Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • „Það er ekki eitthvað eitt eðlilegt“. Reynsla og sýn kvenna á eðlilega fæðingu

  Steinunn H. Blöndal; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1) Landspítala 2) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
  Verndun eðlilegra fæðinga hefur verið mikilvægt viðfangsefni innan ljósmóðurfræða síðustu áratugi. Þar er iðulega stillt upp mismunandi sýn læknisfræðinnar og ljósmóðurfræðinnar en sjónum sjaldnar beint að upplifun kvenna sjálfra og hvað fyrir þeim eðlileg fæðing er. Í þessari rannsókn var markmiðið að fá fram reynslu kvenna og sýn á eðlilega fæðingu. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggist á viðtölum við tíu konur, fjölbyrjur og frumbyrjur, sem eiga samtals nítján fæðingar að baki. Viðtölin eru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð Vancouver-skólans. Við heildargreiningu á fyrirbærinu eðlileg fæðing er unnið úr reynslu allra kvennanna og spunninn sameiginlegur vefur. Undirstöðuþemað við úrvinnslu á sögum kvennanna er Að gera fæðingarreynsluna að sinni eðlilegu fæðingu. Í þeirri ferð er fólgin óvissa, þar sem eðlilegt er að fá hjálp og ef vel tekst til eru þar tækifæri til valdeflingar. Sjö meginþemu með undirþemum eru greind sem öll hafa áhrif innbyrðis á heildarupplifun og lýsingu á fyrirbærinu eðlileg fæðing. Þessi þemu eru eftirfarandi: að hafa stjórn, stuðningur ljósmóður, sameiginlegt verkefni, öryggi og umhverfi, reynsla af sársauka, að taka á móti eigin barni, ekki eðlileg fæðing. Í skilgreiningum fagfólks á eðlilegri fæðingu hafa jafnan andstæðurnar „inngrip“ og „ekki inngrip“ legið til grundvallar. Í hugum þeirra kvenna sem rætt var við í rannsókninni er þessi tvískipting ekki útgangspunktur eðlilegrar fæðingar. Allar konurnar líta svo á að þær eigi eðlilega fæðingu að baki – jafnvel náttúrulega fæðingu – þrátt fyrir fjölbreytt inngrip og ólíkar fæðingarsögur. Sýn þessara kvenna brýtur á vissan hátt upp hugtakið eðlileg fæðing eins og það hefur hingað til verið skilgreint innan ljósmóðurfræðinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ljósmæður í að leggja einstaklingsbundnari skilning á mörk hins eðlilega, treysta á innsæisþekkingu og mæta konum á þeirra eigin forsendum í fæðingu. Rannsaka mætti hvernig tæknilegt, félagslegt og menningarlegt umhverfi barneignarþjónustu hefur áhrif á persónubundnar skilgreiningar á eðlilegri fæðingu.
 • Endurlífgun nýbura: Klínískar leiðbeiningar

  Herbert Eiríksson; Elín Ögmundsdóttir; Þórður Þórkelsson; Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2019-03)
  Þó svo flestir nýburar séu í góðu ástandi við fæðingu verðum við alltaf að vera undir það búin að nýfætt barn sé óvænt slappt. Því þarf í öllum tilvikum að vera til staðar tækjabúnaður til endurlífgunar og í það minnsta einn sem kann til verka á því sviði. Í flestum tilvikum þurfa börnin aðeins öndunaraðstoð, sjaldan þarf að beita hjartahnoði og enn sjaldnar að gefa lyf. Í þessari grein eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura sem byggjast einkum á nýjustu leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins.
 • Meðferð á þriðja stigi fæðingar kvenna sem eru í lítilli hættu á blæðingu

  Ásta Dan Ingibergsdóttir; Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
 • Ljósmæðraþjónusta og öryggi nýbura í heimafæðingum: samþætt fræðilegt yfirlit

  Berglind Hálfdánsdóttir; Lektor við Háskóla Íslands og á Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
  Bakgrunnur: Fæðingarþjónusta íslenskra ljósmæðra hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Tíðni heimafæðinga lækkaði hratt á síðari hluta 20. aldar en hefur hækkað aftur frá aldamótum. Vegna lágrar tíðni heilsufarsvandamála nýbura þegar mæður eiga eðlilega meðgöngu að baki og lítilla rannsóknarhópa í íslenskum rannsóknum á heimafæðingum er erfitt að draga af þeim ályktanir um útkomu nýbura. Markmið þessa yfirlits var að greina hvort samhengi væri milli skipulags þjónustu og slæmrar útkomu nýbura, svo sem burðarmáls- eða nýburadauða, heilsufarsvandamála, lágra Apgarstiga eða sérhæfðrar þjónustu. Tilgangurinn var að draga saman upplýsingar sem geta gagnast við þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi. Aðferðafræði: Gert var samþætt fræðilegt yfirlit yfir erlendar rannsóknir á útkomu nýbura í heimafæðingum og heimildir sem til eru um skipulag þjónustu við heimafæðingar á viðkomandi landsvæðum. Niðurstöður: Þar sem þjónusta hæfra og vel menntaðra ljósmæðra í heimafæðingum er vel samþætt öðrum þáttum fæðingarþjónustunnar og styðst við opinberar leiðbeiningar um ábendingar, frábendingar og innihald þjónustu er útkoma nýbura í fyrirfram ákveðnum heimafæðingum jafn góð eða betri en í fyrirframákveðnum sjúkrahúsfæðingum. Ályktanir: Þjónusta íslenskra ljósmæðra við heimafæðingar er að mörgu leyti sambærileg við það sem best gerist erlendis. Þó mætti huga að gerð klínískra leiðbeininga um fæðingarþjónustu á öllum þjónustustigum og skýra verklag við tilvísanir og flutning úr heimafæðingu á hærra þjónustustig.
 • Impact of dibenzocyclooctadiene lignans from Schisandra chinensis on the redox status and activation of human innate immune system cells.

  Kortesoja, Maarit; Karhu, Elina; Olafsdottir, Elin Soffia; Freysdottir, Jona; Hanski, Leena; 1 Drug Research Program, Division of Pharmaceutical Biosciences, Faculty of Pharmacy, University of Helsinki, P.O. Box 56, FI-00014 University of Helsinki, Finland. 2 Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Hofsvallagata 53, 107 Reykjavik, Iceland. 3 Department of Immunology and Center for Rheumatology Research, Landspitali-The National University Hospital of Iceland and Faculty of Medicine, University of Iceland, Eiriksgata, 101 Reykjavik, Iceland. 4 Drug Research Program, Division of Pharmaceutical Biosciences, Faculty of Pharmacy, University of Helsinki, P.O. Box 56, FI-00014 University of Helsinki, Finland. Electronic address: leena.hanski@helsinki.fi. (Elsevier Science, 2019-02-01)
  Redox signaling has been established as an essential component of inflammatory responses, and redox active compounds are of interest as potential immunomodulatory agents. Dibenzocyclooctadiene lignans isolated from Schisandra chinensis, a medicinal plant with widespread use in oriental medicine, have been implicated to possess immunomodulatory properties but their effects on the human innate immune system cells have not been described. In this contribution, data are presented on the impact of schisandrin, schisandrin B and schisandrin C on human monocytic cell redox status, as well as their impact on dendritic cell maturation and T cell activation capacity and cytokine production. In THP-1 cells, levels of intracellular reactive oxygen species (ROS) were elevated after 1 h exposure to schisandrin. Schisandrin B and schisandrin C decreased cellular glutathione pools, which is a phenotype previously reported to promote anti-inflammatory functions. Treatment of human primary monocytes with the lignans during their maturation to dendritic cells did not have any effect on the appearance of surface markers HLA-DR and CD86 but schisandrin B and schisandrin C suppressed the secretion of cytokines interleukin (IL)-6, IL-10 and IL-12 by the mature dendritic cells. Dendritic cells maturated in presence of schisandrin C were further cocultured with naïve CD4+ T cells, resulting in reduced IL-12 production. In THP-1 cells, schisandrin B and schisandrin C reduced the IL-6 and IL-12 production triggered by E. coli lipopolysaccharide and IL-12 production induced by an infection with Chlamydia pneumoniae. In conclusion, the studied lignans act as immunomodulatory agents by altering the cytokine secretion, but do not interfere with dendritic cell maturation. And the observed effects may be associated with the ability of the lignans to alter cellular redox status.

View more