2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/97748
Title:
Baráttan við Bakkus
Authors:
Jóhannes Bergsveinsson
Citation:
Geðvernd 1998, 27(1):11-9
Issue Date:
1998
Abstract:
Það er svo sem engin nýlunda, að dátt sé með íslendingum og Bakkusi og gengur á ýmsu í þeim samskiptum. Þegar þeir félagar minnast leysast gjarnan úr læðingi öfgarnir í Íslendingseðlinu og uppvekst stemning og atburðarás, sem óvíða er betur lýst en í kvæði Gríms Thomsen: Á Glæsivöllum. Þar segir: „Á Glæsivöllum aldrei/ með Ýtum er fátt,/ allt er kátt og dátt;/ en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,/ í góðsemi vegur þar hver annan.—/ Horn skella á nösum,/ og hnútur fljúga um borð,/ hógvær fylgja orð;/ en þegar brotna hausar og blóðið litar storð,/ brosir þá Goðmundur kóngur". Þessi lýsing Gríms Thomsen minnir um sumt á lýsinguna á hegðun Egils Skallagrímssonar, hins mikla höfðingja og skálds, í veislunni hjá Ármóði skeggi. Þó var Egill margsigldur og hafði dvalið með konungum og þegið af þeim sæmdir: „Stóð hann (Egill) þá upp og gekk um gólf þvert þangað er Ármóður sat. Hann tók höndum í axlir honum og kneikti hann upp að stöfum. Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Armóði, í augun og nasirnar og í munninn, rann svo ofan um bringuna". Daginn eftir, sennilega skelþunnur og timbraður, sneið Egill af honum skeggið við hökuna, en krækti síðan fingrinum í augað svo að úti lá á kinninni.(2) Svo langt aftur, sem elstu heimildir greina, má fmna hjá Íslendingum dæmi um ölskap ekki óáþekkan þessum. Í aldanna rás hafa vökumenn íslenskrar þjóðar þrásinnis reynt að vekja hana og draga athygli hennar að þeirri hættu, sem fólgin er í of nánum kynnum af Bakkusi, en þjóðin ekki látið það raska ró sinni lengi og fljótlega blundað aftur í ölværðinni.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorJóhannes Bergsveinssonen
dc.date.accessioned2010-04-30T15:24:37Z-
dc.date.available2010-04-30T15:24:37Z-
dc.date.issued1998-
dc.date.submitted2010-04-30-
dc.identifier.citationGeðvernd 1998, 27(1):11-9en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/97748-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractÞað er svo sem engin nýlunda, að dátt sé með íslendingum og Bakkusi og gengur á ýmsu í þeim samskiptum. Þegar þeir félagar minnast leysast gjarnan úr læðingi öfgarnir í Íslendingseðlinu og uppvekst stemning og atburðarás, sem óvíða er betur lýst en í kvæði Gríms Thomsen: Á Glæsivöllum. Þar segir: „Á Glæsivöllum aldrei/ með Ýtum er fátt,/ allt er kátt og dátt;/ en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,/ í góðsemi vegur þar hver annan.—/ Horn skella á nösum,/ og hnútur fljúga um borð,/ hógvær fylgja orð;/ en þegar brotna hausar og blóðið litar storð,/ brosir þá Goðmundur kóngur". Þessi lýsing Gríms Thomsen minnir um sumt á lýsinguna á hegðun Egils Skallagrímssonar, hins mikla höfðingja og skálds, í veislunni hjá Ármóði skeggi. Þó var Egill margsigldur og hafði dvalið með konungum og þegið af þeim sæmdir: „Stóð hann (Egill) þá upp og gekk um gólf þvert þangað er Ármóður sat. Hann tók höndum í axlir honum og kneikti hann upp að stöfum. Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Armóði, í augun og nasirnar og í munninn, rann svo ofan um bringuna". Daginn eftir, sennilega skelþunnur og timbraður, sneið Egill af honum skeggið við hökuna, en krækti síðan fingrinum í augað svo að úti lá á kinninni.(2) Svo langt aftur, sem elstu heimildir greina, má fmna hjá Íslendingum dæmi um ölskap ekki óáþekkan þessum. Í aldanna rás hafa vökumenn íslenskrar þjóðar þrásinnis reynt að vekja hana og draga athygli hennar að þeirri hættu, sem fólgin er í of nánum kynnum af Bakkusi, en þjóðin ekki látið það raska ró sinni lengi og fljótlega blundað aftur í ölværðinni.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectVísindasagaen
dc.subjectÁfengien
dc.subjectÁfengisvarniren
dc.subjectÁfengisvandamálen
dc.titleBaráttan við Bakkusis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.