Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Árangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á Íslandi

  Sverrir I. Gunnarsson; Kristinn B. Jóhannsson; Marta Guðjónsdóttir; Steinn Jónsson; Hans J. Beck; Björn Magnússon; Tómas Guðbjartsson; 1) 2) 7) Hjarta- og lungnaskurðdeild, 4) lungnadeild Landspítala, 3)5) hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 6) Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 7) læknadeild HÍ. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011)
  Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mælingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV1) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur CO2 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlutþrýstingur O2 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV1 og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvísýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða í þessum rannsóknarhópi væri há.
 • Hearing Status in Survivors of Childhood Acute Myeloid Leukemia Treated With Chemotherapy Only: A NOPHO-AML Study.

  Skou, Anne-Sofie; Olsen, Steen Ø; Nielsen, Lars H; Glosli, Heidi; Jahnukainen, Kirsi; Jarfelt, Marianne; Jónmundsson, Guðmundur K; Malmros, Johan; Nysom, Karsten; Hasle, Henrik; 1 Department of Pediatrics, Aarhus University Hospital Skejby, Aarhus. 2 Departments of Otorhinolaryngology, Head and Neck Surgery, and Audiology. 3 Department of Pediatric and Adolescent Medicine, Oslo University Hospital, Rikshospitalet, Oslo, Norway. 4 Children's Hospital, Helsinki University Central Hospital, Helsinki, Finland. 5 Department of Pediatric Oncology, The Queen Silvia Children's Hospital, Gothenburg. 6 Department of Pediatrics, Landspitalinn University Hospital, Reykjavik, Iceland. 7 Department of Pediatric Oncology, Karolinska University Hospital. 8 Department of Women´s and Children's Health, Karolinska Institutet, Stockholm, Sweden. 9 Pediatrics and Adolescent Medicine, University Hospital Rigshospitalet, Copenhagen, Denmark. (Lippincott Williams & Wilkins, 2019-01-01)
  As more children survive acute myeloid leukemia (AML) it is increasingly important to assess possible late effects of the intensive treatment. Hearing loss has only sporadically been reported in survivors of childhood AML. We assessed hearing status in survivors of childhood AML treated with chemotherapy alone according to 3 consecutive NOPHO-AML trials. A population-based cohort of children treated according to the NOPHO-AML-84, NOPHO-AML-88, and NOPHO-AML-93 trials included 137 eligible survivors among whom 101 (74%) completed a questionnaire and 99 (72%) had otologic and audiologic examination performed including otoscopy (72%), pure tone audiometry (70%), and tympanometry (60%). Eighty-four of 93 (90%) eligible sibling controls completed a similar questionnaire. At a median of 11 years (range, 4 to 25) after diagnosis, hearing disorders were rare in survivors of childhood AML and in sibling controls, with no significant differences. None had severe or profound hearing loss diagnosed at audiometry. Audiometry detected a subclinical hearing loss ranging from slight to moderate in 19% of the survivors, 5% had low-frequency hearing loss, and 17% had high-frequency hearing loss. The frequency of hearing disorders was low, and hearing thresholds in survivors of childhood AML were similar to background populations of comparable age.
 • Þunglyndi og Parkinsonsveiki

  Marianne E. Klinke; Arna Hlín Ástþórsdóttir; Rakel Gunnlaugsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; 1) Taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi og hjúkrunarfræðideild, háskóla Íslands 2) Sjúkradeild HSU, Vestmannaeyjum 3)4) Taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Núverandi hjúkrunarmeðferð fyrir einstaklinga með parkinsonsveiki (PV) miðar að því auka lífsgæði þeirra. Það felur í sér að greina og meðhöndla einkenni sem skipta máli fyrir hvern og einn einstakling. Líta má á hjúkrunarfræðinginn sem nokkurs konar leiðsögumann sem styrkir einstaklinginn í því að bregðast við sjúkdóms tengdum erfiðleikum á viðeigandi hátt. Þunglyndi er algengt vandamál sem skerðir lífsgæði hjá fólki með PV. Markmiðið með þessari fræðslugrein er að bæta þekkingu hjúkrunar - fræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á þunglyndi parkinsonssjúklinga ásamt því að kynna nýjan fræðslubækling um efnið.
 • „Með hreinum höndum“ - Handhreinsun á Landspítala

  Ásdís Elfarsdóttir Jelle; Heiða Björk Gunnlaugsdóttir; Þórdís Hulda Tómasdóttir; 1 Deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala. 2 hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítala. 3 hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítala. (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
 • „Það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“- Þverfræðilegt nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands: þriggja ára þróunarverkefni

  Sóley S. Bender; Andri St. Björnsson; Anna Bryndís Blöndal; Guðlaug Kristjánsdóttir; Inga B. Árnadóttir; Ólöf Guðný Geirsdóttir; Þorvarður Jón Löve; Ólöf Ásta Ólafsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)

View more