• Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

      Herdís Sveinsóttir; Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir; Erla Dögg Ragnarsdóttir; Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir; Birna Jónsdóttir; Jórunn Edda Hafsteinsdóttir; Bryndís María Davíðsdóttir; Guðný Védís Guðjónsdóttir; Okuniewska, Grazyna Maria; Herdís Sveinsdóttir; et al. (Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við háskóla íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús, 2007)
      - ÚR FORMÁLA - Hér birtist lesendum bókarkorn um hjúkrun aðgerðasjúklinga. Höfundar efnis eru hjúkrunarfræðingar sem lögðu stund á framhaldsnám í hjúkrunarfræðum á síðustu misserum við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það heyrir til nýbreytni að hjúkrunarfræðingar gefi lokaverkefni sín út með þeim hætti sem hér birtist Mun ekki vanþörf á að efla og styrkja umræðu um fræðigreinina hjúkrun og nýta til þess hvert tækifæri. Á hverjum degi verða hjúkrunarfræðingar varir við þungann í umræðunni um heilbrigðismál. Hún spannar allt frá pólítískri hugmyndafræði að rekstrarformum og stjórnun, húsnæðismálum, menntun heilbrigðisstétta, kjaramálum og öryggi sjúklinga svo fátt eitt sé nefnt. Sjónarmið hjúkrunarfræðinnar eru mikilvægt innlegg í umræðuna og kallað er eftir aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í umræðu um heilbrigðismál og heilbrigðisþjónustu. Hraði, framþróun og breytingar, einkenna um margt íslenskt samfélag. Löngun til að stefna hærra og gera betur birtist á öllum sviðum. Þáttur í þeirri viðleitni er að skerpa sýn og draga fram markmið. Í stefnumótunarvinnu sinni hefur Háskóli Íslands og þ.m.t hjúkrunarfræðideild, sett sér markmið um að komast í röð 100 fremstu háskóla heims. Í því samhengi má fullyrða, að samstarfssamningur Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands auki verulega möguleika hjúkrunarfræðinga til þess að vinna að framþróun hjúkrunarstarfsins og fræðigreinarinnar.