Brjóstagjöf og áhrif hennar á lífslíkur ungbarna á Íslandi 1910-1925
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Ólöf GarðarsdóttirIssue Date
2005-06-01
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2005, 83(1):19-27Abstract
Undanfarin ár hefur ungbarnadauði hér á landi verið lægri en nokkur staðar annars staðar í heiminum og Ísland skipar sér á bekk með örfáum þjóðum þar sem færri en 5 af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum deyja fyrir eins árs aldur. Um miðbik 19. aldar var aftur á móti leitun að samfélögum þar sem ungbarnadauði var meiri en hér. Dánartíðni ungbarna á landsvísu fór sjaldnast undir 250 af 1.000 fæddum og sum ár var hún talsvert hærri. Aðeins um helmingur allra barna gat vænst þess að lifa tíu ára afmælisdaginn sinn. Mynd 1 sýnir að um miðja 19. öld var ungbarnadauði hér á landi nær helmingi meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Af Evrópulöndum var ungbarnadauði trúlega minnstur í Noregi, aðeins um 100 af hverjum 1.000 fæddum börnum dóu þar á fyrsta ári. Í Englandi og í Danmörku var ungbarnadauði talsvert meiri en í Noregi. Hér var ungbarnadauði aftur á móti áþekkur því sem gerðist á ýmsum þýskumælandi svæðum í Mið-Evrópu, einkum í Bæjaralandi. Líkt og hér á landi hefur mikill ungbarnadauði í Bæjaralandi verið rakinn til óheilsusamlegra barnaeldishátta en þar voru börn ýmist alls ekki lögð á brjóst eða brjóstagjöf var mjög skammvinn.2 Ungbarnadauði á Íslandi tók að minnka í kringum 1870 og var aðeins örfáum áratugum síðar orðinn minni en víðast hvar annars staðar í heiminum. Um 1920 var ungbarnadauði hér jafnlítill og í Noregi, um 50 af 1.000.Description
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://ljosmodir.isCollections