Mælingar á blóði í saur : samanburður á dífenýlamínprófi, Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Steinunn OddsdóttirIssue Date
2006-07-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit lífeindafræðinga 2006, 1(1):11-7Abstract
Inngangur: Tvenns konar aðferðir hafa aðallega verið notaðar til þess að mæla blóð í saur, peroxíðasapróf og mótefnapróf. Peroxíðasapróf byggjast á því að blóðrauði virkar sem peroxíðasi en hafa ber í huga að peroxíðasi í matvælum getur orsakað ranglega jákvæða svörun. Mótefnapróf (immunochemical tests) fyrir blóði í saur eru flest sértæk fyrir blóðrauða manna. Tilgangur: Finna próf til mælingar á blóði í saur sem kæmi í stað dífenýlamínprófsins sem hefur verið notað á Blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut. Ákveðið var að hætta að nota þetta próf vegna þess að dífenýlamín er eitrað efni. Efniviður og aðferðir: Saursýnum sem höfðu verið send frá sjúklingum á LSH við Hringbraut á blóðmeinafræðideildina til rannsóknar á blóði í saur var safnað, 81 sýni, og voru flest jákvæð fyrir blóði. Auk þess voru 20 saursýni úr voltarenlyfjakönnun og 19 saursýni úr calprótektínkönnun á sjúklingum með sáraristilbólgur og aðstandendum hryggiktarsjúklinga, 16 saursýni voru frá sjúklingum með Crohn´s sjúkdóm. Saursýnin voru prófuð með peroxíðasaprófunum: Dífenýlamínprófi (DFA), Hemo- Fec (HFec) og Hemoccult SENSA (HSensa) og mótefnaprófinu Hemosure (Hsure). Niðurstöður: Alls voru rannsökuð 136 saursýni. Þar af voru 65 jákvæð með HFec, 59 með DFA, 56 með HSensa og 53 sýni með Hsure. Samræmisstuðull á milli DFA og HFec var � = 0,911, milli DFA og HSensa � = 0,895, milli HFec og HSensa � = 0,837, milli HFec og Hsure � = 0,703, milli DFA og Hsure � = 0,697, og milli HSensa og Hsure � = 0,679. P-gildi var < 0,001 fyrir öllum kappagildum hér að ofan. Ályktun: Besta samræmið var milli DFA og HFec. HFec verður því að teljast ákjósanlegasta prófið til mælingar á blóði í saur á Blóðmeinafræðideild LSH.Description
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sigl.isCollections