3.00
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/91032
Title:
Hugræn atferlismeðferð við geðklofa
Authors:
Guðrún Íris Þórsdóttir
Citation:
Geðvernd 2008, 37(1):36-40
Issue Date:
2008
Abstract:
Geðklofi er alvarlegur sjúkdómur, sem hefur mikil áhrif á einstaklinginn og hans nánasta umhverfi. Þeir sem þjást af geðklofa hafa tilhneigingu til að einangra sig og skynja umhverfið á annan hátt en aðrir. Samkværnt DSM greiningarkerfinu (1) er skilgreiningin á geðklofa aðgerðabundin og er einkennum raðað eftir mikilvægi t.d. vega heyrnarofskynjanir þyngra en þunglyndi. Sjúkdómurinn felur í sér mismunandi truflanir á hugsunum, skynjunum, tilfinningum, áhuga og hreyfingum. Ekki er vitað hvað orsakar geðklofa. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli geðklofa og erfða, sem þó eru ekki einhlít (2). Íslendingar hafa fundið gen, sem gefur vísbendingar um að geðklofi sé erfðasjúkdómur (3). Einnig má finna vísbendingar um að umhverfisþættir séu einn af orsakavöldum geðklofa (4). Ýmsir telja að geðklofi sé ekki einn sjúkdómur heldur margir og það gæti gert rannsakendum erfiðara um vik að finna erfðafræðilegan grundvöll fyrir sjúkdómnum, enda ganga flestar rannsóknir út á að um einn sjúkdóm sé að ræða. Einkennum geðklofa er skipt í jákvæð og neikvæð einkenni. Algengustu neikvæð einkenni eru tilfinningaleg flatneskja, áhugaleysi, óvirkni og hugsanafátækt (5). Algengustu jákvæðu einkenni geðklofa eru ofskynjanir og ranghugmyndir (5). Aðaleinkenni geðklofa er truflun á hugsunum þannig að fólk tengir atburði á órökréttan hátt, atburði sem flestir myndu ekki telja að nein tengsl væru á milli (6). Þó svo fólk með geðklofa tengi saman atburði á órökréttan hátt, þá verðum við einnig vör við, að það dregur oft rökréttar ályktanir af órökréttum hugmyndum.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorGuðrún Íris Þórsdóttiren
dc.date.accessioned2010-02-02T15:34:40Z-
dc.date.available2010-02-02T15:34:40Z-
dc.date.issued2008-
dc.date.submitted2010-02-02-
dc.identifier.citationGeðvernd 2008, 37(1):36-40en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/91032-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractGeðklofi er alvarlegur sjúkdómur, sem hefur mikil áhrif á einstaklinginn og hans nánasta umhverfi. Þeir sem þjást af geðklofa hafa tilhneigingu til að einangra sig og skynja umhverfið á annan hátt en aðrir. Samkværnt DSM greiningarkerfinu (1) er skilgreiningin á geðklofa aðgerðabundin og er einkennum raðað eftir mikilvægi t.d. vega heyrnarofskynjanir þyngra en þunglyndi. Sjúkdómurinn felur í sér mismunandi truflanir á hugsunum, skynjunum, tilfinningum, áhuga og hreyfingum. Ekki er vitað hvað orsakar geðklofa. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli geðklofa og erfða, sem þó eru ekki einhlít (2). Íslendingar hafa fundið gen, sem gefur vísbendingar um að geðklofi sé erfðasjúkdómur (3). Einnig má finna vísbendingar um að umhverfisþættir séu einn af orsakavöldum geðklofa (4). Ýmsir telja að geðklofi sé ekki einn sjúkdómur heldur margir og það gæti gert rannsakendum erfiðara um vik að finna erfðafræðilegan grundvöll fyrir sjúkdómnum, enda ganga flestar rannsóknir út á að um einn sjúkdóm sé að ræða. Einkennum geðklofa er skipt í jákvæð og neikvæð einkenni. Algengustu neikvæð einkenni eru tilfinningaleg flatneskja, áhugaleysi, óvirkni og hugsanafátækt (5). Algengustu jákvæðu einkenni geðklofa eru ofskynjanir og ranghugmyndir (5). Aðaleinkenni geðklofa er truflun á hugsunum þannig að fólk tengir atburði á órökréttan hátt, atburði sem flestir myndu ekki telja að nein tengsl væru á milli (6). Þó svo fólk með geðklofa tengi saman atburði á órökréttan hátt, þá verðum við einnig vör við, að það dregur oft rökréttar ályktanir af órökréttum hugmyndum.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectGeðsjúkdómaren
dc.subjectGeðklofien
dc.subjectHugræn atferlismeðferðen
dc.subject.meshCognitive Therapyen
dc.subject.meshSchizophreniaen
dc.titleHugræn atferlismeðferð við geðklofais
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.