• Hvað er þroskafrávik og fötlun?

   Evald Sæmundsen; Páll Magnússon (Mál og menning, 1993-04-01)
   Hér verður ekki eytt mörgum orðum í að skilgreina hvað þroski er, svo skýra mynd hafa flestir í huga sér af því fyrirbæri. Nægir að nefna stöðugar breytingar, tengdar aldri, sem sýnilegar eru í útliti og hegðun einstaklings. Um allan heim er atburðarásin svipuð, einkum framan af ævinni, enda er hún skráð í erfðavísa hvers og eins, þótt umhverfisáhrif geti ráðið miklu um hvernig rætist úr því sem menn fá í vöggugjöf. Framvinda þroskans er gjarnan miðuð við vissa þroskaáfanga, en röð þeirra er tiltölulega fastbundin. Allir kannast við slíkar raðir þroskaáfanga, til dæmis í hreyfiþroska barna sem fara að sitja áður en þau standa og ganga með stuðningi áður en þau ganga óstudd. Ekki einasta er röðin tiltölulega fastbundin heldur einnig tímasetning hvers áfanga. Hugtökin þroskafrávik og fötlun eru nátengd þar sem algengt er að þroskafrávik valdi fötlun. Þegar hér er talað um þroskafrávik er einungis átt við frávik sem birtast sem skerðing í þroska. Ekkert er því til fyrirstöðu að ræða um þroskafrávik þegar börn eru óvenjufljót til á einhverju sviði, en hér verður hugtakið notað yfir þau frávik sem koma fram í þroskaseinkun og vitna um afbrigðilegan þroska miðtaugakerfisins.
  • Manneldismál [tímarit]

   Ársæll Jónsson (Manneldisfélag Íslands, 1980-03)
   Tímaritið Manneldismál 2. tbl. 2 .árg. Mars 1980. Titill: Ráðstefnúútgáfa nr. 1. : neysluvenjur og heilsufar. - Ritstjóri Ársæll Jónsson - Tímaritið er skannað inn og er 65 MB að stærð - Ath töluverðan tíma getur tekið að sækja ritið.
  • Próffræðilegt mat á DSM-IV einkennalista um athyglisbrest með ofvirkni (AMO) : algengi einkenna AMO meðal 18 til 70 ára Íslendinga

   Daníel Þór Ólason; Páll Magnússon; Sigurður J. Grétarsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2006)
   Athyglisbrestur með ofvirkni (AMO) er röskun á taugaþroska sem yfirleitt greinist á barnsaldri. Einkenni eru hreyfiorvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur sem eru í ósamræmi við aldur og þroska (APA, 2000; Gísli Baldursson, Páll Magnússon og Ólafur Ó. Guðmundsson, 2000; Margrét Valdimarsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Magnússon og Ólafur Ó Guðmundsson, 2005). Samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu þurfa hamlandi einkenni að vera komin fram fyrir 7 ára aldur, koma fram í fleiri en einum aðstæðum (t.d. heimili, skóla eða vinnu) og útdloka þarf að önnur geðröskun eins og þunglyndi, kvíði, hugrof eða persónuleikaröskun séu líklegri skýring einkenna (APA, 2000). Þess vegna er undirstaða greiningar á AMO á fullorðinsárum ítarleg þroska- og sjúkrasaga. Greiningarviðrnið AMO, eins og þau eru skilgreind í fyrrnefndu greiningarkerfi, byggjast á rannsóknum á börnum (Lahey og fél.} 1994) og ekki fyllilega víst hversu vel þau henta í greiningu á fullorðnum.
  • Svæfingar á Íslandi í 150 ár : 1856-2006

   Jón Sigurðsson; Jón Sigurðsson, jsb24@internet.is (Jón Sigurðsson, 2010)
   - ÚR FORMÁLA - Leitast er við að lýsa þróun svæfinga hér á Íslandi og að kynna þá lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem mest hafa komið við sögu. Hins vegar er erlendum atburðum aðeins að mjög litlu leyti gerð skil. Að baki þróuninni hér á landi liggur þó yfirleitt flókin atburðarás og þróunarvinna sem íslenskir læknar hafa lesið um í erlendum læknatímaritum og bókum eða kynnst erlendis og tekið með sér til landsins. Gjörgæsludeildir voru settar á laggirnar í byrjun áttunda áratugar tuttugustu aldar. Þróun svæfinga og gjörgæslu hefur verið mjög samtvinnuð og því koma gjörgæsludeildir mikið við sögu í bókinni þótt þeirra sé ekki getið sérstaklega í bókartitli. Bókin er einkum skrifuð fyrir lækna og samstarfsfólk þeirra. Höfundur reiknar því með að lesandinn viti deili á helstu persónum í þessari sögu og hafi einhverja þekkingu á viðfangsefninu en fái við lestur bókarinnar gleggri mynd af atburðarásinni og geti jafnvel séð sjálfan sig sem sögupersónu eða þátttakanda í einhverjum kafla sögunnar. Einnig vonast höfundur til þess að í framtíðinni muni einhverjum finnast bókin hafa þýðingu sem heimild um sögu heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Höfundur er læknir. Því er saga þessi einkum skrifuð frá sjónarhóli læknis. Jafnframt er þó reynt að skyggnast inn í heim annarra heilbrigðisstétta, einkum hjúkrunarfræðinga, sem gegna sínu hlutverki í sögunni. Höfundur er meðvitaður um að texti og myndaval hefur viljandi og óviljandi mótast af því umhverfi sem hann sjálfur starfaði í á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Jafnvel kann að sýnast sem sumar myndanna séu úr eins konar „fjölskyldualbúmi“ höfundar. Lesendur bókarinnar munu einnig sjá að Margrét Jóhannsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur sem starfaði á svæfingadeild Landspítalans í 35 ár hefur lagt sitt að mörkum með ljósmyndum sínum til þess að gera sögu þessa myndrænni en ella hefði verið mögulegt. Færi ég henni bestu þakkir, svo og öðrum sem veittu mér upplýsingar og aðstoð við gerð bókarinnar. Meginmarkmið svæfinga er að svipta fólk meðvitund til þess að mögulegt sé að framkvæma tilteknar læknisfræðilegar aðgerðir á þægilegan og öruggan hátt. Bók þessi er alls ekki kennslubók í svæfingum. Því er hvorki útskýrt í bókinni hvaða eiginleika einstök svæfingarlyf hafa né á hvern hátt menn skuli bera sig að til þess að markmið góðra svæfinga náist.
  • Vísindastarf 2010 Landspítali

   Fanney Kristbjarnardóttir; Oddný S. Gunnarsdóttir; Inger Helene Bóasson; Landspítali (Landspítali, 2011-04)
   Yfirlit um vísindastarf á Landspítala á árinu 2010
  • Vísindastarf á Landspítala 2009

   Fanney Kristbjarnardóttir; Oddný S. Gunnarsdóttir; Inger Helene Bóasson; Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (Landspítali, 2010-04)
   Yfirlit um vísindastarf á LSH á árinu 2009