Fleygskurður vegna brjóstakrabbameins : útlitsárangur meðal 49 sjúklinga árin 1983-1987

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/96143
Title:
Fleygskurður vegna brjóstakrabbameins : útlitsárangur meðal 49 sjúklinga árin 1983-1987
Authors:
Guðjón Baldursson; Pálmar Hallgrímsson; Hjalti Þórarinsson; Þórarinn E. Sveinsson; Baldur F. Sigfússon; Sigurgeir Kjartansson; Jón Níelsson
Citation:
Læknablaðið 1990, 76(8):391-7
Issue Date:
1-Oct-1990
Abstract:
The cosmetic results in 49 patients operated with conservative methods for breast cancer during the period Jan-83 through Oct-87 have been analyzed. The mean age of the patients was 54 years. About half of the patients were under 50 years. The mean size of the tumour was 15 mm and nine of the patients had lymph node metastases in the axilla. Thirty-four (69%) received perioperative chemotherapy and 42 (86%) postoperative radiotherapy. The mammograms were reexamined and no correlation was found between the radiological findings pre- and postoperatively and the cosmetic results. Most radiographic changes resulting from the operation and radiotherapy have stabilized about 10 months after the operation. Forty-seven of 49 patients (96%) would prefer conservative surgery to mastectomy if they were to choose between the two methods again. Eighty-four of the patients judged the cosmetic results very good or good, but a professional panel judged the results very good or good in 69% of the patients. A statistical analysis did not show any correlation between the cosmetic results and the patients' age, size or localization of the tumour in the breast.; Hin hefðbundna skurðaðgerð við krabbameini í brjósti, brottnám brjóstsins, hefur á síðari árum smám saman vikið fyrir umfangsminni skurðaðgerð, svokölluðum fleygskurði. Fleygskurður (resectio cuneiformis, resectio segmentalis) er fólginn í því, að tekinn er fleygur úr brjóstinu þar sem krabbameinið er staðsett, frá miðju og út í jaðar brjóstsins (mynd 1). Ýmsir taka þó einungis æxlið og nánasta umhverfi þess (lumpectomy, tylectomy). Við fleygskurð er þess gætt að vera allstaðar vel utan við æxlið og er fleygurinn tekinn alveg niður í gegnum brjóstið og vöðvaslíðrið tekið með. Eitlabrottnám úr holhönd er framkvæmt í sömu aðgerð ef sjúkdómsgreining liggur fyrir, ella í annarri aðgerð þegar vefjagreining er fengin. Frystiskurður er ekki gerður ef taka þarf röntgenmynd af sýninu til að staðfesta að hnúturinn sé í því (1). Þessi þróun hefur orðið samhliða því að æxli eru nú minni við greiningu en áður, einkum þar sem beitt er hópskoðun með röntgenmyndatöku (2). Skilningur á eðli og hegðun brjóstakrabbameins hefur aukist á undanförnum áratugum. Þeirri skoðun hefur smám saman vaxið flskur um hrygg, að umfang skurðaðgerða hafi tiltölulega lítií áhrif á lífslíkur (3). Það sem ræður horfum til langs tíma er, hvort sjúkdómurinn nær að meinvarpa sér eða ekki, áður en aðgerð er framkvæmd (5,6). Eftir fleygskurð er að jafnaði gefin geislameðferð gegn brjóstvefnum er eftir situr. Í stórum samanburðarrannsóknum hefur verið sýnt fram á að horfur kvenna sem gengist hafa undir fleygskurð og geislameðferð eru síst lakari en kvenna þar sem brjóstið hefur verið fjarlægt, að minnsta kosti ef geislameðferð er beitt eftir aðgerð (4,5,7,8). Ábendingar fyrir fleygskurði eru nokkuð misjafnar. Á flestum stöðum hefur verið miðað við æxli sem liggja útlægt í brjóstinu og eru minni en tveir sentimetrar í þvermál. Á allra síðustu árum hafa ábendingar víða breyst og ræðst tegund aðgerðar af því hvort unnt er að framkvæma fleygskurð, þannig að útlit brjóstsins haldist viðunandi. Kostir fleygskurðar umfram brottnám brjóstsins eru augljósir fyrir sjúklinginn, einkum varðandi útlit, sé það viðunandi. Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að sjálfsímynd og félagsleg aðlögun kvenna sem gengist hafa undir fleygskurð sé að öðru jöfnu betri en sé allt brjóstið fjarlægt (9-11). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna útlitsárangur meðal íslenskra kvenna, sem gengist hafa undir þessa tegund aðgerðar. Ekki var lagt mat á læknisfræðilegan árangur, þar sem tiltölulega skammur tími er liðinn frá því aðgerðir voru framkvæmdar.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorGuðjón Baldurssonen
dc.contributor.authorPálmar Hallgrímssonen
dc.contributor.authorHjalti Þórarinssonen
dc.contributor.authorÞórarinn E. Sveinssonen
dc.contributor.authorBaldur F. Sigfússonen
dc.contributor.authorSigurgeir Kjartanssonen
dc.contributor.authorJón Níelssonen
dc.date.accessioned2010-04-09T11:37:11Z-
dc.date.available2010-04-09T11:37:11Z-
dc.date.issued1990-10-01-
dc.date.submitted2010-04-09-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1990, 76(8):391-7en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/96143-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractThe cosmetic results in 49 patients operated with conservative methods for breast cancer during the period Jan-83 through Oct-87 have been analyzed. The mean age of the patients was 54 years. About half of the patients were under 50 years. The mean size of the tumour was 15 mm and nine of the patients had lymph node metastases in the axilla. Thirty-four (69%) received perioperative chemotherapy and 42 (86%) postoperative radiotherapy. The mammograms were reexamined and no correlation was found between the radiological findings pre- and postoperatively and the cosmetic results. Most radiographic changes resulting from the operation and radiotherapy have stabilized about 10 months after the operation. Forty-seven of 49 patients (96%) would prefer conservative surgery to mastectomy if they were to choose between the two methods again. Eighty-four of the patients judged the cosmetic results very good or good, but a professional panel judged the results very good or good in 69% of the patients. A statistical analysis did not show any correlation between the cosmetic results and the patients' age, size or localization of the tumour in the breast.en
dc.description.abstractHin hefðbundna skurðaðgerð við krabbameini í brjósti, brottnám brjóstsins, hefur á síðari árum smám saman vikið fyrir umfangsminni skurðaðgerð, svokölluðum fleygskurði. Fleygskurður (resectio cuneiformis, resectio segmentalis) er fólginn í því, að tekinn er fleygur úr brjóstinu þar sem krabbameinið er staðsett, frá miðju og út í jaðar brjóstsins (mynd 1). Ýmsir taka þó einungis æxlið og nánasta umhverfi þess (lumpectomy, tylectomy). Við fleygskurð er þess gætt að vera allstaðar vel utan við æxlið og er fleygurinn tekinn alveg niður í gegnum brjóstið og vöðvaslíðrið tekið með. Eitlabrottnám úr holhönd er framkvæmt í sömu aðgerð ef sjúkdómsgreining liggur fyrir, ella í annarri aðgerð þegar vefjagreining er fengin. Frystiskurður er ekki gerður ef taka þarf röntgenmynd af sýninu til að staðfesta að hnúturinn sé í því (1). Þessi þróun hefur orðið samhliða því að æxli eru nú minni við greiningu en áður, einkum þar sem beitt er hópskoðun með röntgenmyndatöku (2). Skilningur á eðli og hegðun brjóstakrabbameins hefur aukist á undanförnum áratugum. Þeirri skoðun hefur smám saman vaxið flskur um hrygg, að umfang skurðaðgerða hafi tiltölulega lítií áhrif á lífslíkur (3). Það sem ræður horfum til langs tíma er, hvort sjúkdómurinn nær að meinvarpa sér eða ekki, áður en aðgerð er framkvæmd (5,6). Eftir fleygskurð er að jafnaði gefin geislameðferð gegn brjóstvefnum er eftir situr. Í stórum samanburðarrannsóknum hefur verið sýnt fram á að horfur kvenna sem gengist hafa undir fleygskurð og geislameðferð eru síst lakari en kvenna þar sem brjóstið hefur verið fjarlægt, að minnsta kosti ef geislameðferð er beitt eftir aðgerð (4,5,7,8). Ábendingar fyrir fleygskurði eru nokkuð misjafnar. Á flestum stöðum hefur verið miðað við æxli sem liggja útlægt í brjóstinu og eru minni en tveir sentimetrar í þvermál. Á allra síðustu árum hafa ábendingar víða breyst og ræðst tegund aðgerðar af því hvort unnt er að framkvæma fleygskurð, þannig að útlit brjóstsins haldist viðunandi. Kostir fleygskurðar umfram brottnám brjóstsins eru augljósir fyrir sjúklinginn, einkum varðandi útlit, sé það viðunandi. Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að sjálfsímynd og félagsleg aðlögun kvenna sem gengist hafa undir fleygskurð sé að öðru jöfnu betri en sé allt brjóstið fjarlægt (9-11). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna útlitsárangur meðal íslenskra kvenna, sem gengist hafa undir þessa tegund aðgerðar. Ekki var lagt mat á læknisfræðilegan árangur, þar sem tiltölulega skammur tími er liðinn frá því aðgerðir voru framkvæmdar.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.titleFleygskurður vegna brjóstakrabbameins : útlitsárangur meðal 49 sjúklinga árin 1983-1987is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.