Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Birna ÓlafsdóttirIssue Date
2005-11-01
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2005, 83(2):18-23Abstract
Í verklegu námi mínu í ljósmóðurfræði, varð ég fljótt vör við að margar barnshafandi konur höfðu áhuga á að nýta sér mænurótardeyfingu í fæðingu barna sinna. Þetta kom mér mjög á óvart, því mér fannst deyfingin oft trufla gang eðlilegra fæðinga. Eftir því sem leið á námið, jókst áhugi minn á því að afla mér þekkingar á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á notkun deyfingarinnar og því ákvað ég að gera lokaritgerð um hana. Tilgangur með vali mínu á verkefninu var jafnframt að hvetja ljósmæður til að veita samræmdar upplýsingar um mænurótardeyfingu til barnshafandi kvenna þannig að mögulegt væri að draga úr notkun hennar í eðlilegum fæðingum í þeim tilgangi að fjölga eðlilegum fæðingum. Í þessari grein er fjallað um áhrif mænurótardeyfingar í fæðingu og skoðuð áhrif hennar á áhalda- og keisarafæðingar. Einnig er fjallað um áhrif deyfingarinnar á móður, barn og tengslamyndun eftir fæðingu. Í lokin er rætt um hlutverk heilbrigðisstarfsfólks í fræðslu um deyfinguna til barnshafandi kvenna. Greinin er að hluta byggð á lokaritgerð minni, árið 2001.Description
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.ljosmodir.isCollections