Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1989-03-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1989, 75(3):95-9Abstract
Í fyrri tveimur greinum var gerð grein fyrir þeim keisaraskurðum sem gerðir voru á Íslandi frá árinu 1865 til og með 1929 (1,2). Í töflu I eru allar aðgerðirnar teknar saman, þannig að í ljós kemur hvar aðgerð fór fram, hver læknirinn var, ábending og loks upplýsingar um afdrif móður og barns. Við nánari skoðun á töflu I sést, að ábendingar fyrir keisaraskurðum á þessu tímabili eru aðeins fjórar og af þeim eru grindarþrengsl algengust. Eftir 1920 koma fram aðrar ábendingar, svo sem fóstureitrun (preeclampsia) árið 1922 og fyrirsæt fylgja (placenta previa) árið 1925. Þetta eru því fyrstu keisaraskurðir á Íslandi sem gerðir voru vegna þessara ábendinga. Sé litið til áranna 1920-1929 kemur í ljós, að gerðar eru sjö aðgerðir vegna grindarþrengsla (pelvis contrácta) en tvær vegna fæðingakrampa (eclampsia), þrjár vegna fyrirsætrar fylgju og ein vegna hríðatruflana (dysdynamia - dystocia). Af þeim 17 keisaraskurðum sem gerðir voru á íslandi frá 1865 til og með 1929 virðist að í níu tilfellum hafi móðir og barn lifað af aðgerðir (53%). Í sex tilfellum af þessum 17 er þess getið að móðirin hafi látist (35%) en hins vegar eru mjög ófullnægjandi upplýsingar fyrirliggjandi varðandi börnin. Vitað er að stúlkubarnið sem fæddist fyrst allra með keisaraskurði á Íslandi árið 1865 dó rúmlega misseris gamalt. Í aðeins einu tilfelli öðru er talað um að barn hafi látist en það var í sambandi við keisaraskurðinn sem Páll Kolka gerði í Vestmannaeyjum árið 1925, enda var þar um mikinn fyrirburð að ræða. Í sex tilfellum eru engar upplýsingar um það hvort barnið lifði af aðgerðina og þá fyrstu vikuna á eftir.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections