2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/96393
Title:
Bótaábyrgð lækna
Authors:
Valgeir Pálsson
Citation:
Læknablaðið 1990, 76(7):345-9
Issue Date:
15-Sep-1990
Abstract:
Á síðari árum hefur færst í vöxt að sjúklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mistaka lækna í störfum sínum, hafi krafist skaðabóta vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Astæður slíkrar fjölgunar kunna að vera margvíslegar, en á meðal lögfræðinga hafa eftirtaldar ástæður meðal annars verið nefndar: 1. Aukin velmegun fólks og kröfur um heilbrigt Iff. 2. Læknisfræðileg þekking almennings hefur aukist, þannig að hann gerir sér betur grein fyrir því nú en áður hvort heilsutjón verði rakið til sjúklegra ástæðna eða mistaka læknis. 3. Fólk á auðveldara með að sækja rétt sinn en áður var meðal annars fyrir dómstólum. 4. Samskipti læknis og sjúklings eru ef til vill ekki eins persónuleg og náin og áður í fámennu samfélagi fyrri tíma. Þannig kann það að vera minna mál fyrir sjúkling í dag að krefja lækni um skaðabætur, sem aðeins einu sinni hefur haft afskipti af sjúklingnum heldur en þegar sjúklingur hyggst sækja til saka lækni, sem er hans eini læknir og sjúklingur á allt sitt undir honum í bráð og lengd (1). Þegar afstaða er tekin til bótaábyrgðar læknis þá er það meginregla að skaðabótaskylda læknis hvílir á sömu réttarreglum og almennt gilda í hinu daglega lífi. Það eru ólögfestar reglur, sem fyrst og fremst hafa verið skapaðar með dómsúrlausnum í tímans rás. Þótt reglur þessar séu um margt skýrar og hafi náð öruggri fótfestu í réttarkerfinu þá hafa þær aðallega mótast af þeim tilvikum sem komið hafa til úrlausnar hjá dómstólum og þeim réttarvenjum sem skapast hafa við úrlausn hliðstæðra tilvika. En að því marki sem dómsúrlausnum eða öðrum réttarheimildum er ekki til að dreifa kunna réttarreglur að vera óskýrar. Á það ekki síst við um ýmis atriði varðandi bótaábyrgð lækna þar sem dómsúrlausnir, að minnsta kosti hérlendis, eru tiltölulega fáar.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorValgeir Pálssonen
dc.date.accessioned2010-04-13T11:00:22Z-
dc.date.available2010-04-13T11:00:22Z-
dc.date.issued1990-09-15-
dc.date.submitted2010-04-13-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1990, 76(7):345-9en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/96393-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractÁ síðari árum hefur færst í vöxt að sjúklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mistaka lækna í störfum sínum, hafi krafist skaðabóta vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Astæður slíkrar fjölgunar kunna að vera margvíslegar, en á meðal lögfræðinga hafa eftirtaldar ástæður meðal annars verið nefndar: 1. Aukin velmegun fólks og kröfur um heilbrigt Iff. 2. Læknisfræðileg þekking almennings hefur aukist, þannig að hann gerir sér betur grein fyrir því nú en áður hvort heilsutjón verði rakið til sjúklegra ástæðna eða mistaka læknis. 3. Fólk á auðveldara með að sækja rétt sinn en áður var meðal annars fyrir dómstólum. 4. Samskipti læknis og sjúklings eru ef til vill ekki eins persónuleg og náin og áður í fámennu samfélagi fyrri tíma. Þannig kann það að vera minna mál fyrir sjúkling í dag að krefja lækni um skaðabætur, sem aðeins einu sinni hefur haft afskipti af sjúklingnum heldur en þegar sjúklingur hyggst sækja til saka lækni, sem er hans eini læknir og sjúklingur á allt sitt undir honum í bráð og lengd (1). Þegar afstaða er tekin til bótaábyrgðar læknis þá er það meginregla að skaðabótaskylda læknis hvílir á sömu réttarreglum og almennt gilda í hinu daglega lífi. Það eru ólögfestar reglur, sem fyrst og fremst hafa verið skapaðar með dómsúrlausnum í tímans rás. Þótt reglur þessar séu um margt skýrar og hafi náð öruggri fótfestu í réttarkerfinu þá hafa þær aðallega mótast af þeim tilvikum sem komið hafa til úrlausnar hjá dómstólum og þeim réttarvenjum sem skapast hafa við úrlausn hliðstæðra tilvika. En að því marki sem dómsúrlausnum eða öðrum réttarheimildum er ekki til að dreifa kunna réttarreglur að vera óskýrar. Á það ekki síst við um ýmis atriði varðandi bótaábyrgð lækna þar sem dómsúrlausnir, að minnsta kosti hérlendis, eru tiltölulega fáar.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectLæknamistöken
dc.subjectLögfræðien
dc.subjectSkaðabæturen
dc.subjectLögen
dc.titleBótaábyrgð læknais
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.