Vímuefnið áfengi í velferðar- og neyslusamfélagi nútímans

2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/97793
Title:
Vímuefnið áfengi í velferðar- og neyslusamfélagi nútímans
Authors:
Hildigunnur Ólafsdóttir
Citation:
Geðvernd 1998, 27(1):25-33
Issue Date:
1998
Abstract:
Af hverju er bjór ekki seldur í matvöruverslunum og hvers vegna er vín svona dýrt á Íslandi? Þannig spyr unga fólkið og ýmsir þeir sem eldri eru. Áður en þessum spurningum verður svarað má bæta við fleiri spurningum af sama toga. Af hverju mega unglingar ekki kaupa bjór? Hvenig stendur á því að lögreglan er að skipta sér af ölvuðu fólki? Af hverju borgar ríkið meðferð fyrir alkóhólista? Ástæðan fyrir því að bjór fæst ekki hjá kaupmanninum á horninu, rauðvínið er dýrt, ekki má selja unglingum áfengi, lögreglan handtekur þá sem eru ofurölvi og ríkið rekur og borgar meðferðarstofnanir er sú að Íslendingar hafa fylgt hinni svokölluðu norrænu áfengismálastefnu. Hornsteinninn að þessari stefnu var lagður snemma á öldinni. Sögulegar og menningarlegar skýringar hennar er að finna annars vegar í stöðu áfengis í daglegu lífi og hins vegar í stöðu áfengis í stefnu landanna í félagsmálum (Tigerstedt og Rosenqvist, 1995). Danir fóru aðra leið en hinar Norðurlandaþjóðirnar og hafa ekki fylgt hinni norrænu áfengismálastefnu. Ahugavert er að bera saman þróun áfengismála þar og annars staðar á Norðurlöndum þar sem Danir stofnuðu ekki áfengiseinkasölu. Þeir þróuðu velferðarríki en meðferð vegna áfengismisnotkunar var til að mynda ekki hluti af velferðarkerfinu. Hugtakið norræn áfengismálastefna vísar þess vegna til þeirrar stefnu sem Finnar, Íslendingar, Norðmenn og Svíar hafa fylgt í áfengismálum en undanskilur Danmörku. Alla tuttugustu öldina hafa Íslendingar, Norðmenn, Finnar og Svíar haft svipaða afstöðu til áfengis. Þessi viðhorf hafa mótað löggjöf og reglur um meðferð áfengis í löndunum. Þótt áfengismálastefna þeirra hafi byggst á sömu grundvallarhugmyndunum hefur útfærsla stefnunnar samt ekki verið alveg eins í löndunum fjórum. Markmið norrænnar áfengismálastefnu hefur verið að draga úr skaðsemi af völdum áfengisneyslu og leiðin var farin með forsjá ríkisins. Norræna sýnin er að líta á áfengismál sem einn málaflokk með heildstæða stefnu. Þetta sjónarhorn er framandi í ýmsum löndum Evrópu þar sem hugtakið áfengismálastefna er nær óþekkt og Evrópusambandið hefur t.d. ekki markað sér neina heildstæða stefnu í áfengismálum (Ugland, 1997).
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorHildigunnur Ólafsdóttiren
dc.date.accessioned2010-05-03T11:24:55Z-
dc.date.available2010-05-03T11:24:55Z-
dc.date.issued1998-
dc.date.submitted2010-05-03-
dc.identifier.citationGeðvernd 1998, 27(1):25-33en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/97793-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractAf hverju er bjór ekki seldur í matvöruverslunum og hvers vegna er vín svona dýrt á Íslandi? Þannig spyr unga fólkið og ýmsir þeir sem eldri eru. Áður en þessum spurningum verður svarað má bæta við fleiri spurningum af sama toga. Af hverju mega unglingar ekki kaupa bjór? Hvenig stendur á því að lögreglan er að skipta sér af ölvuðu fólki? Af hverju borgar ríkið meðferð fyrir alkóhólista? Ástæðan fyrir því að bjór fæst ekki hjá kaupmanninum á horninu, rauðvínið er dýrt, ekki má selja unglingum áfengi, lögreglan handtekur þá sem eru ofurölvi og ríkið rekur og borgar meðferðarstofnanir er sú að Íslendingar hafa fylgt hinni svokölluðu norrænu áfengismálastefnu. Hornsteinninn að þessari stefnu var lagður snemma á öldinni. Sögulegar og menningarlegar skýringar hennar er að finna annars vegar í stöðu áfengis í daglegu lífi og hins vegar í stöðu áfengis í stefnu landanna í félagsmálum (Tigerstedt og Rosenqvist, 1995). Danir fóru aðra leið en hinar Norðurlandaþjóðirnar og hafa ekki fylgt hinni norrænu áfengismálastefnu. Ahugavert er að bera saman þróun áfengismála þar og annars staðar á Norðurlöndum þar sem Danir stofnuðu ekki áfengiseinkasölu. Þeir þróuðu velferðarríki en meðferð vegna áfengismisnotkunar var til að mynda ekki hluti af velferðarkerfinu. Hugtakið norræn áfengismálastefna vísar þess vegna til þeirrar stefnu sem Finnar, Íslendingar, Norðmenn og Svíar hafa fylgt í áfengismálum en undanskilur Danmörku. Alla tuttugustu öldina hafa Íslendingar, Norðmenn, Finnar og Svíar haft svipaða afstöðu til áfengis. Þessi viðhorf hafa mótað löggjöf og reglur um meðferð áfengis í löndunum. Þótt áfengismálastefna þeirra hafi byggst á sömu grundvallarhugmyndunum hefur útfærsla stefnunnar samt ekki verið alveg eins í löndunum fjórum. Markmið norrænnar áfengismálastefnu hefur verið að draga úr skaðsemi af völdum áfengisneyslu og leiðin var farin með forsjá ríkisins. Norræna sýnin er að líta á áfengismál sem einn málaflokk með heildstæða stefnu. Þetta sjónarhorn er framandi í ýmsum löndum Evrópu þar sem hugtakið áfengismálastefna er nær óþekkt og Evrópusambandið hefur t.d. ekki markað sér neina heildstæða stefnu í áfengismálum (Ugland, 1997).en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectÁfengisneyslaen
dc.subjectStefnumótunen
dc.subjectBjór (áfengi)en
dc.subjectForvarniren
dc.titleVímuefnið áfengi í velferðar- og neyslusamfélagi nútímansis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.