þjóðskrá. Svör fengust frá 3009 þátttakendum. Svarhlutfall var 63,4%. Niðurstöður sýna að um 67% fullorðinna íslendinga spiluðu peningaspil a.m.k. einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Vinsælustu peningaspilin voru Lottó, flokkahappdrætti, skafmiðar og spilakassar. Karlar spila flestar gerðir peningaspila oftar en konur. Algengi hugsanlegrar spilafíknar reyndist 0,3% (öryggismörk: 0,2-0,6%) og er algengi spilafíknar hér á landi svipað og sést í niðurstöðum rannsókna annarsstaðar í Evrópu, en heldur minna en í Norður-Ameríku eða Ástralíu. Einnig var kannað hversu margir íslendingar eiga í verulegum vandkvæðum vegna þátttöku sinnar í peningaspilum (spilavandi), þótt svo að þeir uppfylli ekki greiningarviðmið um spilafíkn. Um 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var spilavandi algengari meðal karla (2,4%) en kvenna (0,6%). Gera má ráð fyrir að á bilinu 2.500 til 4.400 íslendingar á aldrinum 18 til 70 ára eigi í verulegum vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Additional Links:
http://www.sal.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorDaníel Þór Ólasonen
dc.date.accessioned2009-11-20T11:40:42Z-
dc.date.available2009-11-20T11:40:42Z-
dc.date.issued2009-
dc.date.submitted2009-11-20-
dc.identifier.citationSálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:19-28en
dc.identifier.issn1022-8551-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/86560-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractKönnuð var spilahegðun og algengi spilafíknar meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007. Könnunin var gerð í síma og byggðist á tilviljunarúrtaki 5000 íslendinga úr þjóðskrá. Svör fengust frá 3009 þátttakendum. Svarhlutfall var 63,4%. Niðurstöður sýna að um 67% fullorðinna íslendinga spiluðu peningaspil a.m.k. einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Vinsælustu peningaspilin voru Lottó, flokkahappdrætti, skafmiðar og spilakassar. Karlar spila flestar gerðir peningaspila oftar en konur. Algengi hugsanlegrar spilafíknar reyndist 0,3% (öryggismörk: 0,2-0,6%) og er algengi spilafíknar hér á landi svipað og sést í niðurstöðum rannsókna annarsstaðar í Evrópu, en heldur minna en í Norður-Ameríku eða Ástralíu. Einnig var kannað hversu margir íslendingar eiga í verulegum vandkvæðum vegna þátttöku sinnar í peningaspilum (spilavandi), þótt svo að þeir uppfylli ekki greiningarviðmið um spilafíkn. Um 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var spilavandi algengari meðal karla (2,4%) en kvenna (0,6%). Gera má ráð fyrir að á bilinu 2.500 til 4.400 íslendingar á aldrinum 18 til 70 ára eigi í verulegum vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum.en
dc.language.isoisen
dc.publisherSálfræðingafélag Íslandsen
dc.relation.urlhttp://www.sal.isen
dc.subjectSpilafíknen
dc.subject.meshGamblingen
dc.titleSpilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalSálfræðiritið : Fylgiriten
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.