Geðheilbrigði á vinnustöðum : möguleikar til forvarna og ráðgjafar

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/91272
Title:
Geðheilbrigði á vinnustöðum : möguleikar til forvarna og ráðgjafar
Authors:
Kristinn Tómasson
Citation:
Geðvernd 2006, 35(1):10-2
Issue Date:
2006
Abstract:
Vinna í einu formi eða öðru er öllum nauðsynleg jafnt samfélagi sem einstaklingum. Markmið með vinnu er að skapa velmegun og vellíðan okkur sjálfum til handa, fjölskyldum okkar, fyrirtækjum sem við vinnum hjá og samfélagi því sem við búum í. E f vinnan skapar ekki velmegun og vellíðan, heldur veldur tapi og vanlíðan þá hættum við að stunda slíka vinnu og leitum verkefna sem uppfylla grundvallarmarkmið vinnu. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir því að mikilvægi vinnu sé minna fyrir þá sem eru með geðraskanir eða aðra sjúkdóma en þá sem eru heilbrigðir. Það má gera sér í hugarlund að í raun sé mikilvægi hennar enn meira í þessum hópi. Vinnan rífur félagslega einangrun og setur skipulag á daginn jafnframt því sem hún örvar fólk til dáða. Að sama skapi eru slæm áhrif atvinnuleysis og atvinnuóöryggis á heilsu og félagslega velferð manna vel þekkt1. Beinn tollur á atvinnulífi vegna geðsjúkdóma er umtalsverður en þeir eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtíma fjarvistum frá vinnustöðum og talið er að um 25% starfsmanna hafa veruleg óþægindi af vinnutengdum geð- og streitu einkennum ár hvert í E vrópu2. Fjarvistir hvort sem er langtíma eða skammtíma eru ákaflega skýr merki um að veikindi starfsmanns séu að bitna á vinnu hans. V eikur í vinnu er hins vegar flestum framandi hugmynd því það að fara í vinnu er í hugum flestra merki um ákveðið heilbrigði. Á þessu þarf þó að hafa fyrirvara en skv. kanadískri rannsókn þá eru bein áhrif s.k. líkamlegra sjúkdóma á minnkun í framleiðni skýr og fremur auðgreinanleg. Hins vegar eru áhrif geðsjúkdóma á framleiðni meiri, og oftar dulin og tormetin t.d. vegna þess að starfsmaður mætir til vinnu en afköst hans eru skert3. Geðraskanir eru algengasta ástæða örorku á íslenskum vinnumarkaði og hafa aukist að umfangi hin síðari ár og eru nú um helmingur af meginorsök fyrir örorku4, 5. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að algengi geðraskana á síðast liðnum tuttugu árum hefur ekki aukist í samfélaginu6.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorKristinn Tómassonen
dc.date.accessioned2010-02-05T15:20:07Z-
dc.date.available2010-02-05T15:20:07Z-
dc.date.issued2006-
dc.date.submitted2010-02-05-
dc.identifier.citationGeðvernd 2006, 35(1):10-2en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/91272-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractVinna í einu formi eða öðru er öllum nauðsynleg jafnt samfélagi sem einstaklingum. Markmið með vinnu er að skapa velmegun og vellíðan okkur sjálfum til handa, fjölskyldum okkar, fyrirtækjum sem við vinnum hjá og samfélagi því sem við búum í. E f vinnan skapar ekki velmegun og vellíðan, heldur veldur tapi og vanlíðan þá hættum við að stunda slíka vinnu og leitum verkefna sem uppfylla grundvallarmarkmið vinnu. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir því að mikilvægi vinnu sé minna fyrir þá sem eru með geðraskanir eða aðra sjúkdóma en þá sem eru heilbrigðir. Það má gera sér í hugarlund að í raun sé mikilvægi hennar enn meira í þessum hópi. Vinnan rífur félagslega einangrun og setur skipulag á daginn jafnframt því sem hún örvar fólk til dáða. Að sama skapi eru slæm áhrif atvinnuleysis og atvinnuóöryggis á heilsu og félagslega velferð manna vel þekkt1. Beinn tollur á atvinnulífi vegna geðsjúkdóma er umtalsverður en þeir eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtíma fjarvistum frá vinnustöðum og talið er að um 25% starfsmanna hafa veruleg óþægindi af vinnutengdum geð- og streitu einkennum ár hvert í E vrópu2. Fjarvistir hvort sem er langtíma eða skammtíma eru ákaflega skýr merki um að veikindi starfsmanns séu að bitna á vinnu hans. V eikur í vinnu er hins vegar flestum framandi hugmynd því það að fara í vinnu er í hugum flestra merki um ákveðið heilbrigði. Á þessu þarf þó að hafa fyrirvara en skv. kanadískri rannsókn þá eru bein áhrif s.k. líkamlegra sjúkdóma á minnkun í framleiðni skýr og fremur auðgreinanleg. Hins vegar eru áhrif geðsjúkdóma á framleiðni meiri, og oftar dulin og tormetin t.d. vegna þess að starfsmaður mætir til vinnu en afköst hans eru skert3. Geðraskanir eru algengasta ástæða örorku á íslenskum vinnumarkaði og hafa aukist að umfangi hin síðari ár og eru nú um helmingur af meginorsök fyrir örorku4, 5. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að algengi geðraskana á síðast liðnum tuttugu árum hefur ekki aukist í samfélaginu6.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectGeðsjúkdómaren
dc.subjectVinnustaðiren
dc.subjectGeðheilbrigðien
dc.titleGeðheilbrigði á vinnustöðum : möguleikar til forvarna og ráðgjafaris
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.