Forvarnir - orð og athafnir : íslensk áfengismálastefna á 20. öld.

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/97763
Title:
Forvarnir - orð og athafnir : íslensk áfengismálastefna á 20. öld.
Authors:
Tómas Helgason
Citation:
Geðvernd 1998, 27(1):4-10
Issue Date:
1998
Abstract:
Heilsuvernd miðar að því að draga úr tíðni sjúkdóma, stytta sjúkdómstíma og koma í veg fyrir eða draga úr hömlun, sem leitt getur af sjúkdómum. Ef heilsuverndaraðgerðir eiga að vera virkar, þurfa 1) markmiðin að vera vel skilgreind, 2) viðföngin að hafa ákveðin sérkenni, 3) aðferðirnar helst að vera sértækar og 4) almennur skilningur og stuðningur við aðgerðirnar. Algengasta vímuefnið, og það sem allir byrja á, er áfengi. Ólögleg vímuefni eins og kannabis, leysiefni, amfetamín og afleiði þess, kókaín og skyld efni eru öll miklu sjaldgæfari og notkun þeirra miklu minni en notkun og misnotkun áfengis. Virkasta leiðin til að koma í veg fyrir notkun vímuefna er vel þekkt í heilbrigðisfræðinni og byggir á sömu aðferðum og beitt er til að koma í veg fyrir farsóttir. Nokkuð almenn samstaða er um að beita slíkum aðferðum gegn ólöglegum vímuefnum. Öðru máli gegnir um áfengi vegna þess hversu vinsælt það er og meiri hluti fólks vill hafa aðgang að því þrátt fyrir þá hættu, sem notkun þess getur haft í för með sér. Því meiri og almennari sem neyslan er, því meiri skaða veldur hún. Rannsóknir hafa sýnt, að draga má úr áfengisnotkun og áfengistengdum vandamálum með 1) takmörkun á aðgengi, framboði og fjölda útsölustaða, opnunartíma og hverjum megi selja eða veita áfengi (aldurslágmark), og 2) háu verðlagi (Edwards et al. 1994). Fræðsla er gagnleg með þessum aðgerðum, svo að fólk skilji betur nauðsyn þeirra. Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á gagnsemi fræðslu sem meginaðferðar til að koma í veg fyrir neyslu áfengis eða tengd vandamál (Edwards et al. 1994). Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi lengi verið kunnar, hefur sífellt verið dregið úr hömlum á sölu áfengis, en jafnframt talað mikið um forvarnir og fræðslu, einkum fyrir börn og unglinga. Á fyrstu tugum aldarinnar var það meginstefna stjórnvalda á Íslandi og víðar, að koma í veg fyrir áfengisnotkun vegna þess að hún væri ósiðleg, hættuleg einstaklingunum og skaðleg fjölskyldunni og þjóðfélaginu. Smám saman hefur áherslan breyst og umburðarlyndi gagnvart áfengi aukist. Jafnframt hefur athyglinni í vaxandi mæli verið beint að öðrum fíkniefnum og hættunni, sem er samfara notkun þeirra. Eins og menn vildu áður hindra notkun áfengis, vilja þeir nú hindra notkun annarra fíkniefna, fyrst og fremst með boðum og bönnum, en einnig með fræðslu um skaðvaldinn og hvernig eigi að verjast honum. Hér á eftir verða bornar saman stefnuyfirlýsingar og aðgerðir stjórnvalda tilað draga úr hvers kyns fíkniefnaneyslu og lögð áhersla á nauðsyn heildstæðrar stefnu og beitingu þeirra aðferða sem virkastar eru.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorTómas Helgasonen
dc.date.accessioned2010-04-30T13:41:50Z-
dc.date.available2010-04-30T13:41:50Z-
dc.date.issued1998-
dc.date.submitted2010-04-30-
dc.identifier.citationGeðvernd 1998, 27(1):4-10en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/97763-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractHeilsuvernd miðar að því að draga úr tíðni sjúkdóma, stytta sjúkdómstíma og koma í veg fyrir eða draga úr hömlun, sem leitt getur af sjúkdómum. Ef heilsuverndaraðgerðir eiga að vera virkar, þurfa 1) markmiðin að vera vel skilgreind, 2) viðföngin að hafa ákveðin sérkenni, 3) aðferðirnar helst að vera sértækar og 4) almennur skilningur og stuðningur við aðgerðirnar. Algengasta vímuefnið, og það sem allir byrja á, er áfengi. Ólögleg vímuefni eins og kannabis, leysiefni, amfetamín og afleiði þess, kókaín og skyld efni eru öll miklu sjaldgæfari og notkun þeirra miklu minni en notkun og misnotkun áfengis. Virkasta leiðin til að koma í veg fyrir notkun vímuefna er vel þekkt í heilbrigðisfræðinni og byggir á sömu aðferðum og beitt er til að koma í veg fyrir farsóttir. Nokkuð almenn samstaða er um að beita slíkum aðferðum gegn ólöglegum vímuefnum. Öðru máli gegnir um áfengi vegna þess hversu vinsælt það er og meiri hluti fólks vill hafa aðgang að því þrátt fyrir þá hættu, sem notkun þess getur haft í för með sér. Því meiri og almennari sem neyslan er, því meiri skaða veldur hún. Rannsóknir hafa sýnt, að draga má úr áfengisnotkun og áfengistengdum vandamálum með 1) takmörkun á aðgengi, framboði og fjölda útsölustaða, opnunartíma og hverjum megi selja eða veita áfengi (aldurslágmark), og 2) háu verðlagi (Edwards et al. 1994). Fræðsla er gagnleg með þessum aðgerðum, svo að fólk skilji betur nauðsyn þeirra. Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á gagnsemi fræðslu sem meginaðferðar til að koma í veg fyrir neyslu áfengis eða tengd vandamál (Edwards et al. 1994). Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi lengi verið kunnar, hefur sífellt verið dregið úr hömlum á sölu áfengis, en jafnframt talað mikið um forvarnir og fræðslu, einkum fyrir börn og unglinga. Á fyrstu tugum aldarinnar var það meginstefna stjórnvalda á Íslandi og víðar, að koma í veg fyrir áfengisnotkun vegna þess að hún væri ósiðleg, hættuleg einstaklingunum og skaðleg fjölskyldunni og þjóðfélaginu. Smám saman hefur áherslan breyst og umburðarlyndi gagnvart áfengi aukist. Jafnframt hefur athyglinni í vaxandi mæli verið beint að öðrum fíkniefnum og hættunni, sem er samfara notkun þeirra. Eins og menn vildu áður hindra notkun áfengis, vilja þeir nú hindra notkun annarra fíkniefna, fyrst og fremst með boðum og bönnum, en einnig með fræðslu um skaðvaldinn og hvernig eigi að verjast honum. Hér á eftir verða bornar saman stefnuyfirlýsingar og aðgerðir stjórnvalda tilað draga úr hvers kyns fíkniefnaneyslu og lögð áhersla á nauðsyn heildstæðrar stefnu og beitingu þeirra aðferða sem virkastar eru.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectÁfengien
dc.subjectForvarniren
dc.subjectÁfengisneyslaen
dc.subjectStefnumótunen
dc.titleForvarnir - orð og athafnir : íslensk áfengismálastefna á 20. öld.is
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.