2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/97503
Title:
Þunglyndi meðal ungmenna og fyrirbyggjandi aðgerðir
Authors:
Eiríkur Örn Arnarson
Citation:
Geðvernd 2001, 30(1):23-6
Issue Date:
2001
Abstract:
Þunglyndi fullorðinna er alvarleg röskun sem dregur úr hæfni einstaklinga til að sinna daglegum athöfnum. Á síðustu tveimur áratugum hefur athyglin beinst að þunglyndi barna og unglinga en fram að því hafði verið litið á þunglyndi í þessum hópi sem eðlilegt ferli sem þyrfti engrar meðferðar við (1). Athyglin beindist að þunglyndi barna og unglinga í kjölfar breyttra áherslna í kenningum um þunglyndi. Áður var talið að þunglyndi gæti ekki verið til staðar hjá börnum (2). Snemma á níunda áratugnum voru birtar niðurstöður viðtala og faraldsfræðilegra rannsókna sem gáfu til kynna háa tíðni þunglyndis og sjálfsvíga hjá unglingum. Með útgáfu þriðju skilmerkjaskrár bandaríska geðlæknafélagsins (DSM-III, 1980) kom fram að greina mátti einkenni þunglyndis barna og unglinga með skilmerkjum sem ætluð voru fyrir greiningu þunglyndis hjá fullorðnum. Notkun skilmerkja fyrir fullorðna leiddi til þess að þunglyndi unglinga var viðurkennt sem röskun (1) og varð hvati til rannsókna á þunglyndi barna og unglinga. Þunglyndi barna og unglinga hamlar ekki aðeins virkni þeirra og þroska heldur hefur áhrif á námsárangur og alla þá sem þau hafa samskipti við. Það leiðir til vítahrings sem er skaðlegur fyrir barnið og þroska og elur á þunglyndi auk þess að halda því við (3).
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorEiríkur Örn Arnarsonen
dc.date.accessioned2010-04-27T15:52:33Z-
dc.date.available2010-04-27T15:52:33Z-
dc.date.issued2001-
dc.date.submitted2010-04-27-
dc.identifier.citationGeðvernd 2001, 30(1):23-6en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/97503-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractÞunglyndi fullorðinna er alvarleg röskun sem dregur úr hæfni einstaklinga til að sinna daglegum athöfnum. Á síðustu tveimur áratugum hefur athyglin beinst að þunglyndi barna og unglinga en fram að því hafði verið litið á þunglyndi í þessum hópi sem eðlilegt ferli sem þyrfti engrar meðferðar við (1). Athyglin beindist að þunglyndi barna og unglinga í kjölfar breyttra áherslna í kenningum um þunglyndi. Áður var talið að þunglyndi gæti ekki verið til staðar hjá börnum (2). Snemma á níunda áratugnum voru birtar niðurstöður viðtala og faraldsfræðilegra rannsókna sem gáfu til kynna háa tíðni þunglyndis og sjálfsvíga hjá unglingum. Með útgáfu þriðju skilmerkjaskrár bandaríska geðlæknafélagsins (DSM-III, 1980) kom fram að greina mátti einkenni þunglyndis barna og unglinga með skilmerkjum sem ætluð voru fyrir greiningu þunglyndis hjá fullorðnum. Notkun skilmerkja fyrir fullorðna leiddi til þess að þunglyndi unglinga var viðurkennt sem röskun (1) og varð hvati til rannsókna á þunglyndi barna og unglinga. Þunglyndi barna og unglinga hamlar ekki aðeins virkni þeirra og þroska heldur hefur áhrif á námsárangur og alla þá sem þau hafa samskipti við. Það leiðir til vítahrings sem er skaðlegur fyrir barnið og þroska og elur á þunglyndi auk þess að halda því við (3).en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectÞunglyndien
dc.subjectBörnen
dc.subjectHugræn atferlismeðferðen
dc.titleÞunglyndi meðal ungmenna og fyrirbyggjandi aðgerðiris
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.