Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Ferðalangur með hita og útbrot ▪ Tilfelli mánaðarins

  Anna Mjöll Matthíasdóttir; Brynja Ármannsdóttir; Agnar Bjarnason; 1)3) Lyflækningadeild, 2) Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 3) Læknadeild Háskóli Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
 • Lokun í botn- og hryggslagæð heila - Sjúkratilfelli og yfirlit

  Albert Páll Sigurðsson; Þorsteinn Gunnarsson; Hjalti Már Þórisson; Ingvar Hákon Ólafsson; Gunnar Björn Gunnarsson; 1 Taugadeild Landspítala Fossvogi, 2 röntgendeild Sahlgrenska-sjúkrahússins, Gautaborg, Svíþjóð, 3 inngripsröntgen- og æðaþræðingardeild Landspítala, 4 heila- og taugaskurðlækningadeild Landspítala, 5 endurhæfingardeild Landspítala Grensási. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
  Hér er lýst sjúkratilfelli 22 ára gamallrar hraustrar konu sem komið var með meðvitundarlausa á bráðamóttöku Landspítala sumarið 2018. Tölvusneiðmynd af heila við komu sýndi stórt drep í litla heila hægra megin og mikinn bjúg sem þrengdi að fjórða heilahólfi. Æðamynd við komu vakti grun um flysjun í vinstri hryggslagæð og lokun botnslagæðar sem var staðfest síðar við innæðameðferð. Hafin var segaleysandi meðferð en síðan farið í segabrottnám og fékkst góð enduropnun æðar. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð vegna illvígs dreps í litla heila. Henni farnaðist vel og skoraði 1 stig á endurbættum Rankin-kvarða 90 dögum eftir úrskrift af sjúkrahúsi.
 • Vatnsbornar hópsýkingar á Íslandi – greining á umfangi og ástæðum

  María J. Gunnarsdóttir; Ása St. Atladóttir; Sigurður M. Garðarsson; 1) 3) Vatnaverkfræðistofa umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands, 2) Embætti landlæknis. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
  TILGANGUR Hreint neysluvatn er undirstaða lýðheilsu. Algengasta orsök sýkinga af völdum neysluvatns eru sýklar sem berast með saur manna eða dýra í vatnið. Markmið þessarar rannsóknar er að taka saman skráðar vatnsbornar hópsýkingar á 20 ára tímabili, 1998-2017, og greina hvað hafi valdið þeim. Jafnframt eru tekin saman tilvik þar sem neysluvatn hefur mengast þó sjaldan sé skráð hópsýking í tengslum við þau. AÐFERÐIR Gögn eru fengin úr gagnagrunnum rannsóknastofa, sóttvarnasviði Embættis landlæknis, Embætti sóttvarnarlæknis, skýrslum og viðtölum við viðkomandi heilbrigðiseftirlit og sóttvarnalækna. NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 1998-2017 voru skráðar 15 vatnsbornar hópsýkingar, allar hjá minni vatnsveitum og sumar á fjölförnum ferðamannastöðum og í sumarhúsabyggðum. Sýkillinn er annaðhvort Campylobacter eða nóróveira og í einu tilfelli Cryptosporidium (launsporasýking). Um 500 manns urðu veikir í þessum hópsýkingum og þær höfðu áhrif á um 8000 manns, í lengri eða skemmri tíma. Rannsóknir hafa sýnt að einungis um 10% þeirra sem veikjast fara til læknis, og rata þannig í skrár, og því má leiða að því líkur að í það minnsta 250 manns hafi orðið veikir að meðaltali á ári hverju vegna mengaðs neysluvatns. Greining á niðurstöðum neysluvatnssýna leiddi í ljós að saurmengun greinist að meðaltali í um 50 vatnsveitum á ári hverju, sem er um 5% af skráðum vatnsveitum landsins. Helsta orsök vatnsbornu hópsýkinganna er lélegur frágangur og viðhald á vatnsbólum. ÁLYKTANIR Ýmislegt bendir til að vatnsbornar hópsýkingar séu fleiri en þær sem eru skráðar í opinberar skýrslur og þá sérstaklega hjá minni vatnsveitum. Einnig virðist heilbrigðisyfirvöldum á viðkomandi svæðum oft ekki gert viðvart þegar frávika verður vart í eftirliti. Nauðsynlegt er að bæta skráningu, upplýsingaflæði milli aðila, faraldsfræðilegar úttektir og eftirfylgni við hópsýkingar af völdum neysluvatns þannig að hægt sé að læra af reynslunni. Bæta þarf vatnsgæði hjá minni vatnsveitum og taka upp fyrirbyggjandi úttektir og hættumat á mengun.
 • Um efnahag og farsóttir

  Gylfi Zoëga; Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
 • COVID-19: Snerpa, samvinna og samstaða

  Alma D. Möller; Landlæknir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)

View more