2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/98275
Title:
Geðdeild Landspítalans (Kleppsspítalinn) 90 ára
Authors:
Tómas Helgason
Citation:
Geðvernd 1997, 26(1):7-13
Issue Date:
1997
Abstract:
Fyrir réttum 90 árum kom fyrsti sjúklingurinn á Kleppsspítalann, en hann var fyrsta sjúkrahúsið sem byggt var af íslenska ríkinu. Ekki hafði þó verið brugðist skjótt við vandanum þá frekar en endranær, jafnvel þó að heil brigðisráðinu í Kaupmannahöfn þætti ástandið svo blöskrunarlegt upp úr 1870, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á. Eftir að landshöfðingi hafði borið sig saman við stjórn Sjúkrahúsfélags Reykjavíkur og landlækni, hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi, nefnilega að tryggja framtíð Sjúkrahúss Reykjavíkur og um leið að sýna lit á að leysa vandræði geðsjúklinganna sérstaklega. Var ætlunin, að landssjóður tæki að sér rekstur sjúkrahússins og endurbyggði það á hentugri stað þannig „að það gæti þjenað sem almennt sjúkrahús og líka um leið með tilpassandi tilbyggingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Á þessu sjúkrahúsi var gert ráð fyrir að yrðu 24-26 rúm, þar af fjórðungurinn fyrir geðveika. Þegar þessar tillögur bárust dómsmálastjórninni í Kaupmannahöfn 1873, greip hún til þess ráðs að drepa málinu á dreif með því að krefjast skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna í landinu(1), þó að til væri, eftir þeirra tíma hætti, mjög góð faraldsfræðileg rannsókn á algengi geðsjúkdóma og fávitaháttar, sem danskur læknir að nafni Hubertz hafði gert 1840 og birt 1843 í riti sínu „Om Daarevæsenets Indretning I Danmark"(2). Það var svo ekki fyrr en upp úr aldamótunum, þegar farið var að vinna að endurskoðun á fátækralöggjöf landsins, til að koma henni í mannúðlegra horf, að milliþinganefnd, sem starfaði að málinu, rak sig á „að geðveikt fólk var umkomulausast allra fátæklinga í landinu og átti við verst atlæti að búa, en mæddi þó þyngst allra þurfalinga á sveitarfélögunum"(1). Í framhaldi af störfum þessarar milliþinganefndar samþykkti Alþingi lög um stofnun geðveikrahælis í október 1905. Byggingaframkvæmdir hófust þegar næsta ár, en ríkið hafði fengið erfðafesturétt til 99 ára á lóð í landi jarðarinnar Klepps. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir að á hælinu yrðu 22 rúm, en í meðförum þingsins var áætlunin hækkuð þannig að það skyldi rúma 50 sjúklinga. Framkvæmdum vatt hratt fram, enda var um 7,5% af fjárlögum ársins 1906 veitt til þeirra.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorTómas Helgasonen
dc.date.accessioned2010-05-10T09:57:14Z-
dc.date.available2010-05-10T09:57:14Z-
dc.date.issued1997-
dc.date.submitted2010-05-10-
dc.identifier.citationGeðvernd 1997, 26(1):7-13en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/98275-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractFyrir réttum 90 árum kom fyrsti sjúklingurinn á Kleppsspítalann, en hann var fyrsta sjúkrahúsið sem byggt var af íslenska ríkinu. Ekki hafði þó verið brugðist skjótt við vandanum þá frekar en endranær, jafnvel þó að heil brigðisráðinu í Kaupmannahöfn þætti ástandið svo blöskrunarlegt upp úr 1870, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á. Eftir að landshöfðingi hafði borið sig saman við stjórn Sjúkrahúsfélags Reykjavíkur og landlækni, hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi, nefnilega að tryggja framtíð Sjúkrahúss Reykjavíkur og um leið að sýna lit á að leysa vandræði geðsjúklinganna sérstaklega. Var ætlunin, að landssjóður tæki að sér rekstur sjúkrahússins og endurbyggði það á hentugri stað þannig „að það gæti þjenað sem almennt sjúkrahús og líka um leið með tilpassandi tilbyggingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Á þessu sjúkrahúsi var gert ráð fyrir að yrðu 24-26 rúm, þar af fjórðungurinn fyrir geðveika. Þegar þessar tillögur bárust dómsmálastjórninni í Kaupmannahöfn 1873, greip hún til þess ráðs að drepa málinu á dreif með því að krefjast skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna í landinu(1), þó að til væri, eftir þeirra tíma hætti, mjög góð faraldsfræðileg rannsókn á algengi geðsjúkdóma og fávitaháttar, sem danskur læknir að nafni Hubertz hafði gert 1840 og birt 1843 í riti sínu „Om Daarevæsenets Indretning I Danmark"(2). Það var svo ekki fyrr en upp úr aldamótunum, þegar farið var að vinna að endurskoðun á fátækralöggjöf landsins, til að koma henni í mannúðlegra horf, að milliþinganefnd, sem starfaði að málinu, rak sig á „að geðveikt fólk var umkomulausast allra fátæklinga í landinu og átti við verst atlæti að búa, en mæddi þó þyngst allra þurfalinga á sveitarfélögunum"(1). Í framhaldi af störfum þessarar milliþinganefndar samþykkti Alþingi lög um stofnun geðveikrahælis í október 1905. Byggingaframkvæmdir hófust þegar næsta ár, en ríkið hafði fengið erfðafesturétt til 99 ára á lóð í landi jarðarinnar Klepps. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir að á hælinu yrðu 22 rúm, en í meðförum þingsins var áætlunin hækkuð þannig að það skyldi rúma 50 sjúklinga. Framkvæmdum vatt hratt fram, enda var um 7,5% af fjárlögum ársins 1906 veitt til þeirra.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectVísindasagaen
dc.subjectKleppsspítalinnen
dc.subjectGeðlækningaren
dc.titleGeðdeild Landspítalans (Kleppsspítalinn) 90 árais
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.