Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Sýkingar í kjölfar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi

  Birgir Örn Ólafsson; Ásta Thoroddsen; 1) Landspítala 2) Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019-12)
  Tilgangur: krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er ein mikilvægasta meðferðin til lækningar á sjúkdómnum. algengi sýkinga eftir aðgerð er hægt að nota sem mælikvarða á árangur hjúkrunar. Í þessari rannsókn var kannað hve tíðar sýkingar voru eftir skurðaðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi á Landspítala en það var ekki þekkt. jafnframt var kannað hve alvarlegar slíkar sýkingar voru. Aðferð: gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. kannað var hvort sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða endaþarmi á skurðdeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15. september 2015 fengu sýkingar innan 30 daga í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar. upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll einkenni sýkinga sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þær sýkingar sem upp komu voru flokkaðar samkvæmt flokkun ClavienDindo þar sem veitt meðferð við sýkingunum ræður flokkuninni. Niðurstöður: Sýkingu fengu 44,3% sjúklinga (31/70). Þvagfærasýking var algengust (24,5%), kviðarholssýking varð hjá 18,6% og sárasýking hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. aðrar sýkingar sem upp komu voru: Munnsýkingar, lungnabólga, sýking í stóma og sýking af vankómýcín-ónæmum enterókokkum (VÓE). Dánartíðni vegna sýkinga var 1,4% (n=1). Ályktanir: Sýkingar eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi eru tíðar miðað við sambærilegar aðgerðir í nágrannalöndum. Sérstök nauðsyn er á að yfirfara verklag við notkun og meðhöndlun þvagleggja. Þessi niðurstaða undirstrikar einnig nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á sýkingum eftir skurðaðgerðir svo hægt sé að meta gæði og árangur hjúkrunar
 • Mat hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala á eigin hæfni — lýsandi þversniðsrannsókn

  Brynja ingadóttir; Hrund Sch. Thorsteinsson; Herdís Sveinsdóttir; Katrín Blöndal; 1)3)4) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala 2) Hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og menntadeild Landspítala (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019-12)
  Tilgangur. heilbrigðisstarfsmenn, sem búa yfir tilskilinni hæfni, eru ein af undirstöðum farsællar starfsemi háskólasjúkrahúss enda tengist hæfni öryggi og afdrifum sjúklinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði Landspítala meta hæfni sína. Aðferð. rannsóknin er þversniðsrannsókn og gögnum var safnað árið 2016 með spurningalista. hjúkrunarfræðingar á sviðinu voru beðnir að meta hæfni sína með nurse Competence Scale (nCS) sem inniheldur 73 atriði og skiptist í 7 hæfniþætti (umönnun, kennsluog leiðbeinendahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun á aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, trygging gæða og starfshlutverk). Spurt var um hæfni á kvarðanum 0 (mjög lítil hæfni) til 10 (mjög mikil hæfni) fyrir hvert atriði og hversu oft það væri framkvæmt (1=mjög sjaldan, 2= öðru hverju, 3=mjög oft, 0=á ekki við). gögn voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður. Þátttakendur (n=66) mátu hæfni sína að meðaltali 7,2 (sf 1,1), mesta í umönnunarhlutverki en minnsta í að tryggja gæði. hjúkrunarfræðingar með framhaldsnám/viðbótarmenntun mátu heildarhæfni sína marktækt meiri en aðrir í umönnunarhlutverki, starfshlutverki, kennslu- og leiðbeinendahlutverki og við hjúkrunaríhlutanir. Starfsaldur við hjúkrun hafði ekki áhrif á heildarhæfni en aðhvarfsgreining sýndi að starfsaldur á deild og viðbótarnám skýrðu 14% af breytileika í hæfni.Í 22 atriðum af 73 mat yfir helmingur hjúkrunarfræðinga hæfni sína undir miðgildi allra þátttakenda og fólu þau atriði í sér meðal annars fræðslu til skjólstæðinga og samstarfsfólks, nýtingu hjúkrunarrannsókna og virka þátttöku í þróun hjúkrunar. Ályktanir. niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að framhaldsnám/viðbótarnám ásamt starfsaldri á deild hafi áhrif á hæfni hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingum sé gert klei að mennta sig frekar. auka þarf framboð á sérhæfðri þjálfun og fræðslu þar sem niðurstöður varðandi starfsaldur benda til að sérhæfing í hjúkrun hafi aukist. kanna þarf betur hvort hjúkrunarfræðingarfá nægilega krefandi tækifæri í starfi og hvort stofnunin nýtir starfskrafta hjúkrunarfræðinga með viðbótarmenntun eins og best verður á kosið.
 • Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG

  Arna Garðarsdóttir; Brynja Örlygsdóttir; Guðný Bergþóra Tryggvadóttir; Sóley S. Bender; 1) Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2)3)4) Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019-12)
  Tilgangur: unglingsárin eru tími mikilla breytinga og áhættuhegðun algeng. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt klínískt skimunartæki sem nefnist hEiLung og ætlað er að meta heilbrigði unglinga í framhaldsskólum, bæði verndandi þætti og áhættuþætti/ áhættuhegðun og að skoða hagnýtt gildi þess. Aðferð: gerð var forprófun á hEiLung og tekin þrjú viðtöl við skólahjúkrunarfræðing um notkun tækisins. Skólahjúkrunarfræðingur í einum framhaldsskóla í reykjavík safnaði gögnum. Stuðst var við tilgangsúrtak og voru þátttakendur þeir nemendur sem leituðu til skólahjúkrunarfræðings til heilsueflingar vorið 2016. gerð var þáttagreining, fylgniútreikningar og tilgátuprófanir. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðinginn voru skráð og greind eftir fyrirframákveðnum efnisþáttum. Niðurstöður: Þátttakendur voru 68 nemendur á aldrinum 15–20 ára; meðalaldur 17,9 ár, 76% voru stúlkur og 24% piltar. Þáttagreining leiddi í ljós tvo þætti: sjálfsmynd og sjálfstrú, en ekki reyndist unnt að þáttagreina áhættuþætti/áhættuhegðun. innra samræmi þáttagreiningarinnar reyndist vera yfir α=0,8 fyrir báða þættina. fylgni var á milli þáttanna sjálfsmyndar og sjálfstrúar en ekki á milli verndandi þátta og áhættuþátta/áhættuhegðunar. niðurstöður renna stoðum undir hugsmíðaréttmæti verndandi þátta. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðing gáfu til kynna að skimunartækið væri auðvelt í notkun og að það gæfi heildrænni mynd af heilbrigði unglingsins en hefðbundin viðtöl. Ályktanir: forprófunin gefur góðar vísbendingar um áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti skimunartækisins hvað varðar verndandi þætti en þörf er á því að prófa það áfram og leggja fyrir stærra úrtak til að skoða betur áhættuþætti og áhættuhegðun. Skimunartækið er auðvelt í notkun og gefur heildræna mynd af heilbrigði unglingsins.
 • Virkni og viðbótarmeðferð á íslenskum hjúkunarheimilum

  Ingibjörg Hjaltadóttir; Rúnar Vilhjálmsson; Þóra Jenný Gunnarsdóttir; 1) Landspítala 1)2)3) Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019-12)
  Tilgangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum eiga við margvísleg andleg og líkamleg vandamál að stríða, m.a. þunglyndi og hegðunarvanda. rannsóknir hafa sýnt að um helmingur íbúa eyðir litlum eða engum tíma í virkni og að stjórnendur hjúkrunarheimila eru meðvitaðir um mikilvægi þess að örva virkni íbúa en úrræði og þekking eru ekki alltaf fyrir hendi. Yfirlit yfir hvaða virkni er í boði á hjúkrunarheimilum er ekki til. Viðbótarmeðferð virðist hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og til að bæta líðan og ánægju íbúa á hjúkrunarheimilum. Engar upplýsingar eru til um hvaða tegundir viðbótarmeðferðar eru í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og viðbótarmeðferð er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum og hverjir skipuleggja og veita meðferð. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimili þurfi stuðning til að efla þessa meðferð. Aðferð: Tveir spurningalistar, annar um meðferð til að auka virkni og hinn um notkun viðbótarmeðferðar, voru samdir og sendir til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, 59 talsins. fimmtíu og tvö hjúkrunarheimili (88%) svöruðu listanum um virkni og afþreyingu og 45 heimili (76%) svöruðu listanum um viðbótarmeðferð. Niðurstöður: niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili (n=52; 100%) buðu upp á meðferð til að auka virkni og 43 hjúkrunarheimili (96%) upp á viðbótarmeðferð. Margar ólíkar starfsstéttir áttu þátt í því að skipuleggja og veita þessa meðferð, en helst eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. algengasta meðferð til að auka virkni var upplestur og að horfa saman á myndir og hlusta á tónlist. algengustu gerðir viðbótarmeðferðar voru heitir bakstrar, leikfimi og nudd. hjúkrunarstjórnendur vildu flestir fá aðstoð við að efla þessa þætti í þjónustu við íbúa, t.d. með fræðslu eða aukinni samvinnu við aðrar stofnanir. Ályktanir: Virkni og viðbótarmeðferð er mikilvægur þáttur í þjónustu á íslenskum hjúkrunarheimilum en hjúkrunarheimilin þurfa stuðning til að auka þekkingu starfsmanna á þessari meðferð og að efla hana enn frekar.
 • Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið: áhrif alzheimer-sjúkdóms á aðstandendur og reynsla þeirra af þjónustu

  Tara Björt Guðbjartsdóttir; Elísabet Hjörleifsdóttir; 1)Landspítala 2) Háskólanum á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019-12)
  Bakgrunnur: alzheimer-sjúkdómur er form heilabilunar. fylgikvillar sjúkdómsins eru persónuleikabreytingar sem versna jafnt og þétt og kalla á stöðugt aukna þörf fyrir umönnun. aðstandendur eru helstu umönnunaraðilar um leið og þeir takast á við þungbæra sorg sem hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu nánustu aðstandenda af umönnun ástvina með alzheimer-sjúkdóm og reynslu þeirra af fenginni þjónustu. Aðferð: rannsóknin var eigindleg. Viðtöl voru tekin við fjórtán einstaklinga þar sem stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsramma. greining á texta var gerð með innihaldsgreiningu og hann flokkaður samkvæmt innihaldi og sameinaður í meginþema og yfir- og undirþemu sem lýstu reynslu þátttakenda í gegnum sjúkdómsferlið ásamt reynslu þeirra af þjónustunni í ferlinu. Niðurstöður: niðurstöður gáfu vísbendingar um að djúp sorg einkenndi allt sjúkdómsferlið. hún fylgdi öllum gjörðum og ákvörðunum aðstandenda og eftir andlát tók við nýtt sorgarferli. Erfiðast og sárast var þegar óhjákvæmilegt var að flytja ástvin á öldrunarheimili. Þemagreining sýndi yfirþemað: erfiðleikar aðstandenda alzheimer-sjúklinga eru margvíslegir vegna breytinga á hlutverki. fimm meginþemu mynduðu samfellu í reynsluferli aðstandenda frá greiningu til lífsloka ástvinar þeirra. hvert meginþema var byggt á nokkrum undirþemum. Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að til þess að árangur náist í umönnun og þjónustu sem veitt er alzheimer-sjúklingum og þeirra nánustu er nauðsynlegt að hafa innsýn í þá djúpu sorg sem fylgir sjúkdómnum. Stuðningur og ráðgjöf til alzheimer-sjúklinga og aðstandenda þeirra þarf að vera í mun fastari skorðum en hún er í dag. Bjóða þarf upp á úrræði sem styrkja einstaklinginn bæði andlega og líkamlega og taka upp ákveðna stefnu í málefnum þeirra er greinast með þennan sjúkdóm og ástvina þeirra. Lykilorð: aðstandendur, alzheimer-sjúkdómur, álag, líðan, erfiðleikar, hjúkrunarheimili, samskipti.

View more