2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/97636
Title:
Geðverndarfélag Íslands 50 ára
Authors:
Tómas Helgason
Citation:
Geðvernd 1999, 28(1):7-14
Issue Date:
1999
Abstract:
Áhyggjur manna af heilbrigði og félagsmálum voru svipaðar fyrir 50 árum því sem er enn þann dag í dag. Í ræðu sem dr. Helgi Tómasson (1950) flutti í 40 ára afmælisfagnaði Læknafélags Reykjavíkur, sagði hann meðal annars: „Þjóðfélagsleg ábyrgð lækna nútíðarinnar og framtíðarirmar er ennþá meiri en hún var áður. Læknafélagið - L.R. - á að hafa frumkvæðið um þróunina á næstu árum í heilbrigðismálum... Hin félagslega framvinda hefur ekki þær einu afleiðingar að þýðing sjúkdómanna er víðtækari en áður - hún veldur einnig sjúkdómum og vanlíðan... Því flóknara sem þjóðfélagið verður, því minna svigrúm sem einstaklingurinn hefur til að lifa lífinu eins og hann vill, því meiri háspennu sem hann lifir við, því hættara er honum við að kikna undir sambúðinni við aðra - að verða veikur, grípa til nautnalyfja, drykkjufanga, skemmtana, ferðalaga, uppreisnar, landflótta eða sjálfsmorðs". Eftir að hafa fjallað stuttlega um skilgreininguna á heilbrigði heldur hann áfram: ,,Til hvers væri að veita mönnum líkamlega og félagslega heilbrigði, ef þeir gætu ekki notið hennar eða notfært sér hana, vegna andlegra ágalla? Geðheilbrigði er því það sem skiptir meginmáli fyrir alla menn. Sætir það furðu, hversu langt er frá, að mörgum læknum og leikmönnum sé jafn sjálfsagður hlutur augljós. Menn hlaupa með smáskeinur, lítilfjörlegt kvef, eða gigtarsting hér eða þar til læknis. En sömu menn flengja máske eða skamma barnið, sem hrekkur upp í angist að nóttu til af því að faðir þess hefur komið drukkinn heim og misþyrmt móður þess. Menn draga drenginn, sem hnuplar nokkrum krónum til þess að geta verið jafningi jafnaldra sinna, fyrir löggæslumenn og barnaverndarnefnd, en foreldrar hans hafa aldrei hugsað út í, að láta hann hafa vasapeninga. Menn beita hörku stúlkuna sem hefur „óviljandi" orðið ófrísk með manni sem svo vill máske ekki skipta sér af henni. Sumir eiginmenn skilja ekki „kulda" konunnar sem búin er að bíða þeirra í kvíða og angist á meðan þeir hafa verið í hættulegri sjóferð. Þannig mætti telja í það óendanlega - að ekki séu nefndir allir hleypidómar sem ríkja um „stærri" geðsjúkdóma... Ég held, að eitt af þeim þörfustu verkefnum, sem L.R. á þessum merkis tímamótum sínum gæti tekið upp, væri, að beita sér nú þegar fyrir stofnun almenns félagsskapar til geðverndar og hugræktar." Og í framhaldi af þessu gerði dr. Helgi það að tillögu sinni að á næsta fundi L.R. þann 16. nóvember 1949 yrði kosin þriggja eða fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun íslensks geðverndarfélags.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorTómas Helgasonen
dc.date.accessioned2010-04-29T09:39:44Z-
dc.date.available2010-04-29T09:39:44Z-
dc.date.issued1999-
dc.date.submitted2010-04-29-
dc.identifier.citationGeðvernd 1999, 28(1):7-14en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/97636-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractÁhyggjur manna af heilbrigði og félagsmálum voru svipaðar fyrir 50 árum því sem er enn þann dag í dag. Í ræðu sem dr. Helgi Tómasson (1950) flutti í 40 ára afmælisfagnaði Læknafélags Reykjavíkur, sagði hann meðal annars: „Þjóðfélagsleg ábyrgð lækna nútíðarinnar og framtíðarirmar er ennþá meiri en hún var áður. Læknafélagið - L.R. - á að hafa frumkvæðið um þróunina á næstu árum í heilbrigðismálum... Hin félagslega framvinda hefur ekki þær einu afleiðingar að þýðing sjúkdómanna er víðtækari en áður - hún veldur einnig sjúkdómum og vanlíðan... Því flóknara sem þjóðfélagið verður, því minna svigrúm sem einstaklingurinn hefur til að lifa lífinu eins og hann vill, því meiri háspennu sem hann lifir við, því hættara er honum við að kikna undir sambúðinni við aðra - að verða veikur, grípa til nautnalyfja, drykkjufanga, skemmtana, ferðalaga, uppreisnar, landflótta eða sjálfsmorðs". Eftir að hafa fjallað stuttlega um skilgreininguna á heilbrigði heldur hann áfram: ,,Til hvers væri að veita mönnum líkamlega og félagslega heilbrigði, ef þeir gætu ekki notið hennar eða notfært sér hana, vegna andlegra ágalla? Geðheilbrigði er því það sem skiptir meginmáli fyrir alla menn. Sætir það furðu, hversu langt er frá, að mörgum læknum og leikmönnum sé jafn sjálfsagður hlutur augljós. Menn hlaupa með smáskeinur, lítilfjörlegt kvef, eða gigtarsting hér eða þar til læknis. En sömu menn flengja máske eða skamma barnið, sem hrekkur upp í angist að nóttu til af því að faðir þess hefur komið drukkinn heim og misþyrmt móður þess. Menn draga drenginn, sem hnuplar nokkrum krónum til þess að geta verið jafningi jafnaldra sinna, fyrir löggæslumenn og barnaverndarnefnd, en foreldrar hans hafa aldrei hugsað út í, að láta hann hafa vasapeninga. Menn beita hörku stúlkuna sem hefur „óviljandi" orðið ófrísk með manni sem svo vill máske ekki skipta sér af henni. Sumir eiginmenn skilja ekki „kulda" konunnar sem búin er að bíða þeirra í kvíða og angist á meðan þeir hafa verið í hættulegri sjóferð. Þannig mætti telja í það óendanlega - að ekki séu nefndir allir hleypidómar sem ríkja um „stærri" geðsjúkdóma... Ég held, að eitt af þeim þörfustu verkefnum, sem L.R. á þessum merkis tímamótum sínum gæti tekið upp, væri, að beita sér nú þegar fyrir stofnun almenns félagsskapar til geðverndar og hugræktar." Og í framhaldi af þessu gerði dr. Helgi það að tillögu sinni að á næsta fundi L.R. þann 16. nóvember 1949 yrði kosin þriggja eða fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun íslensks geðverndarfélags.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectGeðvernden
dc.subjectVísindasagaen
dc.subjectÚtgáfumálen
dc.subjectTímariten
dc.subjectGeðverndarfélag Íslandsen
dc.titleGeðverndarfélag Íslands 50 árais
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.