2.50
Hdl Handle:
http://hdl.handle.net/2336/98337
Title:
Sálrænar hliðar síþreytu
Authors:
Eiríkur Líndal
Citation:
Geðvernd 1995, 25(1):18-23
Issue Date:
1995
Abstract:
Þreyta er hvorki óalgeng né óþekkt á meðal Íslendinga. Á undanförnum 15 árum hefur það þó orðið æ algengara að fólk kvarti yfir þreytu, sem virðist ekki eiga sér neinar sérstakar orsakir. Þreyta og afleiðingar þreytu eru með algengustu kvörtunum sem koma til heimilislækna. En þótt mikið sé talað um síþreytu, er það þá sennilega vegna þess að flestir kannast við það að vera sífellt þreyttir eftir mikla vinnu. En sú þreyta sem nefnd hefur verið síþreyta, er hinsvegar töluvert frábrugðin venjulegri þreytu. Hún er bæði alvarlegri og varanlegri en venjuleg þreyta; sem stafar af mikilli vinnu og álagi. Síþreyta er líkamlegt ástand, sem getur herjað á fólk á öllum aldri, af báðum kynjum. Hún er þó mun algengari á meðal yngri kvenna. Umfang hennar getur verið allt frá mikilli þreytu, en rólfærni, upp í það að einstaklingurinn neyðist til að vera rúmfastur. Hvorki vísindamenn né sérfræðingar í sjúkdómum og heilbrigðisfræðum hafa getað sameinast um skilgreiningu á síþreytu. Þær skilgreiningar sem fram hafa komið á orsökum þreytunnar eru margar, eins og fram kemur annars staðar í þessu riti. En þrátt fyrir hið almenna heiti á ástandinu, eru flestar skilgreiningar hennar mjög afmarkaðar. Algengi síþreytu eins og hún er skilgreind, er talin vera svipuð og með MS-sjúkdóminn. Nýir sjúklingahópar eru sífellt að bætast í hóp síþreyttra; nýjasti hópurinn er fyrrum hermenn í Persaflóastríðinu. Þeir telja sig annaðhvort hafa orðið fyrir eiturvopnaárás ellegar að þetta séu afleiðingar lyfja sem þeir urðu að taka inn sem hermenn, til að fyrirbyggja skaðvænlegri áhrif efna- eða sýklavopna. En þreytuástand margra þessara fyrrverandi hermanna er áþekkt því sem það er hjá öðrum sjúklingum. Einnig er það fremur óvenjulegt við þennan sjúkdóm að hann er afleiðing óskilgreinds ástands, en ekki er vitað hvort einn eða fleiri þættir valda ástandinu eða hvort um sé að ræða vírussmit eða ástand sem sé afleiðing mismundi sjúkdóma. Það mætti einnig hugsa sér að þreytan sé afleiðing einstakra og/eða samverkandi þátta. Hvað svo sem orsökum hennar líður, þá eru afleiðingarnar býsna raunverulegar fyrir þolandann.
Description:
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Full metadata record

DC FieldValue Language
dc.contributor.authorEiríkur Líndalen
dc.date.accessioned2010-05-10T13:16:16Z-
dc.date.available2010-05-10T13:16:16Z-
dc.date.issued1995-
dc.date.submitted2010-05-10-
dc.identifier.citationGeðvernd 1995, 25(1):18-23en
dc.identifier.issn1022-4920-
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/98337-
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)en
dc.description.abstractÞreyta er hvorki óalgeng né óþekkt á meðal Íslendinga. Á undanförnum 15 árum hefur það þó orðið æ algengara að fólk kvarti yfir þreytu, sem virðist ekki eiga sér neinar sérstakar orsakir. Þreyta og afleiðingar þreytu eru með algengustu kvörtunum sem koma til heimilislækna. En þótt mikið sé talað um síþreytu, er það þá sennilega vegna þess að flestir kannast við það að vera sífellt þreyttir eftir mikla vinnu. En sú þreyta sem nefnd hefur verið síþreyta, er hinsvegar töluvert frábrugðin venjulegri þreytu. Hún er bæði alvarlegri og varanlegri en venjuleg þreyta; sem stafar af mikilli vinnu og álagi. Síþreyta er líkamlegt ástand, sem getur herjað á fólk á öllum aldri, af báðum kynjum. Hún er þó mun algengari á meðal yngri kvenna. Umfang hennar getur verið allt frá mikilli þreytu, en rólfærni, upp í það að einstaklingurinn neyðist til að vera rúmfastur. Hvorki vísindamenn né sérfræðingar í sjúkdómum og heilbrigðisfræðum hafa getað sameinast um skilgreiningu á síþreytu. Þær skilgreiningar sem fram hafa komið á orsökum þreytunnar eru margar, eins og fram kemur annars staðar í þessu riti. En þrátt fyrir hið almenna heiti á ástandinu, eru flestar skilgreiningar hennar mjög afmarkaðar. Algengi síþreytu eins og hún er skilgreind, er talin vera svipuð og með MS-sjúkdóminn. Nýir sjúklingahópar eru sífellt að bætast í hóp síþreyttra; nýjasti hópurinn er fyrrum hermenn í Persaflóastríðinu. Þeir telja sig annaðhvort hafa orðið fyrir eiturvopnaárás ellegar að þetta séu afleiðingar lyfja sem þeir urðu að taka inn sem hermenn, til að fyrirbyggja skaðvænlegri áhrif efna- eða sýklavopna. En þreytuástand margra þessara fyrrverandi hermanna er áþekkt því sem það er hjá öðrum sjúklingum. Einnig er það fremur óvenjulegt við þennan sjúkdóm að hann er afleiðing óskilgreinds ástands, en ekki er vitað hvort einn eða fleiri þættir valda ástandinu eða hvort um sé að ræða vírussmit eða ástand sem sé afleiðing mismundi sjúkdóma. Það mætti einnig hugsa sér að þreytan sé afleiðing einstakra og/eða samverkandi þátta. Hvað svo sem orsökum hennar líður, þá eru afleiðingarnar býsna raunverulegar fyrir þolandann.en
dc.language.isoisen
dc.publisherGeðverndarfélag Íslandsen
dc.subjectSíþreytaen
dc.titleSálrænar hliðar síþreytuis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalGeðvernden
All Items in Hirsla are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.