Recent Submissions

 • Alzheimer-sjúkdómur faraldur 21. aldarinnar

  Steinunn Þórðardóttir; Öldrunarlækningadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-05-03)
 • Vísindastarf 2010 Landspítali

  Fanney Kristbjarnardóttir; Oddný S. Gunnarsdóttir; Inger Helene Bóasson; Landspítali (Landspítali, 2011-04)
  Yfirlit um vísindastarf á Landspítala á árinu 2010
 • Manneldismál [tímarit]

  Ársæll Jónsson (Manneldisfélag Íslands, 1980-03)
  Tímaritið Manneldismál 2. tbl. 2 .árg. Mars 1980. Titill: Ráðstefnúútgáfa nr. 1. : neysluvenjur og heilsufar. - Ritstjóri Ársæll Jónsson - Tímaritið er skannað inn og er 65 MB að stærð - Ath töluverðan tíma getur tekið að sækja ritið.
 • Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

  Herdís Sveinsdóttir; Brynja Ingadóttir; Katrín Blöndal; Anna María Ólafsdóttir; Lilja Ásgeirsdóttir; Díana Dröfn Heiðarsdóttir; Kolbrún Eva Sigurðardóttir; Sigurbjörg Valsdóttir; Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir; Sesselja Jóhannesdóttir; et al. (Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús, 2009)
  - ÚR FORMÁLA - Bók þessi er önnur bóka í röðinni sem ber heitið: Aðgerðarsjúklingar liggja ekki aðgerðalausir og er innihald bókarinnar byggt á verkefnum hjúkrunarfræðinga sem stunduðu nám á meistarastigi í hjúkrun skurðsjúklinga við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Innihald bókarinnar verður hvati til umræðu og til þróunar á hjúkrunarmeðferðum aðgerðasjúklinga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem starfa á handlækningadeildum Sjúkrahússins á Akureyri eru í hópi þeirra sem eiga verkefni í bókinni, en hjúkrunarfræðideildin hefur undanfarin ár skapað hjúkrunarfræðingum jafnræði óháð búsetu til framhaldsnáms í hjúkrun. Aukin þekking þessara hjúkrunarfræðinga í hjúkrun aðgerðasjúklinga verður ómetanlegur styrkur fyrir hjúkrunina á sjúkrahúsinu og stofnunina í heild sinni. Mikil þrýstingur hefur verið undanfarin ár á almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur í hjúkrun innan íslenska heilbrigðiskerfisins að þróa meðferðarárangur í hjúkrun, auka afköst um leið og krafan hefur verið um að lækka kostnað. Í dag og næstu ár verður staðan í ríkisfjármálum þannig háttað að kröfur verða gerðar um meiri hagræðingu en með þeim formerkjum að aðgengi íbúa skerðist ekki né innihald þjónustunnar. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki ríkan þátt í þeim breytingum sem verða ákveðnar og hver og einn hjúkrunarfræðingur standi vörð um menntun og störf hjúkrunarfræðinga og það sem hefur áunnist í stöðu og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar til heilla fyrir skjólstæðinga okkar.
 • Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

  Herdís Sveinsóttir; Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir; Erla Dögg Ragnarsdóttir; Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir; Birna Jónsdóttir; Jórunn Edda Hafsteinsdóttir; Bryndís María Davíðsdóttir; Guðný Védís Guðjónsdóttir; Okuniewska, Grazyna Maria; Herdís Sveinsdóttir; et al. (Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við háskóla íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús, 2007)
  - ÚR FORMÁLA - Hér birtist lesendum bókarkorn um hjúkrun aðgerðasjúklinga. Höfundar efnis eru hjúkrunarfræðingar sem lögðu stund á framhaldsnám í hjúkrunarfræðum á síðustu misserum við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það heyrir til nýbreytni að hjúkrunarfræðingar gefi lokaverkefni sín út með þeim hætti sem hér birtist Mun ekki vanþörf á að efla og styrkja umræðu um fræðigreinina hjúkrun og nýta til þess hvert tækifæri. Á hverjum degi verða hjúkrunarfræðingar varir við þungann í umræðunni um heilbrigðismál. Hún spannar allt frá pólítískri hugmyndafræði að rekstrarformum og stjórnun, húsnæðismálum, menntun heilbrigðisstétta, kjaramálum og öryggi sjúklinga svo fátt eitt sé nefnt. Sjónarmið hjúkrunarfræðinnar eru mikilvægt innlegg í umræðuna og kallað er eftir aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í umræðu um heilbrigðismál og heilbrigðisþjónustu. Hraði, framþróun og breytingar, einkenna um margt íslenskt samfélag. Löngun til að stefna hærra og gera betur birtist á öllum sviðum. Þáttur í þeirri viðleitni er að skerpa sýn og draga fram markmið. Í stefnumótunarvinnu sinni hefur Háskóli Íslands og þ.m.t hjúkrunarfræðideild, sett sér markmið um að komast í röð 100 fremstu háskóla heims. Í því samhengi má fullyrða, að samstarfssamningur Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands auki verulega möguleika hjúkrunarfræðinga til þess að vinna að framþróun hjúkrunarstarfsins og fræðigreinarinnar.
 • Svæfingar á Íslandi í 150 ár : 1856-2006

  Jón Sigurðsson; Jón Sigurðsson, jsb24@internet.is (Jón Sigurðsson, 2010)
  - ÚR FORMÁLA - Leitast er við að lýsa þróun svæfinga hér á Íslandi og að kynna þá lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem mest hafa komið við sögu. Hins vegar er erlendum atburðum aðeins að mjög litlu leyti gerð skil. Að baki þróuninni hér á landi liggur þó yfirleitt flókin atburðarás og þróunarvinna sem íslenskir læknar hafa lesið um í erlendum læknatímaritum og bókum eða kynnst erlendis og tekið með sér til landsins. Gjörgæsludeildir voru settar á laggirnar í byrjun áttunda áratugar tuttugustu aldar. Þróun svæfinga og gjörgæslu hefur verið mjög samtvinnuð og því koma gjörgæsludeildir mikið við sögu í bókinni þótt þeirra sé ekki getið sérstaklega í bókartitli. Bókin er einkum skrifuð fyrir lækna og samstarfsfólk þeirra. Höfundur reiknar því með að lesandinn viti deili á helstu persónum í þessari sögu og hafi einhverja þekkingu á viðfangsefninu en fái við lestur bókarinnar gleggri mynd af atburðarásinni og geti jafnvel séð sjálfan sig sem sögupersónu eða þátttakanda í einhverjum kafla sögunnar. Einnig vonast höfundur til þess að í framtíðinni muni einhverjum finnast bókin hafa þýðingu sem heimild um sögu heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Höfundur er læknir. Því er saga þessi einkum skrifuð frá sjónarhóli læknis. Jafnframt er þó reynt að skyggnast inn í heim annarra heilbrigðisstétta, einkum hjúkrunarfræðinga, sem gegna sínu hlutverki í sögunni. Höfundur er meðvitaður um að texti og myndaval hefur viljandi og óviljandi mótast af því umhverfi sem hann sjálfur starfaði í á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Jafnvel kann að sýnast sem sumar myndanna séu úr eins konar „fjölskyldualbúmi“ höfundar. Lesendur bókarinnar munu einnig sjá að Margrét Jóhannsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur sem starfaði á svæfingadeild Landspítalans í 35 ár hefur lagt sitt að mörkum með ljósmyndum sínum til þess að gera sögu þessa myndrænni en ella hefði verið mögulegt. Færi ég henni bestu þakkir, svo og öðrum sem veittu mér upplýsingar og aðstoð við gerð bókarinnar. Meginmarkmið svæfinga er að svipta fólk meðvitund til þess að mögulegt sé að framkvæma tilteknar læknisfræðilegar aðgerðir á þægilegan og öruggan hátt. Bók þessi er alls ekki kennslubók í svæfingum. Því er hvorki útskýrt í bókinni hvaða eiginleika einstök svæfingarlyf hafa né á hvern hátt menn skuli bera sig að til þess að markmið góðra svæfinga náist.
 • Próffræðilegt mat á DSM-IV einkennalista um athyglisbrest með ofvirkni (AMO) : algengi einkenna AMO meðal 18 til 70 ára Íslendinga

  Daníel Þór Ólason; Páll Magnússon; Sigurður J. Grétarsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2006)
  Athyglisbrestur með ofvirkni (AMO) er röskun á taugaþroska sem yfirleitt greinist á barnsaldri. Einkenni eru hreyfiorvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur sem eru í ósamræmi við aldur og þroska (APA, 2000; Gísli Baldursson, Páll Magnússon og Ólafur Ó. Guðmundsson, 2000; Margrét Valdimarsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Magnússon og Ólafur Ó Guðmundsson, 2005). Samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu þurfa hamlandi einkenni að vera komin fram fyrir 7 ára aldur, koma fram í fleiri en einum aðstæðum (t.d. heimili, skóla eða vinnu) og útdloka þarf að önnur geðröskun eins og þunglyndi, kvíði, hugrof eða persónuleikaröskun séu líklegri skýring einkenna (APA, 2000). Þess vegna er undirstaða greiningar á AMO á fullorðinsárum ítarleg þroska- og sjúkrasaga. Greiningarviðrnið AMO, eins og þau eru skilgreind í fyrrnefndu greiningarkerfi, byggjast á rannsóknum á börnum (Lahey og fél.} 1994) og ekki fyllilega víst hversu vel þau henta í greiningu á fullorðnum.
 • Einhverfa

  Páll Magnússon (Mál og menning, 1993-04-01)
  Árið 1943 birti bandaríski læknirinn Leo Kanner tímaritsgrein sem hann nefndi Einhverfar truflanir tilfinningatengsla. Hann lýsti þar 11 börnum sem virtust eiga það sameiginlegt að lifa í eigin heimi, tengslalítil við annað fólk. Þau voru sein til í málþroska og sum lærðu reyndar aldrei að tala. Þau sem lærðu að tala notuðu ekki málið sem tæki til samskipta við annað fólk. Tal þeirra var ekki í samhengi við það sem var að gerast í kringum þau og sum þeirra stögluðust í sífellu á sömu orðunum og setningunum. Önnur bergmáluðu það sem við þau var sagt. Athafnir þeirra voru um margt sérkennilegar, leikir fábreyttir og fólust gjarnan í að endurtaka í sífellu sömu einföldu athafnirnar. Áhugamál þeirra voru undarleg og óvenjuleg. Kanner valdi þessu fyrirbæri heitið barnaeinhverfa. Í meginatriðum er lýsing Kanners á hegðunareinkennum einhverfu enn í fullu gildi. Hins vegar hefur skilningur manna á eðli og orsökum fyrirbærisins breyst verulega.
 • Hvað er þroskafrávik og fötlun?

  Evald Sæmundsen; Páll Magnússon (Mál og menning, 1993-04-01)
  Hér verður ekki eytt mörgum orðum í að skilgreina hvað þroski er, svo skýra mynd hafa flestir í huga sér af því fyrirbæri. Nægir að nefna stöðugar breytingar, tengdar aldri, sem sýnilegar eru í útliti og hegðun einstaklings. Um allan heim er atburðarásin svipuð, einkum framan af ævinni, enda er hún skráð í erfðavísa hvers og eins, þótt umhverfisáhrif geti ráðið miklu um hvernig rætist úr því sem menn fá í vöggugjöf. Framvinda þroskans er gjarnan miðuð við vissa þroskaáfanga, en röð þeirra er tiltölulega fastbundin. Allir kannast við slíkar raðir þroskaáfanga, til dæmis í hreyfiþroska barna sem fara að sitja áður en þau standa og ganga með stuðningi áður en þau ganga óstudd. Ekki einasta er röðin tiltölulega fastbundin heldur einnig tímasetning hvers áfanga. Hugtökin þroskafrávik og fötlun eru nátengd þar sem algengt er að þroskafrávik valdi fötlun. Þegar hér er talað um þroskafrávik er einungis átt við frávik sem birtast sem skerðing í þroska. Ekkert er því til fyrirstöðu að ræða um þroskafrávik þegar börn eru óvenjufljót til á einhverju sviði, en hér verður hugtakið notað yfir þau frávik sem koma fram í þroskaseinkun og vitna um afbrigðilegan þroska miðtaugakerfisins.
 • Vísindastarf á Landspítala 2009

  Fanney Kristbjarnardóttir; Oddný S. Gunnarsdóttir; Inger Helene Bóasson; Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (Landspítali, 2010-04)
  Yfirlit um vísindastarf á LSH á árinu 2009
 • Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri : rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára

  Hanna Lára Steinsson (Landspítali - háskólasjúkarhús, 2005)
  Ekki er langt síðan talað var um að fólk væri kalkað eða ruglað þegar það í raun þjáðist af sjúkdómum sem heyra undir heilabilun í dag. Heilabilun er þýðing á enska orðinu dementia og felur ekki einungis í sér skerðingu á nærminni og fjarminni. Málstol, verkstol, skert dómgreind, skynstol og skert ratvísi eru gjarnan fylgifiskar heilabilunar. Færniskerðing verður í flóknari athöfnum eins og að annast fjármál, kaupa inn, ferðast um, aka bíl, annast lyfin sín, þvo þvott og þrífa, elda og nota heimilistæki. Frekari færniskerðing verður svo í frumathöfnum daglegs lífs eins og að klæðast, snyrta sig, matast, fara á salerni og ganga um innanhúss. Hegðun sjúklinga getur orðið erfið þeim sem umgangast þá og um 90% sjúklinga fá geðræn einkenni og atferlistruflanir einhvern tíma á sjúkdómsferlinu. Geðræn einkenni geta meðal annars verið þunglyndi, kvíði, ranghugmyndir, ofskynjanir og svefntruflanir. Atferlistruflanir lýsa sér gjarnan í rápi og ráfi, óróleika, hávaða, áreitni, reiði, árásargirni og ósæmilegri hegðun (Jón Snædal, 2001; Rabins, Lyketsos og Steele, 1999). Ýmsir sjúkdómar heyra undir heilabilun og er Alzheimerssjúkdómurinn algengastur eða um 60%. Aðrir sjúkdómar eru æðavitglöp, Lewy sjúkdómur og aðrir sjaldgæfari sjúkdómar (Rabins, Lyketsos og Steele, 1999). Heilabilun minnkar lífslíkur einstaklinga og talið er að sjúklingar með Alzheimerssjúkdóm lifi til dæmis að meðaltali 40% skemur en jafnaldrar þeirra (Jón Snædal, 1997). Algengar tölur um tíðni heilabilunar á Vesturlöndum benda til þess að um 1% fólks yngra en 65 ára fái heilabilunarsjúkdóm, um 8% fólks á aldrinum 65-75 ára, 20% fólks 75-85 ára og 35-40% fólks eldra en 85 ára (Rabins, Lyketsos og Steele, 1999). Greining á heilabilun er sífellt að verða nákvæmari og úrræði fyrir sjúklinga og aðstandendur hafa aukist, bæði læknisfræðileg og félagsleg. Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með heilabilun hefur það áhrif á alla aðra nákomna og 5 álag á umönnunaraðila eins og maka eða börn eykst jafnt og þétt. Jafnframt er algengt að utanaðkomandi aðstoð eins og heimaþjónusta og heimahjúkrun sé aukin smátt og smátt þegar líður á sjúkdómsferlið. Engu að síður eru það ávallt nánustu aðstandendur sem bera mestan þungann af umönnuninni, sé þeim til að dreifa.