Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Gunnar SigurðssonIssue Date
1988-05-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1988, 74(5):177-8Abstract
Í athyglisverðri grein sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins um brátt hjartadrep á Íslandi í einstaklingum 40 ára og yngri benda höfundar á að nær allir þessir einstaklingar hafi reykt tóbak. Jafnframt höfðu yfir 50% þeirra ættarsögu um kransæðasjúkdóm (1). Þetta er verulega hærra hlutfall en í hóprannsókn Hjartaverndar þar sem 15-20% höfðu ættarsögu um kransæðastíflu (2). Aðrir þekktir áhættuþættir reyndust ekki marktækir í þessari rannsókn ef litið er á meðaltalsgildi, en frá öðrum rannsóknum má ætla að a.m.k. tveir af þessum 40 einstaklingum sem hlutu hjartadrep hafi haft arfbundna hækkun á kólesteróli í blóði (hypercholesterolemia) (3). Rannsóknin undirstrikar því afdrifaríkar afleiðingar reykinga, einkanlega meðal þeirra sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Þessar niðurstöður koma vel heim við aðrar erlendar rannsóknir (4, 5). Þannig fundu Hopkins og félagar í Utah í hópi kransæðasjúklinga undir 45 ára aldri að 89% þeirra höfðu reykt og 48% höfðu ættarsögu (5). Önnur rannsókn frá Kaliforníu benti til að meira en helmingur af ótímabærum dauðsföllum í ættum með tíð kransæðatilfelli mætti rekja til reykinga (5). Nýleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga í Boston undirstrikar að þessi aukna áhætta samfara reykingum er engu minni meðal kvenna (6). En afleiðingarnar með tilliti til kransæðasjúkdóma virðast koma áratug seinna. Þó er ljóst að eitthvað meira þarf að koma til en reykingar þar sem meðal Japana sem reykja mikið og hafa háa tíðni háþrýstings eru kransæðasjúkdómar fátíðir. Því er líklegt að til þess að skaðsemi reykinga á æðakerfið komi fram þurfi vissa þéttni LDL-kólesteróIs í blóði en flestir Japanir eru vel undir þeim mörkum. Enn er margt á huldu um hvernig reykingar hafa áhrif á tilurð æðakölkunar og kransæðastíflu.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections