Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (UAV) hjá Reykjavíkurborg.

  Magdalena Kjartansdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • „Okkar viðkvæmustu konur“ - Veruleiki barnshafandi kvenna sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd

  Anna Guðný Hallgrímsdóttir; Steinunn H. Blöndal (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Ljósmóðir á Snæfjalla og Langadalsströnd

  Ólafur J. Engilbertsson (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Ég missti hluta af sjálfri mér og tilheyrði ekki ljósmæðrasamfélaginu lengur: Upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegra atvika í starfi

  Jóhanna Ólafsdóttir; Sigfríður Inga Karlsdóttir; 1) Heilbrigðisstofnun Vesturlands 2) Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyr (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
  Alvarleg atvik í starfi geta haft neikvæð áhrif á líðan ljósmæðra og rannsóknir hafa sýnt að ljósmæður sem upplifa slíkt eru líklegri til að hverfa frá störfum heldur en þær sem hafa ekki lent í slíkum atvikum. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar þess að þær upplifa alvarlegt atvik í starfi. Rannsóknarspurningarnar voru tvær; hver er upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegs atviks í starfi og hver var upplifun ljósmæðra af veittum stuðningi í kjölfar alvarlegs atviks í starfi? Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru 12 viðtöl við sjö ljósmæður, eitt til tvö viðtöl við hverja þeirra með opnum viðtalsramma. Greind voru þemu út frá frásögnum ljósmæðranna og varð yfirþema rannsóknarinnar nefnt; þetta lifir með manni, alltaf. Meginþemu voru sjö það er: stuðningur eða stuðningsleysi; ekki nógu sterk til að standa með sjálfri mér; að missa hluta af sjálfum sér eða verða maður sjálfur á ný; tækifæri til að læra; aðstæður og fyrri reynsla spilar inn í uppRitrýnd fræðigrein, tengiliður: inga@unak I lost a part of myself and felt like I did not belong to the midwifery community: Midwives experience of quit working on labour ward after attending traumatic childbirth 49 lifunina; endalaust álag í vinnu fer illa með mann og áfallið og áhrifin þegar frá líður. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur upplifðu sig eina í áfallinu, stuðningurinn var takmarkaður og álag á vinnustað yfirþyrmandi. Alvarlegu atvikin höfðu bæði áhrif á andlega og líkamlega líðan ljósmæðranna. Þær upplifðu höfnun, skort á skilningi og jafnvel að hafa misst hluta af sjálfum sér, en aðrar sögðu að reynsla hefði þrátt fyrir allt þroskað þær. Að yfirgefa starf sitt í kjölfar alvarlegs atviks í starfi hefur gríðarleg áhrif á líf og líðan ljósmæðra. Skapa þarf styðjandi og hvetjandi umhverfi fyrir ljósmæður sem upplifa áföll í starfi og gefa rými til úrvinnslu og bata. Lykilhugtök: Ljósmæður, alvarleg atvik, stuðningur, áföll, fyrirbærafræði.
 • Reynsla kvenna af tvíburameðgöngu með áherslu á andlega líðan og stuðning ljósmæðra

  Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir; Ingibjörg Eiríksdóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1)2) Landspítala 3) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)

View more