5.00
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/91040
Title:
Lyfjameðferð við geðklofa
Authors:
Kjartan Jónas Kjartansson
Citation:
Geðvernd 2008, 37(1):28-35
Issue Date:
2008
Abstract:
Geðklofi er alvarlegur geðsjúkdómur sem hrjáir um 1 % jarðarbúa hvar sem er í heiminum. Sjúkdómseinkenni gera oftast vart við sig snemma á fullorðinsárum, fyrr hjá körlum en konum og með verri horfum. Sjúkdómsgangurinn er langvinnur, oftast með bráðum veikindatímabilum þar sem geðrofseinkenni svo sem ranghugmyndir, ofskynjanir einkum heyrnarofskynjanir og hugsanatruflanir (jákvæð einkenni) eru áberandi. Milli bráðu veikindatímabilanna eru brottfallseinkenni (neikvæð einkenni) sjúkdómsins meira áberandi. Þau eru hugsanafátækt, fámælgi, tilfinningaleg flatneskja, framtaksleysi og félagsleg einangrun, einnig sést truflun á geðslagi og skert vitræn geta. Stjarfageðklofi er sjaldgæft form af geðklofa, þar sem hreyfitruflun er mest áberandi í sjúkdómsmyndinni, ýmist stjarfi eða ofvirkni, neikvæðni eða sjálfvirk hlýðni(l). Geðklofi veldur oft verulegri fötlun, með skertri námsgetu og vinnufærni, félagslegri einangrun, skertum lífsgæðum og aukinni dánartíðni(2). Sjálfsvígstíðni hjá geðklofasjúklingum er um 5-10 % og er mesta sjálfsvígshættan fyrstu árin eftir sjúkdómsgreiningu (3-4). Lyfjameðferð með geðlyfjum gegn geðrofseinkennum er ein af undirstöðum meðferðar við geðklofa. Sjúkdómurinn er langvinnur og er áratugameðferð framundan hjá þeim sem greinist með geðklofa.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorKjartan Jónas Kjartanssonen
dc.date.accessioned2010-02-02T15:12:29Z-
dc.date.available2010-02-02T15:12:29Z-
dc.date.issued2008-
dc.date.submitted2010-02-02-
dc.identifier.citationGeðvernd 2008, 37(1):28-35en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/91040-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractGeðklofi er alvarlegur geðsjúkdómur sem hrjáir um 1 % jarðarbúa hvar sem er í heiminum. Sjúkdómseinkenni gera oftast vart við sig snemma á fullorðinsárum, fyrr hjá körlum en konum og með verri horfum. Sjúkdómsgangurinn er langvinnur, oftast með bráðum veikindatímabilum þar sem geðrofseinkenni svo sem ranghugmyndir, ofskynjanir einkum heyrnarofskynjanir og hugsanatruflanir (jákvæð einkenni) eru áberandi. Milli bráðu veikindatímabilanna eru brottfallseinkenni (neikvæð einkenni) sjúkdómsins meira áberandi. Þau eru hugsanafátækt, fámælgi, tilfinningaleg flatneskja, framtaksleysi og félagsleg einangrun, einnig sést truflun á geðslagi og skert vitræn geta. Stjarfageðklofi er sjaldgæft form af geðklofa, þar sem hreyfitruflun er mest áberandi í sjúkdómsmyndinni, ýmist stjarfi eða ofvirkni, neikvæðni eða sjálfvirk hlýðni(l). Geðklofi veldur oft verulegri fötlun, með skertri námsgetu og vinnufærni, félagslegri einangrun, skertum lífsgæðum og aukinni dánartíðni(2). Sjálfsvígstíðni hjá geðklofasjúklingum er um 5-10 % og er mesta sjálfsvígshættan fyrstu árin eftir sjúkdómsgreiningu (3-4). Lyfjameðferð með geðlyfjum gegn geðrofseinkennum er ein af undirstöðum meðferðar við geðklofa. Sjúkdómurinn er langvinnur og er áratugameðferð framundan hjá þeim sem greinist með geðklofa.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectGeðklofien
dc.subjectGeðsjúkdómaren
dc.subjectLyfjameðferðen
dc.subject.meshSchizophreniaen
dc.subject.meshDrug Therapyen
dc.titleLyfjameðferð við geðklofais
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.