Greining og meðferð geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/92215
Title:
Greining og meðferð geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum
Authors:
Dagbjörg B. Sigurðardóttir
Citation:
Geðvernd 2005, 34(1):13-7
Issue Date:
2005
Abstract:
Greining geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum getur verið vandasöm. Verulega ólík viðhorf eru gagnvart greiningu og skoðanamunurinn ekki síst áberandi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Almennt ríkir samkomulag um hvernig greina eigi þunglyndi hjá börnum og unglingum og svo oflæti hjá unglingum. Aftur á móti er oflæti hjá börnum mjög sjaldan greint í Evrópu þó slík greining sé talsvert algengari í Ameríku. Ósamræmi er í hugtakanotkun. Hugtökin geðhvarfasjúkdómur og oflæti eru til að mynda notuð af sumum eins og um sama sjúkdómsástand sé að ræða. Aðrir nota hugtakið oflæti fyrir bráðaástand en geðhvarfasjúkdómur um ástand sem er viðvarandi. Ástand hverju sinni er svo nánar skilgreint sem þunglyndi, oflæti, blönduð mynd eða eðlilegt ástand. Vegna mismunandi viðhorfa er erfitt að áætla algengi sjúkdómsins. Algengi geðhvarfasjúkdóms hjá unglingum er talið vera um 1% þó aðeins 10% þeirra hafi einhvern tímann verið í oflætisástandi. Í breskum rannsóknum á fullorðnum með geðhvarfasjúkdóm hefur aldur við fyrstu einkenni verið kannaður. Virðast allt að 10% rekja upphaf einkenna til unglingsáranna eða jafnvel fyrr2. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna aftur á móti að um 60 % fullorðinna rekja einkenni aftur til unglingsára og að meðaltali líða 10 ár þar til rétt greining liggur fyrir og meðferð hefst. Þessar upplýsingar hafa meðal annars verið notaðar til að styrkja þá tilgátu að geðhvarfasjúkdómur sé vangreindur eða misgreindur hjá börnum og unglingum3. Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna að mögulega sé geðhvarfasjúkdómur ofgreindur hjá börnum og unglingum. Þessir ólíku pólar eru íklega að mestu tilkomnir vegna mismunandi skoðana sérfræðinga og notkunar greiningarskilmerkja milli landa5. Ósamræmi er þar af leiðandi varðandi tíðnitölur um geðhvarfasjukdóm á barnsaldri. í stórum faraldsfræðirannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fundust til að mynda engin tilfelli oflætis hjá börnum6 en í rannsókn frá Brasilíu var talað um að allt að 7% af þeim sem sótt hafa þjónustu á barna- og unglingageðdeild hafi geðhvarfasjúkdóm7.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorDagbjörg B. Sigurðardóttiren
dc.date.accessioned2010-02-16T09:19:42Z-
dc.date.available2010-02-16T09:19:42Z-
dc.date.issued2005-
dc.date.submitted2010-02-16-
dc.identifier.citationGeðvernd 2005, 34(1):13-7en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/92215-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractGreining geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum getur verið vandasöm. Verulega ólík viðhorf eru gagnvart greiningu og skoðanamunurinn ekki síst áberandi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Almennt ríkir samkomulag um hvernig greina eigi þunglyndi hjá börnum og unglingum og svo oflæti hjá unglingum. Aftur á móti er oflæti hjá börnum mjög sjaldan greint í Evrópu þó slík greining sé talsvert algengari í Ameríku. Ósamræmi er í hugtakanotkun. Hugtökin geðhvarfasjúkdómur og oflæti eru til að mynda notuð af sumum eins og um sama sjúkdómsástand sé að ræða. Aðrir nota hugtakið oflæti fyrir bráðaástand en geðhvarfasjúkdómur um ástand sem er viðvarandi. Ástand hverju sinni er svo nánar skilgreint sem þunglyndi, oflæti, blönduð mynd eða eðlilegt ástand. Vegna mismunandi viðhorfa er erfitt að áætla algengi sjúkdómsins. Algengi geðhvarfasjúkdóms hjá unglingum er talið vera um 1% þó aðeins 10% þeirra hafi einhvern tímann verið í oflætisástandi. Í breskum rannsóknum á fullorðnum með geðhvarfasjúkdóm hefur aldur við fyrstu einkenni verið kannaður. Virðast allt að 10% rekja upphaf einkenna til unglingsáranna eða jafnvel fyrr2. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna aftur á móti að um 60 % fullorðinna rekja einkenni aftur til unglingsára og að meðaltali líða 10 ár þar til rétt greining liggur fyrir og meðferð hefst. Þessar upplýsingar hafa meðal annars verið notaðar til að styrkja þá tilgátu að geðhvarfasjúkdómur sé vangreindur eða misgreindur hjá börnum og unglingum3. Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna að mögulega sé geðhvarfasjúkdómur ofgreindur hjá börnum og unglingum. Þessir ólíku pólar eru íklega að mestu tilkomnir vegna mismunandi skoðana sérfræðinga og notkunar greiningarskilmerkja milli landa5. Ósamræmi er þar af leiðandi varðandi tíðnitölur um geðhvarfasjukdóm á barnsaldri. í stórum faraldsfræðirannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fundust til að mynda engin tilfelli oflætis hjá börnum6 en í rannsókn frá Brasilíu var talað um að allt að 7% af þeim sem sótt hafa þjónustu á barna- og unglingageðdeild hafi geðhvarfasjúkdóm7.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectGeðhvarfasýkien
dc.subjectGeðsjúkdómaren
dc.subjectBörnen
dc.subjectUnglingaren
dc.titleGreining og meðferð geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingumis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.