2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/98151
Title:
Athugun á verkun og aukaverkunum lóvastatíns
Authors:
Finnbogi Karlsson; Jón Þór Sverrisson; Þorkell Guðbrandsson
Citation:
Læknablaðið 1990, 76(3):161-5
Issue Date:
15-Mar-1990
Abstract:
Samband hárrar blóðfitu og hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið þekkt lengi (1, 2). Rannsóknir hafa sýnt að lækkun heildarkólesteróls virðist draga verulega úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum (3, 4). Tilraunir til að hemja kólesterólframleiðslu líkamans með lyfjum hófust á fimmta áratugnum. Þá var gripið inn á síðari skref kólesterólframleiðslu og urðu því til í líkamanum ýmis steravirk efni sem leiddu til alvarlegra aukaverkana (5, 6). Rannsókn okkar var gerð með lóvastatíni, sem tilheyrir nýlegri gerð lyfja (HMG Co A reduktasa hemjarar). Þessi lyfjaflokkur hefur áhrif á eitt af fyrri skrefum kólesterólframleiðslu í líkama manna, en það skref er einnig hraðaákvarðandi fyrir framleiðsluna. Hvarfefni þessa skrefs, 3-hýdroxý, -3 meþýlglútarýl Kóensým A, safnast ekki fyrir við hömlun, heldur gengur til baka í asetýl kóensým A, sem síðan nýtist eftir öðrum leiðum. Lyf þessi hemja kólesterólframleiðslu fyrst og fremst í lifrarfrumum og lækkun kólesteróls þar veldur minnkaðri framleiðslu VLDL (og þar með LDL) ásamt aukinni upptöku LDL í lifur (7, 8). Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá niðurstöðum rannsóknar, þar sem 40 einstaklingum með hækkað kólesteról í serum var gefið lóvastatín, sem nú er skrásett sérlyf hérlendis (Mevacor). Fjöldi rannsókna hefur verið framkvæmdur erlendis síðustu ár með þessum lyfjaflokki. Rannsókn okkar er hluti af fjölþjóðarannsókn í samvinnu við lyfjafyrirtækið Merck, Sharp og Dohme. Um er að ræða svipaða rannsókn og birt var greinargerð um í Læknablaðinu í lok árs 1988 (9). Meginforsendur slíkra rannsókna eru, að önnur meðferð til lækkunar á blóðfitum hafi ekki nægt og/eða hafi þolast illa og þar af leiðandi hafi lyfjataka til langtíma verið stopul.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)
Additional Links:
http://www.laeknabladid.is

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorFinnbogi Karlssonen
dc.contributor.authorJón Þór Sverrissonen
dc.contributor.authorÞorkell Guðbrandssonen
dc.date.accessioned2010-05-07T11:10:13Z-
dc.date.available2010-05-07T11:10:13Z-
dc.date.issued1990-03-15-
dc.date.submitted2010-05-06-
dc.identifier.citationLæknablaðið 1990, 76(3):161-5en
dc.identifier.issn0023-7213-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/98151-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractSamband hárrar blóðfitu og hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið þekkt lengi (1, 2). Rannsóknir hafa sýnt að lækkun heildarkólesteróls virðist draga verulega úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum (3, 4). Tilraunir til að hemja kólesterólframleiðslu líkamans með lyfjum hófust á fimmta áratugnum. Þá var gripið inn á síðari skref kólesterólframleiðslu og urðu því til í líkamanum ýmis steravirk efni sem leiddu til alvarlegra aukaverkana (5, 6). Rannsókn okkar var gerð með lóvastatíni, sem tilheyrir nýlegri gerð lyfja (HMG Co A reduktasa hemjarar). Þessi lyfjaflokkur hefur áhrif á eitt af fyrri skrefum kólesterólframleiðslu í líkama manna, en það skref er einnig hraðaákvarðandi fyrir framleiðsluna. Hvarfefni þessa skrefs, 3-hýdroxý, -3 meþýlglútarýl Kóensým A, safnast ekki fyrir við hömlun, heldur gengur til baka í asetýl kóensým A, sem síðan nýtist eftir öðrum leiðum. Lyf þessi hemja kólesterólframleiðslu fyrst og fremst í lifrarfrumum og lækkun kólesteróls þar veldur minnkaðri framleiðslu VLDL (og þar með LDL) ásamt aukinni upptöku LDL í lifur (7, 8). Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá niðurstöðum rannsóknar, þar sem 40 einstaklingum með hækkað kólesteról í serum var gefið lóvastatín, sem nú er skrásett sérlyf hérlendis (Mevacor). Fjöldi rannsókna hefur verið framkvæmdur erlendis síðustu ár með þessum lyfjaflokki. Rannsókn okkar er hluti af fjölþjóðarannsókn í samvinnu við lyfjafyrirtækið Merck, Sharp og Dohme. Um er að ræða svipaða rannsókn og birt var greinargerð um í Læknablaðinu í lok árs 1988 (9). Meginforsendur slíkra rannsókna eru, að önnur meðferð til lækkunar á blóðfitum hafi ekki nægt og/eða hafi þolast illa og þar af leiðandi hafi lyfjataka til langtíma verið stopul.en
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectBlóðfitaen
dc.subjectLyfen
dc.subjectLyfjameðferðen
dc.subject.meshLovastatinen
dc.titleAthugun á verkun og aukaverkunum lóvastatínsis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.