Spá um fjölda krabbameina á Íslandi árið 2000 byggð á upplýsingum úr krabbameinsskrá frá 1957 til 1986
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1988-11-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1988, 74(9):371-7Abstract
The data of the Icelandic Cancer Registry for 1957-1986 have been applied to predict the incidence rates of selected types of cancer, and the number of new cancer patients in Iceland 2000. The total incidence will increase. It is expected that an increase will occur in the incidence of cancer of the lung, breast (females), prostate and bladder (males). A decreasing trend is predicted for stomach cancer. In 2000, cancers in the male genital organs (mainly prostate) will be the commonest types of cancer and that in females will be cancer of the breast.Á árunum 1982 til 1986 greindust á áttunda hundrað krabbameinstilfella árlega. Á sama tímabili dóu á fimmta hundrað einstaklingar árlega úr krabbameini. Hlutfall krabbameina af dánarorsökum var á þessu tímabili um tuttugu og fimm af hundraði (1). Fjöldi nýrra krabbameinstilfella hefur aukist að meðaltali um 3,1% á árí, síðustu 30 árin. Þessa aukningu má skýra út frá ákveðnum staðreyndum (mynd 1): a) Vegna almennrar fólksfjölgunar 1,3% (jafnt hjá báðum kynjum) b) vegna hækkaðs meðalaldurs 0,7% hjá körlum en 0,9% hjá konum og c) vegna annarra orsaka (aukinnar áhættu) 1,2% hjá körlum og 0,7% hjá konum. Breytingar á nýgengi einstakra krabbameina hafa verið miklar. Mest aukning hefur orðið á nýgengi lungnakrabbameina fyrir bæði kynin, sortumeina hjá konum og þvagblöðru- og blöðruhálskirtilskrabbameina hjá körlum. Mest lækkun hefur orðið á nýgengi krabbameina í maga og vélinda hjá báðum kynjum og leghálsi hjá konum. Viðfangsefni þessarar greinar er spá um földa krabbameina á Íslandi árið 2000. Við spána er notað líkan sem byggir á upplýsingum úr krabbameinsskrá ásamt mannfjöldatölum og mannfjöldaspám. Hugmyndin er að nota megi slíkar upplýsingar við skipulagningu aðgerða gegn krabbameinum.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections