Greiningar sálfræðinga á fullorðnum með ofvirkni (ADHD)

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/90878
Title:
Greiningar sálfræðinga á fullorðnum með ofvirkni (ADHD)
Authors:
Brynjar Emilsson; Emil Einarsson; Sigurlín Hrund Kjartansdóttir
Citation:
Geðvernd 2009, 38(1):19-24
Issue Date:
2009
Abstract:
Athyglisbrestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder; AD HD) eða einfaldlega ofvirkni er röskun á taugaþroska sem yfirleitt er greind í barnæsku og einkennist af hvatvísi, einbeitingarerfiðleikum og hreyfiofvirkni. Í núverandi greiningarkerfum er miðað við að einkennin komi fram fyrir sjö ára aldur og hamli barninu við mismunandi aðstæður (t.d. skóla og heima). Fleiri einkenni koma oft fram eins og erfiðleikar með minni og skipulagningu en þessi einkenni geta til að mynda truflað barnið við að nýta sér kennslu þar sem það á erfitt með að sitja kyrrt, einbeita sér og hlusta. Algengt er að vegna þessara erfiðleika komi upp erfiðleikar í hegðun og samskiptum barnsins. Talið er að um 5-7% barna og unglinga séu með ofvirkni (1, 2, 3) og talsvert fleiri drengir fá greiningu heldur en stúlkur. Hugsanlegt er þó að ofvirkni sé vangreind hjá stúlkum en það getur meðal annars stafað af kynbundnum mun á hegðun. Áður fyrr var talið að ofvirkni hyrfi á unglingsaldri en rannsóknir sýna að 30-75% barna með ofvirkni hafa enn hamlandi einkenni á fullorðinsaldri (4, 5). Einkenni á fullorðinsaldri breytast þó þannig að ofvirknieinkenni minnka og önnur einkenni verða meira áberandi eins og erfiðleikar með skipulagningu, minni, athygli, einbeitingu og hvatvísi (6). Rannsóknir á algengi ofvirkni meðal fullorðinna eru mismunandi eftir löndum en líklega má reikna með að um 3-7% fullorðinna séu með hamlandi einkenni ofvirkni (6, 7, 8). Miðað við þessar tölur eru um 9.600-16.000 manns með hamlandi einkenni ofvirkni á Íslandi. Fæstir fullorðinna með ofvirkni fá þó viðeigandi greiningu, eða um 10% og enn færri fá meðferð (8). Erlendar rannsóknir sýna til að mynda að einungis brot af fullorðnum með ofvirkni fá einhverskonar meðferð við sínum einkennum (8) og nær enginn fær sálfræðimeðferð sérstaklega við ofvirkni (7). Margir hafa komið með þá gagnrýni að ofvirkni sé ofgreind og jafnvel að þetta sé ekki raunverulegt læknisfræðilegt vandamál. Vegna þessarar gagnrýni ákváðu helstu sérfræðingar í barnageðlækningum og barnasálfræði að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bentu á það gífurlega magn rannsókna sem gerðar hafa verið á ofvirkni og lögðu áherslu á að um raunverulegt vandamál væri að ræða sem væri alvarlegt og hefði slæm hamlandi áhrif á þá sem þjást af því (9). Í þessari yfirlýsingu var bent á rannsóknir sem sýndu að einungis um 5-10% barna með ofvirkni klára grunnnám í háskóla (college í Bandaríkjunum), 50-70% eiga enga vini, allt að helmingur þeirra sýna andfélagslega hegðun og þegar þessi börn verða fullorðin þá vinna 70-80% þeirra langt undir getu á vinnumarkaði. Fleiri rannsóknir sýna tengsl ofvirkni við neikvæðar aðstæður. Til dæmis sýna tölur að unglingar með ofvirkni eru töluvert líklegri en aðrir unglingar til að upplifa ótímabæra þungun, keyra of hratt, lenda í bílslysum, reykja meira, neyta meira magns eiturlyfja og eru líklegri en aðrir til að fá kynsjúkdóma (6). Fylgiraskanir ofvirkni eru algengar en helst má nefna að um 38% fullorðinna með ofvirkni greinast með einhverskonar lyndisröskun (8). Mismunandi kvíðavandamál eru einnig algeng en um helmingur fullorðinna með ofvirkni greinast með kvíðavandamál. Hegðunarvandamál meðal ofvirkra barna eru algeng og virðist sú hegðun oft fylgja með á fullorðinsaldurinn. Talið er að milli 20-30 % fullorðinna með ofvirkni uppfylli greiningarviðmið fyrir andfélagslega persónuleikaröskun (10) og sýna rannsóknir meðal annars háa tíðni ofvirkni meðal afbrotafólks eða milli 30-65% (11, 12; 13; 14). Einnig hafa rannsóknir sýnt að miðað við aðra klíníska hópa og samanburðarhópa sýna fullorðnir með ofvirkni hærri tíðni búðarhnupls, þjófnaða, innbrota, líkamsárása, handtaka, fangelsisdóma, vörslu og sölu ólöglegra fíkniefna og fleiri andfélagslegra athafna (6).
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorBrynjar Emilssonen
dc.contributor.authorEmil Einarssonen
dc.contributor.authorSigurlín Hrund Kjartansdóttiren
dc.date.accessioned2010-01-29T13:58:45Z-
dc.date.available2010-01-29T13:58:45Z-
dc.date.issued2009-
dc.date.submitted2010-01-29-
dc.identifier.citationGeðvernd 2009, 38(1):19-24en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/90878-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractAthyglisbrestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder; AD HD) eða einfaldlega ofvirkni er röskun á taugaþroska sem yfirleitt er greind í barnæsku og einkennist af hvatvísi, einbeitingarerfiðleikum og hreyfiofvirkni. Í núverandi greiningarkerfum er miðað við að einkennin komi fram fyrir sjö ára aldur og hamli barninu við mismunandi aðstæður (t.d. skóla og heima). Fleiri einkenni koma oft fram eins og erfiðleikar með minni og skipulagningu en þessi einkenni geta til að mynda truflað barnið við að nýta sér kennslu þar sem það á erfitt með að sitja kyrrt, einbeita sér og hlusta. Algengt er að vegna þessara erfiðleika komi upp erfiðleikar í hegðun og samskiptum barnsins. Talið er að um 5-7% barna og unglinga séu með ofvirkni (1, 2, 3) og talsvert fleiri drengir fá greiningu heldur en stúlkur. Hugsanlegt er þó að ofvirkni sé vangreind hjá stúlkum en það getur meðal annars stafað af kynbundnum mun á hegðun. Áður fyrr var talið að ofvirkni hyrfi á unglingsaldri en rannsóknir sýna að 30-75% barna með ofvirkni hafa enn hamlandi einkenni á fullorðinsaldri (4, 5). Einkenni á fullorðinsaldri breytast þó þannig að ofvirknieinkenni minnka og önnur einkenni verða meira áberandi eins og erfiðleikar með skipulagningu, minni, athygli, einbeitingu og hvatvísi (6). Rannsóknir á algengi ofvirkni meðal fullorðinna eru mismunandi eftir löndum en líklega má reikna með að um 3-7% fullorðinna séu með hamlandi einkenni ofvirkni (6, 7, 8). Miðað við þessar tölur eru um 9.600-16.000 manns með hamlandi einkenni ofvirkni á Íslandi. Fæstir fullorðinna með ofvirkni fá þó viðeigandi greiningu, eða um 10% og enn færri fá meðferð (8). Erlendar rannsóknir sýna til að mynda að einungis brot af fullorðnum með ofvirkni fá einhverskonar meðferð við sínum einkennum (8) og nær enginn fær sálfræðimeðferð sérstaklega við ofvirkni (7). Margir hafa komið með þá gagnrýni að ofvirkni sé ofgreind og jafnvel að þetta sé ekki raunverulegt læknisfræðilegt vandamál. Vegna þessarar gagnrýni ákváðu helstu sérfræðingar í barnageðlækningum og barnasálfræði að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bentu á það gífurlega magn rannsókna sem gerðar hafa verið á ofvirkni og lögðu áherslu á að um raunverulegt vandamál væri að ræða sem væri alvarlegt og hefði slæm hamlandi áhrif á þá sem þjást af því (9). Í þessari yfirlýsingu var bent á rannsóknir sem sýndu að einungis um 5-10% barna með ofvirkni klára grunnnám í háskóla (college í Bandaríkjunum), 50-70% eiga enga vini, allt að helmingur þeirra sýna andfélagslega hegðun og þegar þessi börn verða fullorðin þá vinna 70-80% þeirra langt undir getu á vinnumarkaði. Fleiri rannsóknir sýna tengsl ofvirkni við neikvæðar aðstæður. Til dæmis sýna tölur að unglingar með ofvirkni eru töluvert líklegri en aðrir unglingar til að upplifa ótímabæra þungun, keyra of hratt, lenda í bílslysum, reykja meira, neyta meira magns eiturlyfja og eru líklegri en aðrir til að fá kynsjúkdóma (6). Fylgiraskanir ofvirkni eru algengar en helst má nefna að um 38% fullorðinna með ofvirkni greinast með einhverskonar lyndisröskun (8). Mismunandi kvíðavandamál eru einnig algeng en um helmingur fullorðinna með ofvirkni greinast með kvíðavandamál. Hegðunarvandamál meðal ofvirkra barna eru algeng og virðist sú hegðun oft fylgja með á fullorðinsaldurinn. Talið er að milli 20-30 % fullorðinna með ofvirkni uppfylli greiningarviðmið fyrir andfélagslega persónuleikaröskun (10) og sýna rannsóknir meðal annars háa tíðni ofvirkni meðal afbrotafólks eða milli 30-65% (11, 12; 13; 14). Einnig hafa rannsóknir sýnt að miðað við aðra klíníska hópa og samanburðarhópa sýna fullorðnir með ofvirkni hærri tíðni búðarhnupls, þjófnaða, innbrota, líkamsárása, handtaka, fangelsisdóma, vörslu og sölu ólöglegra fíkniefna og fleiri andfélagslegra athafna (6).en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectAthyglisbresturen
dc.subjectADHDen
dc.subjectFullorðniren
dc.subject.meshAttention Deficit Disorder with Hyperactivityen
dc.subject.meshAdulten
dc.titleGreiningar sálfræðinga á fullorðnum með ofvirkni (ADHD)is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.