Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Hæðarveiki og tengdir sjúkdómar

  Tómas Guðbjartsson; Engilbert Sigurðsson; Magnús Gottfreðsson; Ólafur Már Björnsson; Gunnar Guðmundsson; 1) Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2) Læknadeild Háskóla Íslands, 3) Geðsviði Landspítala, 4) Vísindadeild, 5) Smitsjúkdómadeild Landspítala, 6) Sjónlag augnlæknastöð, 7) Lungnadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki gert vart við sig innan nokkurra daga. Áhættan ræðst einkum af hæð og hraða hækkunar og einkennin eru fjölbreytt. Háfjallaveiki er langalgengust en lífshættulegur hæðarheilabjúgur og hæðarlungnabjúgur geta einnig komið fram. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun, en meingerð sjúkdómanna sem hæðarveikin getur valdið ræðst af viðbrögðum líkamans við súrefnisskorti. Algengustu einkenni háfjallaveiki eru höfuðverkur, þreyta, slappleiki, ógleði og lystarleysi, en svefntruflanir og meltingaróþægindi eru sömuleiðis algengar kvartanir. Algengustu einkenni hæðarlungnabjúgs eru mæði og þróttleysi en helstu einkenni hæðarheilabjúgs eru jafnvægistruflanir auk þess sem ruglástand getur þróast og meðvitundarskerðing átt sér stað. Hér er fjallað um öll þessi þrjú birtingarform hæðarveiki, fyrirbyggjandi ráðstafanir og meðferð en einnig nýja þekkingu á meingerð.
 • Áhrif hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun

  Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir; Brynjólfur Gauti Jónsson; Thor Aspelund; Gunnar Guðmundsson; Janus Guðlaugsson; 1) HL-stöðin í Reykjavík, 2) Endurhæfingardeild Landspítala, 3) Tölfræðiráðgjöf heilbrigðisvísindasviðs, 4) Læknadeild Háskóla Íslands, 5 Janus heilsuefling (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  TILGANGUR Takmarkaðar upplýsingar er að finna um árangur hjartaendurhæfingar fyrir hjartabilaða einstaklinga á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að greina hvort hjartaendurhæfing (stig ll) á HL-stöðinni í Reykjavík skilaði aukinni líkamlegri afkastagetu (w/kg) á hámarksþolprófi í lok þjálfunartímabils. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þetta er afturskyggn gagnarannsókn frá janúar 2010 til júní 2018. Þátttakendur voru sjúklingar með hjartabilun og einnig sjúklingar með útstreymisbrot hjarta 45% eða minna. Aldur og aðrar sjúkdómsgreiningar takmörkuðu ekki þátttöku. Upplýsingar um útstreymisbrot hjarta og þolpróf við upphaf og lok þjálfunartímabils þurftu að vera skráðar. Hlutfallsleg breyting á þolprófunum var metin með almennum línulegum líkönum fyrir endurteknar mælingar. Á rannsóknartímabili voru skráðir 112 þátttakendur, 27 luku ekki þjálfunartímabili og 9 voru með ófullnægjandi gögn. Greind voru gögn 76 þátttakenda á aldrinum 36-83 ára. NIÐURSTÖÐUR Líkamleg afkastageta þátttakenda jókst að meðaltali um 16% (p<0,001; öryggisbil 13-18%). Þeir sem mættu í þjálfun að jafnaði oftar en tvisvar í viku bættu líkamlega afkastagetu sína um 18% sem er marktækt meira en þeir sem mættu tvisvar sinnum eða sjaldnar en þeir bættu sig um 6%. Eldri aldurshópurinn (65-83) bætti sig um 19% sem er marktækt meira en yngri aldurshópinn (36-64) sem bætti sig um 12%. Ekki reyndist marktækur munur á bætingu eftir því hvort útstreymisbrot hjarta var undir 40% eða 40% og hærra. ÁLYKTANIR Markviss hjartaendurhæfing fyrir einstaklinga með hjartabilun og einstaklinga með skert útstreymisbrot hjarta skilar sér í aukinni líkamlegri afkastagetu í lok æfingatímabils
 • Efnahagskreppur og tíðni sjálfsvíga á Íslandi 1911-2017

  Högni Óskarsson; Kristinn Tómasson; Sigurður Páll Pálsson; Helgi Tómasson; 1) Humus ehf., 2) Lækning, 3) Réttar- og öryggisdeild geðsviðs Landspítala, 4 Hagfræðideild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  INNGANGUR Sjálfsvíg eru í 16. sæti yfir dánarorsakir í veröldinni. Beinar orsakir eru ekki alltaf þekktar, en tengjast oft þunglyndi og ytri áföllum. Dregið hefur úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu undanfarna áratugi. Efnahagshrunið 2008 jók víða tíðni sjálfsvíga. Margir skekkjuvaldar hafa áhrif á samanburð milli landa. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif efnahagskreppna á sjálfsvíg á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Stuðst er við sjálfsvígstölur frá 1911 til 2017 og möguleg áhrif 6 efnahagskreppna á tíðni sjálfsvíga. Ísland hefur farið í gegnum 6 efnahagskreppur: 1918, 1931, 1948, 1968, 1991 og 2008. Reiknað er nýgengi 5 og 10 ár fyrir og eftir upphafsár hverrar kreppu. Til að reikna áhrif kreppna á öllu tímabilinu er stuðst við Poissonlíkan fyrir talningargögn. Tekið er tillit til þess að breytileiki geti verið umfram það sem Poisson-líkanið segir til um og er því umframdreifni metin. Þróun breytileika yfir tímabili er lýst með uppsafnaðri summu staðlaðra kvaðratfrávika (CUSUMSQ). NIÐURSTÖÐUR Tíðni sjálfsvíga jókst fram eftir síðustu öld en tók að lækka um 1990. Miklar sveiflur eru í tíðni, þó reiknuð séu meðaltöl 5 ára tímabila. Aukningu sjálfsvíga má sjá 1931 og 1948, litlar breytingar 1968 og 2008, og lækkun 1918 og 1991. Uppsveiflur koma líka utan krepputímabilanna. Sveiflur á tímabilinu eru í samræmi við það sem vænta má samkvæmt Poisson-líkani. ÁLYKTUN Samkvæmt niðurstöðunum er ekki samband milli sjálfsvígstíðni og sveiflna í efnahagslífi Íslands, samanber tölfræðilegar niðurstöður. Þess ber að geta að niðurstaðan byggir á tíðni þjóðar og útilokar ekki að efnahagsleg áföll hafi áhrif á einstaklinga.
 • Eina raunverulega vandamál heimspekinnar?

  Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
 • Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar

  Magnús K. Magnússon; Læknadeild Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)

View more